Viðskipti erlent

Ný fartölva frá Dell á rúmar 30.000 kr.

Tölvurisinn Dell ætlar að blanda sér í baráttuna um litlar og ódýrar fartölvur. Dell setur fartölvuna Inspiron 910 á markað á næstunni og mun hún kosta rúmlega 30.000 kr. út úr búð í Bandaríkjunum.

Stýrikerfi þessarar nýju tölvu er Linux en fyrir þrjú þúsund kr. í viðbót er hægt að fá hana með Windows XP. Inspiron verður með tæplega níu tommu skjá í upplausninni 1024x600, Atom-örgjafa upp á 1,6 gigahertz og minni upp á gigabæt.

Talið er að í ár verði seldar um fimm milljón stykki af svokölluðum mini-fartölvum en stærstir á markaðinum í augnablikinu eru Asutek Eee og Medions Akoya. Hvað framtíðina varðar er áætlað að 50 milljónir af þessum tölvum muni seljast árið 2012.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×