Viðskipti erlent

Tekjur bílaframleiðenda snarminnka

Tekjur bandarísku bílaframleiðendanna Ford, GM og Chrysler voru töluvert lægri í ágúst þetta árið en í sama mánuði í fyrra. Tekjur Ford voru 26% lægri en þær voru árið 2007 og fyrirtækið gerir ráð fyrir að ástandið versni það sem eftir er árs. Tekjur Chrysler voru 34% lægri en í fyrra en tekjur GM drógust saman um 20%.

Sífellt hækkandi eldsneytisverð og óstöðugleiki á vinnumarkaði dregur úr áhuga neytenda á að fjárfesta í að kaupa nýjar bifreiðar. Bílaframleiðendur hafa reynt að örva kaupáhuga fólks með alls kyns gylliboðum en þau virðast lítil áhrif hafa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×