Olíurísinn Shell skilaði 25,36 milljarða bandaríkjadala hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir 1.738 milljörðum íslenskra króna sem er methagnaður í sögu olíufélagsins. Afkoman svarar til þess að Shell hafi hagnast um 201 milljón krónur á hverri klukkustund í fyrra.
Helstu ástæðurnar fyrir metafkomunni er vöxtur olíugeirans í Bandaríkjunum og aukinn gasframleiðsla í Nígeríu.
Greinendur vara við því að vegna lágs olíuverðs á þessu ári geti aðstæður á olíumarkaði orðið erfiðari og því geti harðnað eitthvað í ári hjá olíurisanum Shell.