Viðskipti erlent

Telur að útgáfu 24timer verði einnig hætt í Danmörku

Jörgen Poulsen prófessor í fjölmiðlafræði við háskólann í Hróarskeldu telur að útgáfu fríblaðsins 24timer verði brátt hætt í Danmörku.

Poulsen segir að 24timer hafi verið stofnað gagngert til höfuðs Nyhedsavisen og nú þegar útgáfu þess blaðs hefur verið hætt segir Poulsen að engin ástæða sé til að halda útgáfu 24timer áfram, sérstaklega í ljósi þess að mikil taprekstur hefur verið á blaðinu allt frá stofnun þess. Fríblöðin metroXpress og Urban munu þó lifa áfram að mati prófessorsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×