Viðskipti erlent

Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út í dag.

Þetta fengu starfsmenn blaðsins að vita í tölupósti frá Morten Lund aðaleigenda útgáfunnar seint í gærkvöldi, en Dagsbrun Media, dótturfélag 365 miðla, stofnaði blaðið. Í blaðinu Börsen í morgun segir að skilaboðin frá Morten Lund séu undarleg í ljósi þess að á föstudag sagðist hann vera að kaupa metroXpress annað stærsta fríblaðið á fjölmiðlamarkaðinum í Danmörku.

Í fyrrgreindum tölvupósti segist Morten Lund harma það að þurfa að hætta útgáfu Nyhedsavisen en hann hefði barist til síðasta blóðdropa við að halda útgáfunni gangandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×