Fleiri fréttir

Viðsnúningur hjá MasterCard

Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna.

Stóri bróðir til sölu

Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum.

Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins.

Eltu vekjaraklukkuna

Nú er komin lausn fyrir þá sem aldrei vakna við vekjaraklukkuna á morgnanna. Þetta er vekjaraklukka sem ekki aðeins skapar svakalegan hávaða heldur rúllar hún af stað um leið og hún hringir. Sá sem sefur á sínu græna eyra þarf því að vakna og elta vekjaraklukkuna uppi til að slökkva á henni. Má þá gera ráð fyrir að flestir séu vaknaðir.

Dæmdir fyrir ólöglegt verðsamráð á vinnsluminni

Samsung hefur samþykkt að greiða 90 milljónir dala í stað þess að sæta dómi í umfangsmiklu máli um ólöglegt verðsamráð á vinnsluminniskubbum í tölvur. Sektir sem fyrirtæki hafa greitt vegna málsins nálgast nú milljarð bandaríkjadala.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 3,5 prósentum. Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæðinu. Greinendur segja bankastjórann hafa notað svipað orðfæri nú og áður en vextir hafi hækkað. Þeir gera því ráð fyrir að vextir hækki að nýju í næsta mánuði.

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandsbanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greinenda, sem þó bentu á að bankastjórnin hefði allt eins getað komið á óvart og hækkað vextina líkt og raunin varð í síðasta mánuði.

Vöruskipti aldrei betri í Þýskalandi

Vöruútflutningur frá Þýskalandi nam 893,6 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 79.200 milljarða króna, í fyrra en það er 14 prósenta aukning á milli ára. Innflutningur á sama tíma nam 731,7 milljörðum evra, tæplega 64,9 milljörðum króna. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið jákvæð í Þýskalandi um 161,9 milljarða evrur. Það svarar til 14.400 milljarða íslenskra króna sem er sögulegt met í Þýskalandi.

iPod-spilarar bannaðir á akbrautum New York

Íbúar New York borgar sem ganga um með iPod þurfa nú að passa sig að taka af sér heyrnartólin áður en þeir ganga yfir götu, annars eiga þeir yfir höfði sér 100 dollara sekt.

Gengi Nissan keyrir niður á við

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Nissan tók snarpa dýfu og lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að fyrirtækið sendi frá neikvæða afkomuviðvörun vegna yfirvofandi samdráttar á nýjum bílum undir merkjum félagsins. Ef af verður er þetta fyrsti samdrátturinn síðan Carlos Ghosn tók við forstjórastóli hjá Nissan um mitt ár 1999.

Fór úr nærfötunum fyrir Baug

Michael Ross, einn af stofnendum bresku netverslunarinnar FigLeaves.com, sem er leiðandi í sölu á undirfötum fyrir karla og konur á netinu, er kominn til starfa hjá Baugi í Bretlandi.

Viðvarandi hagvöxtur

Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt.

Viacom gegn YouTube

Bandaríski fjölmiðlarisinn Viacom fór fram á það í síðustu viku að netveitan YouTube eyði 100.000 myndskrám af netþjónum sínum. Viacom segir skrárnar brjóta í bága við höfundarréttarlög og til sönnunar um að netveitan hafi trassað að setja upp hugbúnað sem síar efni sem varið er með höfundarréttarlögum frá öðru efni á netveitunni.

Zune-stjórinn farinn frá Microsoft

Bryan Lee, framkvæmdastjóri afþreyingardeildar bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hefur sagt upp störfum. Lee var í forsvari deildar sem hafði umsjón með þróun og sölu á Zune-spilaranum sem kom á markað um miðjan nóvember í fyrra.

Stórgróði hjá Google

Bandaríska netleitarfyrirtækið Google skilaði næstum þrefalt meiri hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs en á sama tíma árið 2005. Hagnaður Google nam 1,03 milljörðum Bandaríkjadala, tæplega 71 milljarði íslenskra króna, samanborið við 372,2 milljónir dala, jafnvirði 25,5 milljarða íslenskra króna ári fyrr.

Tímamótadagur í lífi Chaplins

Fimmti febrúar var merkisdagur á margan hátt í lífi breska grínleikarans Charlies Chaplin. Það er hins vegar fjarri að þessi tímamót, sem voru af tvennum toga, hafi gerst á sama árinu því sautján ár liðu frá fyrsta merkisdeginum fram að þeim næsta.

Endurnýjanleg orka í hávegum höfð

Á viðamikilli ráðstefnu dótturfélags Landsbankans, Kepler-Landsbankans, á dögunum kynnti Halldór J. Kristjánsson bankastjóri sýn Landsbankans á þróun nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa.

Tchenguiz horfir á fasteignir M&B

Robert Tchenguiz, breski fasteignamógúllinn og náinn viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn með fimmtán prósenta hlut í kráar- og veitingahúsakeðjunni Mitchell & Butlers (M&B). Bréfin eru á nafni fjárfestingarfélagsins Violet Capital Group.

Afritunarvörn háskerpudiska rofin

Afritunarvörn á nýju HD DVD-háskerpudiskunum hefur verið rofin. Þetta segir staðlanefnd stuðla að því að tryggja varnir sem þessar svo ekki verði hægt að afrita mynddiska að vild.

Aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 4,6 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Greinendum þar í landi reiknast til að þetta jafngildi því að 110.000 manns hafi fengið atvinnu í mánuðinum, sem reyndar er 40.000 störfum minna en vonir stóðu til.

Stýrivaxtahækkun á Indlandi

Seðlabanki Indlands, einn elsti banki landsins, hækkaði stýrivexti um 25 punkta í síðustu viku og standa vextir í landinu nú í 7,5 prósentum. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan í marsmánuði árið 2003.

Afkoma Ryanair tekur flugið

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði talsvert betri afkomu í fyrra en greinendur höfðu spáð.

Tré fyrir símaskrá

Já, sem rekur upplýsingaþjónustuna 118 og annast ritstjórn og rekstur símaskrárinnar og rekstur ja.is, hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands. Er honum ætlað að skapa mótvægi við þau 1.500 tré sem felld eru árlega vegna prentunar símaskrárinnar.

Refresco til Austur-Evrópu

Refresco Holding, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, hefur keypt pólska drykkjarvöruframleiðandann Kentpol sem framleiðir vatns- og gosdrykkjavörur. Er þetta fyrsta yfirtaka félagsins á þeim markaði sem vænst er að muni vaxa hratt á næstunni.

Dell tekur við Dell

Michael Dell, stofnandi bandaríska tölvurisans Dell, settist í forstjórastól fyrirtækisins að nýju um miðja síðustu viku eftir að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins tók pokann sinn í kjölfar lélegrar afkomu tölvurisans á síðasta rekstrarfjórðungi nýliðins árs.

Hráolíuverðið nálægt 60 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga.

Minni hagnaður BP

Hagnaður olíurisans BP hefur minnkað um 12% á milli áranna 2005 og 2006. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíverð annars vegar og hins vegar aukinn kostnað við öryggisgæslu. Þrátt fyrir þetta hagnaðist olíurisinn um 3,9 milljarða bandaríkjadala á síðasta ári en hagnaðurinn var 4,4 milljarðar bandaríkjadala árið 2005.

DVD spilara í sólskyggnið

Nú hafa græjufíklar fengið sniðuga viðbót til að gera bílinn sinn enn nýtískulegri. Þessi græja er í raun DVD-spilari með 7 tommu LCD-skjá sem sýnir gríðarlega skýra mynd innbyggður í sólskyggni bíls.

Vefverslanir nýta sér vinsældir YouTube

Þeir sem markaðsetja vörur á netinu eru nú í síauknum mæli farnir að nýta sér fádæma vinsældir myndskeiða á netinu á síðum eins og YouTube. Netverslanirnar leggja nú metnað sinn í að gera fyndna „sketsa“ og setja þá á netið sem og að bjóða viðskiptavinum sínum aðstoð við hið sama. Hvort uppátækið beri tilætlaðan árangur til lengri tíma litið skal ósagt látið en víst að það er tilraunarinnar virði.

Olíuverð við 59 dali á tunni

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna.

Afkoma Ryanair umfram væntingar

Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda.

Samdráttur hjá Chevron

Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára.

Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext

Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng.

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt.

Hagnaður Amazon dregst saman um helming

Bandaríska netverslunin Amazon skilaði 98 milljóna dala hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma ári fyrr skilaði netverslunin 199 milljóna dala, 13,6 milljarða króna, hagnaði. Samdrátturinn nemur því rúmlega 50 prósentum á milli ára en er samt sem áður yfir væntingum greinenda.

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stýrivextir hafa verið óbreyttir vestanhafs síðan í júní í fyrra eftir viðvarandi hækkanaskeið. Fréttaveitan Bloomberg segir líkur á að seðlabankinn muni ákveða að halda stýrivöxtunum óbreyttum áfram á næsta vaxtaákvörðunardegi í lok mars.

Dell snýr aftur til Dell

Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvurisanum Dell hefur hækkað um 5 prósent á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í kjölfar frétta þess efnis að Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, hygðist setjast í forstjórastólinn á nýjan leik. Dell stofnaði fyrirtækið á háskólaárum sínum árið 1984 og var forstjóri fyrirtækisins til 2004 þegar hann gerðist stjórnarformaður.

Metár hjá Shell í fyrra

Olíurísinn Shell skilaði 25,36 milljarða bandaríkjadala hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir 1.738 milljörðum íslenskra króna sem er methagnaður í sögu olíufélagsins. Afkoman svarar til þess að Shell hafi hagnast um 201 milljón krónur á hverri klukkustund í fyrra.

Metár hjá OMX-samstæðunni

Norræna kauphallarsamstæðan OMX skilaði 911 milljónum sænskra króna í hagnað á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 8,9 milljörðum íslenskra króna. Tilsamanburðar nam hagnaðurinn árið 2005 543 milljónum sænskra króna, eða rúmum 5,3 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri samstæðunnar segir síðasta ár hafa verið að mörgu leyti metár. Samstæðan keypti meðal annars Kauphöll Íslands í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir