Viðskipti erlent

Stýrivextir á evru-svæðinu verða óbreyttir

Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 4.25%. Er þetta í takt við væntingar markaðarins.

Á bakvið ákvörðunina liggur að menn hafa meiri áhyggjur af verðbólguinni á evru-svæðinu en niðursveiflunni í efnahagslífinu.

Verðbólgan á evru-svæðinu hefur aukist mjög vegna hækkana á eldsneyti og orku undanfarna mánuði. Að vísu dró aðeins úr verðbólgunni í ágúst er hún varð 3,8% miðað við 4% í júlí. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er hinsvegar 2%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×