Viðskipti erlent

Telja mögulegt að semja um endurfjármögnun XL

XL er mikilvægur bakhjarl West Ham liðsins og bera leikmenn merki félagsins á bringu sér. Mynd/ AFP.
XL er mikilvægur bakhjarl West Ham liðsins og bera leikmenn merki félagsins á bringu sér. Mynd/ AFP.

Búist er við því að hægt verði að ljúka við endurfjármögnun á XL Leisure Group í þessari viku, samkvæmt heimildum breska blaðsins Telegraph. Þrálátur orðrómur hafði verið um að samningar um endurfjármögnun félagsins myndu tefjast.

Barclays og Straumur Burðarás, sem eru helstu lánadrottnar XL, voru á samningafundum alla helgina og er það talið benda til þess að niðurstaða geti náðst í málið.

XL Leisure er þriðja stærsta fyrirtæki í Bretlandi á sviði ferðaþjónustu. Fyrirtækið tapaði 24 milljónum punda á síðasta rekstrarári, en það jafngildir um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Skuldir félagsins fóru úr 17 milljörðum í 31 milljarð íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×