Viðskipti erlent

Aka minna vegna hækkandi eldsneytisverðs

Bandaríkjamenn finna fyrir eldsneytishækkunum eins og aðrar þjóðir enda drógu þeir úr akstri sínum sem nemur 85 milljörðum kílómetra síðastliðna tíu mánuði, saman borið við tíu mánaða tímabil þar á undan.

Nýjasta sumarleyfi Bandaríkjamanna gengur undir heitinu staycation og felur orðaleikurinn í sér sumarfrí þar sem dvalið er á sama stað, nefnilega heima. Annálaðar ferðahelgar í sumar hafa ekki verið nema svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár, svo mikið hefur dregið úr bifreiðanotkun Bandaríkjamanna.

Þetta kemur ef til vill ekki á óvart þegar litið er til þess að eldsneytisverð hefur hækkað um 33 prósent á einu ári og hefur þetta valdið rækilegri styttingu á eknum vegalengdum, eða sem nemur 85 milljörðum kílómetra síðastliðna tíu mánuði miðað við jafnlangt tímabil þar á undan.

Þá hefur notkun almenningssamgangna aukist svo verulega að hún hefur ekki verið meiri í hálfa öld auk þess sem æ algengara verður að fleiri sameinist um notkun færri bifreiða og fái far hjá vinum og fjölskyldu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×