Viðskipti erlent

Kröfuhafar í þrotabú Nyhedsavisen fá ekkert úr búinu

Nyhedsavisen hefur verið tekið til gjaldþrotameðferðar en samkvæmt frétt í Berlinske Tidende munu kröfuhafar í þrotabúið ekki fá neitt upp í kröfur sínar. Þær eru taldar nema 40-45 milljónum dkr. eða rúmlega 600 milljónir kr.

150 launþegar við útgáfuna munu fá laun sín greidd frá Ábyrgðasjóði launþega í Danmörku en aðrir kröfuhafar munu standa eftir með ekkert upp í kröfur sínar þar sem litlar eignir eru til staðar í þrotabúinu.

Eins og fram hefur komið í fréttum gera Stoðir Invest sér vonir um að fá eitthvað upp í fjögurra milljarða kr. kröfu sína þar sem félagið er með veð í öðrum eignum Morten Lund en útgáfunni sjálfri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×