Fleiri fréttir

Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Danskir netmiðlar greina frá því í kvöld að útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen, sem eitt sinn var í eigu Íslendinga, verði hætt. Starfsmönnum mun hafa verið tilkynnt þetta í kvöld.

Minnkandi neysla samhliða aukinni verðbólgu vestanhafs

Heldur dró úr neyslu bandarísks almennings í júlí þegar áhrif skattendurgreiðslna tóku að fjara út og verðbólga jókst. Bandaríska viðskiptaráðuneytið segir um mestu verðhækkanir síðastliðin 17 ár að ræða en vísitala neysluverðs hækkaði úr 61,2 stigum í júlí í 63 stig í ágúst.

Afleikur í samningum hjá Boeing

Boeing-flugvélaverksmiðjurnar gerðu að öllum líkindum glappaskot með því að sniðganga verkalýðsfélög og reyna að semja beint við starfsmenn sína um 11 prósenta hækkun grunnlauna.

Verðbólgan hjaðnar í Evrópu

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,8% á evrusvæði samkvæmt áætlun frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandins, en spáð var áframhaldandi 4% verðbólgu í ágúst.

Olíuverðið fýkur upp í fellibylnum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fauk upp um 1,6 prósent í dag og stendur nú í tæpum 118 dölum á tunnu. Veðurofsi af völdum fellibylsins Gústavs við Mexíkóflóa er um að kenna en starfsfólk olíuvinnslufyrirtækja við flóann er að yfirgefa svæðið.

Dregur úr hagvexti á Indlandi

Hagvöxtur hefur dregist saman á Indlandi, einu af þeim nýmarkaðslöndum þar sem vöxturinn hefur verið hvað mestur fram til þessa. Vöxturinn hefur ekki verið minni í þrjú ár.

Dregur úr verðbólgu innan Evrópusambandsins

Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Nokkuð dró úr verðbólgu á sama tíma.

Fasteignaverð fellur í Bretlandi

Fasteignaverð í Bretlandi hefur fallið að meðaltali um 10,5 prósent frá áramótum. Verðlækkun sem þessi hefur ekki sést í ríki Elísabetar Englandsdrottningar í átján ár, samkvæmt úttekt breska fasteignalánaveitandans Nationwide.

Gústaf veldur olíuverðshækkun

Fellibylnum Gústaf er um að kenna að heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað um rúma 2,6 dali á tunnu í dag og fór í rúma 117 dali á tunnu. Fellibylurinn olli talsverðum usla á Haítí í gær en reiknað er með að hann komi sterkur inn á Mexíkóflóa síðar í vikunni og nemi land í Bandaríkjunum á mánudag.

Þrengir að breskum byggingafyrirtækjum

Breska byggingafyrirtækið Taylor Wimpey tapaði 1,54 milljörðum punda, jafnvirði rúmra 235 milljarða íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Fall á fasteigna- og lóðamarkaði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Spáni skýrir tapreksturinn. Sé fasteignaverðmætið undanskilið afkomutölunum nam hagnaður fyrirtækisins 4,3 milljónum punda.

Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum

Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember.

Hálfur heimurinn er í eða á barmi kreppu

Efnahagsvandræði þau sem hófust með undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hafa nú breiðst út um nær allan heim. Samkvæmt nýrri skýrslu Goldman Sachs sem birt var á fimmtudag í síðustu viku er helmingur heimshagkerfisins í kreppu eða á barmi hennar.

Olíuverð hækkar sökum veðurfars

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp um rúma tvo dali á tunnu í dag eftir að veðurfræðingar sögðu hætt við því að fellibylurinn Gústaf geti farið inn í Mexíkóflóa. Fimmtungur af olíuframleiðslu Bandaríkjamanna er við flóann og getur skerðing á vinnslunni af völdum veðurfars sett stórt skarð í heildarframleiðslu landsins, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.

Virgin Atlantic flýgur inn úr góðu ári

Rekstrarhagnaður breska millilandaflugfélagsins Virgin Atlantic nam 34,8 milljónum punda, jafnvirði 5,3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn litlum sex milljónum punda í hitteðfyrra.

Óttast frekari afskriftir fjármálafyrirtækja

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Bloomberg-fréttaveitan segir fjárfesta óttast að fjármálakreppan sé dýpri en áður var talið. Muni afskriftir fjármálafyrirtækja halda áfram og muni nú koma harðar niður á gengi annarra fyrirtækja utan fjármálageirans en áður.

Seðlabankinn kaupir Hróarskeldubanka

Danski seðlabankinn mun leiða hóp annarra danskra fjármálafyrirtækja í kaupum á Roskilde Bank. Ástæðan er sú að annar kaupandi fannst ekki að bankanum, sem hefur rambað á barmi gjaldþrots eftir gengisfall á hlutabréfamörkuðum og mikilla afskrifta á fasteignalánum.

Bernanke óviss um verðbólguhorfur

Verðbólguhorfur í Bandaríkjunum eru mjög tvísýnar, að sögn Bens Bernanke seðlabankastjóra. Hann segir jafnframt að verðhækkanir í Bandaríkjunum og lausafjárkrísan þar hafi skollið mjög hörkulega á Bandaríkjamenn.

Kreppan leggur norskt fyrirtæki

Í vikunni varð norska verðbréfafyrirtækið Car gjaldþrota. Starfsemi fyrirtækisins hefur ekki farið hátt hér á landi utan að greinandi þess spáði Kaupþingi miklum hrakförum í júní síðastliðnum.

Fjárfestar flýja Rússland vegna Georgíu

Innrás Rússa í Georgíu hefur valdið svo miklum flótta fjárfesta frá Rússlandi að annað eins hefur ekki sést síðan í rúblu-krísunni miklu árið 1998.

Kóreubúar að kaupa Lehman Brothers

Gengi bréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Lehman Brothers rauk upp um þrettán prósent í dag eftir að orðrómur fór á kreik að Kóreski þróunarbankinn, sem ríkið á, muni kaupa bankann. Markaðsverðmæti bankans hefur hrungið um rúm áttatíu prósent frá áramótum.

Hagvaxtarskeiði í Bretlandi lokið

Hagkerfið stóð í stað í Bretlandi á milli mánaða í apríl og júní, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Þetta er nokkuð undir væntingum enda höfðu sérfræðingar spáð í það minnsta 0,2 prósenta hagvexti.

Erfiðleikarnir halda áfram

Hægja mun mjög á bandarísku efnahagslífi á seinni helmingi ársins. Margt bendir til að dýpra sé á erfiðleikunum en áður var talið. Mestu munar um áframhaldandi verðlækkun fasteigna og aukins atvinnuleysis, sem hefur ekki verið meira í sex ár, að sögn bandarískra hagfræðinga.

Fjármögnun Lehman Brothers rann út í sandinn

Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers átti í leynilegum viðræðum við asíska fjárfesta um kaup á helmingi hlutabréfa í bankanum í byrjun mánaðar. Ekki liggur fyrir hvaðan fjárfestarnir eru en þeir eru taldir frá Suður-Kóreu eða Kína. Viðræðurnar runnu út í sandinn, að sögn breska viðskiptadagblaðsins Financial Times.

Olíuverð enn á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Verðið hefur rokið upp um 68 prósent frá sama tíma í fyrra.

Internet Explorer fær einkamálatakka

Microsoft hefur í hyggju að búa til eins konar einkamálatakka af nýjustu uppfærslu sinni af Internet Explorer. Með því að ýta á einn taka verður þá hægt að takmarka hve miklar upplýsingar aðrir geta orðið sér úti um veraldarvefsnotkun manns.

Fyrsta fórnarlambið í Evrópu selt til Bandaríkjanna

Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar.

Óvæntur vöxtur í breskri smásölu

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Niðurstöðurnar koma þægilega á óvart enda hefur vöruverð hækkað og var því almennt spáð að áfram muni draga úr veltunni.

Lágvöruverslanir vinsælar í þrengingum

Lágvöruverslanir hafa átt góðu gengi að fagna í Bretlandi um þessar mundir og hefur markaðshlutdeild þeirra stærstu aldrei verið meiri, samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsókna fyrirtækisins Nielsen.

HP dregur hlutabréfamarkaðinn upp

Líkur eru á því að gott uppgjör bandaríska tölvuframleiðandans Hewlett-Packard hífi upp bandarískan hlutabréfamarkað í dag, að sögn fjármálaskýrenda.

Olíuverð hækkar lítillega á alþjóðamörkuðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað lítillega í dag þrátt fyrir væntingar um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist á milli vikna. Þá er sömuleiðis reiknað með því að dregið hafi úr eftirspurn eftir olíu og eldsneyti, svo sem í Kína.

BAA gæti þurft að selja flugvelli í Bretlandi

Samkeppnisyfirvöld í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið BAA sé í einokunaraðstöðu en félagið rekur helstu flugvelli Bretlandseyja. Það gæti þurft að selja flugvelli í þágu samkepninnar.

Hækkun á flestum mörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær.

Olíuverðið hækkar eftir snarpa lækkun

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um allt að þrjá dali og fór í 115 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar veikingar bandaríkjadals gagnvart evru og áframhaldandi hernaðarátaka Rússa í Georgíu. Tunnan er nú komin í 115 dali.

Fjármálakreppan á eftir að versna

Hin alþjóðlega fjármálakreppa á eftir að versna og líklegt er að stór bandarískur banki fari á hausinn á næstu mánuðum.

Rauður dagur í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Líklegt þykir að bandaríski seðlabankinn verði að hækka stýrivexti á næstu misserum til að halda verðbólgu niðri.

Framkvæmdarstjóri Keops ósáttur með Stones Invest

Preben Thomsen, framkvæmdarstjóri Keops Development, gagnrýnir eiganda félagsins Stones Invest harðlega fyrir að taka 22 milljónir danskra króna út úr fyrirtækinu og nota í önnur verkefni. Keops sem hefur átt í fjárhagserfiðleikum var áður í eigu íslenska fjárfestingafélagsins Landic Property en félagið seldi Keops til Stones í vor.

Indverskur sjóður í eigu Kaupþings kaupir fyrir 1,8 milljarða

Indverskur uppbyggingasjóður sem Kaupþing fjármagnar hefur fest kaup á 26% hlut í vegaframkvæmdaverkefni í Indlandi fyrir um 1,8 milljarða íslenskra króna. Sjóðurinn hefur þar með ráðstafað um fjórum milljörðum af þeim sex sem Kaupþing hefur safnað.

Væntingar í Bandaríkjunum batna lítillega

Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum hækkaði lítillega í ágúst samkvæmt nýrri könnun, úr 61,2 stigum í júlí í 61,7 stig nú. Þetta er í fyrsta skipti í rúm tvö ár sem vísitalan hækkar tvo mánuði í röð.

British Airways og American Airlines sameina krafta sína

Flugfélögin British Airways (BA) og American Airlines (AA) hafa samið sín á milli um að félögin renni að einhverju leyti saman sem meðal annars gerir þeim kleift að samhæfa ýmsa þætti fyrirtækjanna, til dæmis miðaverð og ferðir til áfangastaða. Samningur félaganna tveggja nær einnig til spænska flugfélagsins Iberia sem brátt sameinast BA.

SAS segir upp 500 manns

Norræna flugfélagið SAS hyggst segja upp 500 manns á næstunni vegna lélegrar afkomu á fyrri helmingi ársins.

Gengi dollarans styrkist enn

Gengi Bandaríkjadals hefur styrktist talsvert í dag og hefur ekki verið hærra gagnvart evru í hálft ár. Dollarinn hefur heldur ekki verið hærri gagnvart breska pundinu í nærri tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir