Viðskipti erlent

OPEC mun draga úr framleiðslu ef olíuverð fellur í 100 dollara

Allar líkur eru á að skarpar lækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu heyri brátt sögunni til. Aðalsérfræðingur Credit Suisse í hrávöruviðskiptum segir að OPEC, samtök olíufrmaleiðsluríkja, muni draga úr framleiðslu sinni ef verðið fellur niður fyrir 100 dollara á tunnuna.

Sérfræðingurinn, Tobias Merath, segir í samtali við Reuters-fréttastofuna að fyrirsjáanlegur samdráttur í olíuframleiðslunni muni halda olíuverðinu á bilinu 100 til 110 dollara á tunnuna út þetta ár.

Fram kemur í máli Merath að minnkandi eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum og OECD-löndunum hafi vegið upp á móti aukinni eftirspurn á öðrum mörkuðum í heiminum.

"Á sama tíma hafa OPEC-löndin verið að auka framleiðslu sína verulega frá því í mars á þessu ári og það virðist vera að virka nú," segir Merath. "En um leið og verðið fellur niður úr 100 dollurum munu þau verða snögg að draga úr framleiðsluaukningunni."

Merath segir að sökum þessa reikni hann með að olíuverðið á næsta ári muni liggja á milli 115 og 120 dollurum á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×