Fjárfestar sáu rautt í dag 4. september 2008 23:39 Helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála féllu um tvö prósent og meira í dag. Óbreytt stýrivaxtastig á evrusvæðinu og í Bretlandi auk vísbendinga um versnandi horfur í efnahagsmálum í Evrópu ollu falli á helstu hlutabréfum í álfunni. Í Bandaríkjunum ollu neikvæðar fréttir úr smásöluverslun og vísbendingar um breytt neyslumynstur því að fjárfestar urðu svartsýnir. Þá bætti ekki úr skák að atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í nóvember árið 2003. Bloomberg-fréttastofan hafði eftir fjármálasérfræðingum í kvöld að bandarísk stjórnvöld og seðlabankinn þar í landi yrðu að grípa í taumana til að stemma stigu við þeim þrengingum sem bandarískar fjármálastofnanir standi frammi fyrir, svo sem með því að veita auknu fé til fjármálafyrirtækja. Er þá fátt eitt nefnt. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um þrjú prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,2 prósent. Þetta er fjórði lækkunardagurinn í röð vestanhafs. Þá er fallið í samræmi við þróun mála á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Íslenska Úrvalsvísitalan um 1,18 prósent í dag en það er annar dagurinn í röð sem hún lækkar um rúmt prósentustig. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála féllu um tvö prósent og meira í dag. Óbreytt stýrivaxtastig á evrusvæðinu og í Bretlandi auk vísbendinga um versnandi horfur í efnahagsmálum í Evrópu ollu falli á helstu hlutabréfum í álfunni. Í Bandaríkjunum ollu neikvæðar fréttir úr smásöluverslun og vísbendingar um breytt neyslumynstur því að fjárfestar urðu svartsýnir. Þá bætti ekki úr skák að atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í nóvember árið 2003. Bloomberg-fréttastofan hafði eftir fjármálasérfræðingum í kvöld að bandarísk stjórnvöld og seðlabankinn þar í landi yrðu að grípa í taumana til að stemma stigu við þeim þrengingum sem bandarískar fjármálastofnanir standi frammi fyrir, svo sem með því að veita auknu fé til fjármálafyrirtækja. Er þá fátt eitt nefnt. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um þrjú prósent í dag og Nasdaq-vísitalan um 3,2 prósent. Þetta er fjórði lækkunardagurinn í röð vestanhafs. Þá er fallið í samræmi við þróun mála á evrópskum fjármálamörkuðum í dag. Íslenska Úrvalsvísitalan um 1,18 prósent í dag en það er annar dagurinn í röð sem hún lækkar um rúmt prósentustig.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira