Viðskipti erlent

Wall Street opnar í mínus fjórða daginn í röð

Hlutabréfamarkaðarnir á Wall Street opnuðu í mínus í dag, fjórða daginn í röð. Og sérfræðingar telja að ástandið muni versna ennfrekar á næstunni.

Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 0,8% í dag, Nasdaq hefur einnig lækkað um 0,8% og Standard & Poors um 0,7%.

Á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Diane Garnick fjárfestingasérfræðingi hjá Invesco Ltd að ástandið fari versnandi. "Ef við skoðum tölur úr efnahagslífi Bandaríkjanna og heimsins sést að þetta fer bara versnandi. Því trúi ég að eftirspurnin muni minnka og það mjög hratt," segir Garnick.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×