Fleiri fréttir Hagnaður Boeing tvöfaldast Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði 989 milljóna dala, eða 67,8 millarða króna, hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005 en þá nam hann 460 milljónum dala, jafnvirði 31,5 milljörðum dala. 31.1.2007 13:01 Aukin verðbólga í OECD-ríkjunum Verðbólga mældist 2,3 prósent að meðaltali á ársgrundvelli í innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í desember í fyrra. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun frá því í mánuðinum á undan. Næstmesta verðbólgan var líkt og fyrr hér á landi í desember en þá mældist hún 7,0 prósent. 31.1.2007 11:57 Hráolíuverð lækkar lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir nokkrar hækkanir í gær og fór niður í rúma 56 bandaríkjadali á tunnu. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu um olíubirgðir landsins í dag. Greinendur gera ráð fyrir að olíubirgðir hafi dregist saman á milli vikna vegna kulda í Norður-Ameríku. 31.1.2007 09:45 Vodafone yfir væntingum Viðskiptavinum breska fjarskiptarisans Vodafone fjölgaði um 8,7 milljónir um allan heim á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Þetta er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin skýrist að mestu um aukna hlutdeild fjarskiptafyrirtækisins, sem er eitt það stærsta í Evrópu, á nýmörkuðum á borð við Afríku, Austur-Evrópu og í Miðausturlöndum. 31.1.2007 09:05 Fox gegn YouTube Bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hefur farið fram á að stjórnendur netveitunnar YouTube gefi upp nafn manns sem hlóð tólf þáttum af teiknimyndaseríunni Simpsons og fjórum fyrstu þáttum úr nýjustu þáttaröðinni 24 inn á veituna sem gerði netverjum kleift að horfa á þættina án endurgjalds. 31.1.2007 00:01 Hráolían á taflborði alþjóðamarkaðar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur sveiflast talsvert undanfarna tólf mánuði. Verðið rauk upp í sögulegar hæðir um mitt síðasta sumar en er nú komið niður í um 55 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Sveiflur sem þessar geta haft gríðarlegar afleiðingar á alþjóðamarkaði. Þar er enginn undanskilinn. 31.1.2007 00:01 Gott ár hjá eBay Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan. 31.1.2007 00:01 Sænskar geimferðir? Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð. 31.1.2007 00:01 Deutsche Telekom segir hagnað undir spám Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar. 29.1.2007 10:39 Tvöfalt meira tap hjá Alitalia Ítalska flugfélagið Alitalia greindi frá því um helgina að áætlað tap fyrirtæksins í fyrra næmi um 380 milljónum evra, jafnvirði rúmra 34 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöfalt meira tap en flugfélagið skilaði árið á undan. Tap flugfélagsins fram til nóvember í fyrra nemur 197 milljónum evra, tæpum 17,8 milljörðum íslenskra króna. 29.1.2007 09:50 Sátt um launagreiðslur Wal-Mart Sátt hefur náðst á milli bandarisku verslanakeðjunnar Wal-Mart og stjórnvalda vestanhafs að verslanakeðjan greiði tæplega 87.000 starfsmönnum fyrirtækisins samstals 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, afturvirk laun fyrir ógreidda yfirvinnu. Þetta var ákveðið eftir að villa fannst í skráningakerfi Wal-Mart. Svo virðist sem fyrirtækið hafi sömuleiðis greitt 215.000 starfsmönnum laun á sama tíma. 26.1.2007 12:44 NYSE útilokar ekki yfirtöku á LSE Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum, sem fram fer í Davos í Sviss. 26.1.2007 10:30 Samdráttur hjá Microsoft Hagnaður bandaríska tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins, sem lauk í desember, nam 2,63 milljörðum bandaríkjadala. Þetta jafngildir 184,36 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 28 prósenta samdráttur á milli ára. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum eru tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft. 26.1.2007 09:44 SAS býður farþegum aflátsbréf Flugfélagið SAS mun frá og með haustinu bjóða þjónustu sem byggir á svipaðri hugmynd og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Bréf kirkjunnar áttu að tryggja styttri dvalartíma í hreinsunareldinum. Bréf SAS eru hins vegar til þess gerð að hreinsa samvisku flugfarþega. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir engar áætlanir um að bjóða flugfarþegum upp á bréf sem þessi í bráð. 26.1.2007 01:28 Ford skilaði mettapi í fyrra Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans. 25.1.2007 14:57 Minni væntingar í Þýskalandi Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár. 25.1.2007 11:00 Methagnaður hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. 25.1.2007 10:21 Vísitölur náðu methæðum í dag Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum. 25.1.2007 09:45 Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi. 25.1.2007 08:29 Novator skoðar sölu á BTC Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. 25.1.2007 06:00 Pliva kærir HANFA Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva hefur lagt fram kæru á hendur HANFA, fjármálaeftirliti króatíu. 25.1.2007 06:00 Olían lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 55 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í gær eftir um 5 prósenta hækkun á þriðjudag. Ástæðan voru væntingar um að olíubirgðir hefðu aukist á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar. 25.1.2007 05:45 Norrænir bankar metnir í hærra lagi Stærstu bankar Norðurlanda eru of hátt verðmetnir um þessar mundir að mati Morgan Stanley og hefur hækkun þeirra verið keyrð áfram af auknum umsvifum í fjármálalífinu og getgátum um frekari samþjöppun í geiranum. 25.1.2007 05:45 Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar. 24.1.2007 12:59 Air France-KLM tvístígandi um Alitalia Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess. 24.1.2007 11:00 MAN hætt við yfirtöku á Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania. 24.1.2007 09:57 Intrum til sölu? Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári. 24.1.2007 06:15 Forstjórinn farinn vegna tapreksturs Forstjóri bandarísku fataverslanakeðjunnar GAP hætti störfum í vikubyrjun eftir að fyrirtækið skilaði taprekstri í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem GAP skilar tapi vegna samdráttar í sölu. 24.1.2007 06:15 Lánshæfismat Alcoa lækkað Alcoa stefnir á hækkun arðgreiðslna og kaup á eigin bréfum. Standard & Poor‘s hefur efasemdir um ákvörðunina. 24.1.2007 06:00 Davos hafið Meirihluti þátttakenda á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF), sem hófst í Davos í Sviss í gær telja hagvöxt á réttu róli um allan heim um þessar mundir og muni næstu kynslóðir búa við gott efnahagslíf. Þeir telja hins vegar að öryggi sé ábótavant á heimsvísu auk þess sem umræða um umhverfismál hafi farið halloka. 24.1.2007 06:00 Þýskar væntingar skutu yfir markið Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi í fyrra stóð ekki undir þeim væntingum sem Þjóðverjar gerðu til hennar. Vöxtur landsframleiðslu var minni en vonir stóðu til auk þess sem velta einskorðaðist við þann geira sem tengdist keppninni. 24.1.2007 05:30 Álrisi fæðist í apríl Samkeppnisyfirvöld í Rússlandi gáfu í síðustu viku græna ljósið fyrir samruna álfyrirtækjanna Rusal, Sual og svissneska félagsins Glencore. Með samrunanum verður til umsvifamesti álrisi í heimi og veltir bandaríska álfyrirtækinu Alcoa í annað sætið yfir stærstu álfyrirtæki heims. 24.1.2007 05:00 Metmánuður í krónubréfaútgáfu Janúar er stærsti mánuður í útgáfu krónubréfa frá upphafi. Alls hafa níu erlendir bankar gefið út krónubréf fyrir 61,5 milljarða króna í mánuðinum. Krónubréf eru skuldabréf gefin út í íslenskum krónum. 24.1.2007 04:45 Biðin styttist í Windows Menn bíða spenntir eftir því að almenningsútgáfa Windows Vista komi út um mánaðamótin. 24.1.2007 04:45 Sony gegn klámi Japanska hátæknifyrirtækið Sony mun ekki á nokkurn hátt veita þeim fyrirtækjum sem framleiða klámmyndir hjálparhönd við að gefa myndefni sitt út á Blu-ray mynddiskum. Sony ætlar hins vegar ekki að standa í vegi fyrir því að fyrirtækin gefi myndir af þessum toga út á diskunum, sem hafa verið nefndir næsta kynslóð í mynddiskatækni ásamt HD DVD-diskum. 24.1.2007 04:30 Aukin smásöluverslun í Bretlandi Smásöluverslun jókst um 3,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra í Bretlandi. Þetta er þvert á það sem reiknað var með enda búist við talsverðum samdrætti í sölu yfir hátíðirnar. 24.1.2007 04:00 Airbus á áætlun Afhending risaþota frá Airbus er á áætlun eftir að komist var fyrir rafmagnsvandræði í vélunum. 24.1.2007 04:00 Indverjar fagna lendingu Indverska geimfarið SRE-1 lenti heilu og höldnu í Bengalflóa á mánudagsmorgun. Með lendingunni er spor markað í sögu geimvísindasögunnar enda geimfarinu ætlað að leggja grunninn að mönnuðum geimskotum Indverja í framtíðinni. 24.1.2007 03:30 Google ýtir undir bókalestur á netinu Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt vera að leggja lokahönd á nýja þjónustu sem gerir netverjum kleift að hala niður heilum bókum af netinu og lesa ýmist í tölvum eða á öflugri gerðum farsíma á borð við BlackBerry. 24.1.2007 03:15 OECD beitir sér gegn mútumálum Ríkisstjórnir verða að standa saman gegn spillingu og mútuþægni. Þetta kom fram á ráðstefnu OECD um spillingu og mútuþægni í París í síðustu viku. 24.1.2007 03:15 Netsvikarar herja á Nordea-bankann Rússneskir netþrjótar hafa stolið jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, eins stærsta banka á Norðurlöndunum, síðan í haust í fyrra. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af rúmlega 100 manns sem tengjast því í Svíþjóð. 24.1.2007 02:00 Ekki einhugur innan japanska seðlabankans Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár. 23.1.2007 14:45 Fleiri farþegar flugu með Finnair Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. 23.1.2007 09:45 Asískar hlutabréfavísitölur í methæðum Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu náðu methæðum við lokun markaða í dag. Mikillar bjartsýni gætir í Kína fyrir áramótin, sem er fagnað um miðjan febrúar þar í landi. 22.1.2007 10:26 Citigroup kaupir af ABN Amro Bandaríski bankinn Citigroup hefur keypt veðlánaarm hollenska bankans ABN Amro. Tilgangurinn er að auka útlánastarfsemi bankans og gerir Citigroup ráð fyrir að fjölga viðskiptavinum um 1,5 milljónir talsins. 22.1.2007 09:32 Sjá næstu 50 fréttir
Hagnaður Boeing tvöfaldast Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði 989 milljóna dala, eða 67,8 millarða króna, hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005 en þá nam hann 460 milljónum dala, jafnvirði 31,5 milljörðum dala. 31.1.2007 13:01
Aukin verðbólga í OECD-ríkjunum Verðbólga mældist 2,3 prósent að meðaltali á ársgrundvelli í innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í desember í fyrra. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun frá því í mánuðinum á undan. Næstmesta verðbólgan var líkt og fyrr hér á landi í desember en þá mældist hún 7,0 prósent. 31.1.2007 11:57
Hráolíuverð lækkar lítillega Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir nokkrar hækkanir í gær og fór niður í rúma 56 bandaríkjadali á tunnu. Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu um olíubirgðir landsins í dag. Greinendur gera ráð fyrir að olíubirgðir hafi dregist saman á milli vikna vegna kulda í Norður-Ameríku. 31.1.2007 09:45
Vodafone yfir væntingum Viðskiptavinum breska fjarskiptarisans Vodafone fjölgaði um 8,7 milljónir um allan heim á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Þetta er talsvert meira en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin skýrist að mestu um aukna hlutdeild fjarskiptafyrirtækisins, sem er eitt það stærsta í Evrópu, á nýmörkuðum á borð við Afríku, Austur-Evrópu og í Miðausturlöndum. 31.1.2007 09:05
Fox gegn YouTube Bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hefur farið fram á að stjórnendur netveitunnar YouTube gefi upp nafn manns sem hlóð tólf þáttum af teiknimyndaseríunni Simpsons og fjórum fyrstu þáttum úr nýjustu þáttaröðinni 24 inn á veituna sem gerði netverjum kleift að horfa á þættina án endurgjalds. 31.1.2007 00:01
Hráolían á taflborði alþjóðamarkaðar Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur sveiflast talsvert undanfarna tólf mánuði. Verðið rauk upp í sögulegar hæðir um mitt síðasta sumar en er nú komið niður í um 55 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Sveiflur sem þessar geta haft gríðarlegar afleiðingar á alþjóðamarkaði. Þar er enginn undanskilinn. 31.1.2007 00:01
Gott ár hjá eBay Bandaríska netfyrirtækið eBay, sem meðal annars rekur samnefndan uppboðsvef, netsímaþjónustuna Skype og greiðsluvefinn PayPal, skilaði 1,67 milljarða dala hagnaði á nýliðnu ári. Þetta jafngildir 116,8 milljörðum íslenskra króna sem er 24 prósenta aukning frá árinu á undan. 31.1.2007 00:01
Sænskar geimferðir? Breska geimferðafyrirtækið Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richards Branson, náði á föstudag í síðustu viku samkomulagi við sænska fyrirtækið Spaceport að það kanni möguleikann á því að koma mönnuðum geimförum á loft frá Norður-Svíþjóð. 31.1.2007 00:01
Deutsche Telekom segir hagnað undir spám Þýski fjarskiptarisinn Deutsche Telekom segir hagnað fyrirtækisins geta orðið lægri á yfirstandandi rekstrarári en áður hafi verið áætlað vegna harðnandi samkeppni á þýska símamarkaðnum og óhagstæðs gengismunar. 29.1.2007 10:39
Tvöfalt meira tap hjá Alitalia Ítalska flugfélagið Alitalia greindi frá því um helgina að áætlað tap fyrirtæksins í fyrra næmi um 380 milljónum evra, jafnvirði rúmra 34 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tvöfalt meira tap en flugfélagið skilaði árið á undan. Tap flugfélagsins fram til nóvember í fyrra nemur 197 milljónum evra, tæpum 17,8 milljörðum íslenskra króna. 29.1.2007 09:50
Sátt um launagreiðslur Wal-Mart Sátt hefur náðst á milli bandarisku verslanakeðjunnar Wal-Mart og stjórnvalda vestanhafs að verslanakeðjan greiði tæplega 87.000 starfsmönnum fyrirtækisins samstals 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, afturvirk laun fyrir ógreidda yfirvinnu. Þetta var ákveðið eftir að villa fannst í skráningakerfi Wal-Mart. Svo virðist sem fyrirtækið hafi sömuleiðis greitt 215.000 starfsmönnum laun á sama tíma. 26.1.2007 12:44
NYSE útilokar ekki yfirtöku á LSE Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum, sem fram fer í Davos í Sviss. 26.1.2007 10:30
Samdráttur hjá Microsoft Hagnaður bandaríska tölvurisans Microsoft á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins, sem lauk í desember, nam 2,63 milljörðum bandaríkjadala. Þetta jafngildir 184,36 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 28 prósenta samdráttur á milli ára. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum eru tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft. 26.1.2007 09:44
SAS býður farþegum aflátsbréf Flugfélagið SAS mun frá og með haustinu bjóða þjónustu sem byggir á svipaðri hugmynd og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Bréf kirkjunnar áttu að tryggja styttri dvalartíma í hreinsunareldinum. Bréf SAS eru hins vegar til þess gerð að hreinsa samvisku flugfarþega. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir engar áætlanir um að bjóða flugfarþegum upp á bréf sem þessi í bráð. 26.1.2007 01:28
Ford skilaði mettapi í fyrra Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans. 25.1.2007 14:57
Minni væntingar í Þýskalandi Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár. 25.1.2007 11:00
Methagnaður hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. 25.1.2007 10:21
Vísitölur náðu methæðum í dag Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum. 25.1.2007 09:45
Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi. 25.1.2007 08:29
Novator skoðar sölu á BTC Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. 25.1.2007 06:00
Pliva kærir HANFA Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva hefur lagt fram kæru á hendur HANFA, fjármálaeftirliti króatíu. 25.1.2007 06:00
Olían lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 55 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í gær eftir um 5 prósenta hækkun á þriðjudag. Ástæðan voru væntingar um að olíubirgðir hefðu aukist á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar. 25.1.2007 05:45
Norrænir bankar metnir í hærra lagi Stærstu bankar Norðurlanda eru of hátt verðmetnir um þessar mundir að mati Morgan Stanley og hefur hækkun þeirra verið keyrð áfram af auknum umsvifum í fjármálalífinu og getgátum um frekari samþjöppun í geiranum. 25.1.2007 05:45
Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar. 24.1.2007 12:59
Air France-KLM tvístígandi um Alitalia Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess. 24.1.2007 11:00
MAN hætt við yfirtöku á Scania Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania. 24.1.2007 09:57
Intrum til sölu? Getgátur hafa verið á sænskum hlutabréfamarkaði að innheimtufyrirtækið Intrum Justitia, sem er með starfsemi í 22 löndum, verði yfirtekið á þessu ári. 24.1.2007 06:15
Forstjórinn farinn vegna tapreksturs Forstjóri bandarísku fataverslanakeðjunnar GAP hætti störfum í vikubyrjun eftir að fyrirtækið skilaði taprekstri í fyrra. Þetta er annað árið í röð sem GAP skilar tapi vegna samdráttar í sölu. 24.1.2007 06:15
Lánshæfismat Alcoa lækkað Alcoa stefnir á hækkun arðgreiðslna og kaup á eigin bréfum. Standard & Poor‘s hefur efasemdir um ákvörðunina. 24.1.2007 06:00
Davos hafið Meirihluti þátttakenda á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Economic Forum (WEF), sem hófst í Davos í Sviss í gær telja hagvöxt á réttu róli um allan heim um þessar mundir og muni næstu kynslóðir búa við gott efnahagslíf. Þeir telja hins vegar að öryggi sé ábótavant á heimsvísu auk þess sem umræða um umhverfismál hafi farið halloka. 24.1.2007 06:00
Þýskar væntingar skutu yfir markið Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi í fyrra stóð ekki undir þeim væntingum sem Þjóðverjar gerðu til hennar. Vöxtur landsframleiðslu var minni en vonir stóðu til auk þess sem velta einskorðaðist við þann geira sem tengdist keppninni. 24.1.2007 05:30
Álrisi fæðist í apríl Samkeppnisyfirvöld í Rússlandi gáfu í síðustu viku græna ljósið fyrir samruna álfyrirtækjanna Rusal, Sual og svissneska félagsins Glencore. Með samrunanum verður til umsvifamesti álrisi í heimi og veltir bandaríska álfyrirtækinu Alcoa í annað sætið yfir stærstu álfyrirtæki heims. 24.1.2007 05:00
Metmánuður í krónubréfaútgáfu Janúar er stærsti mánuður í útgáfu krónubréfa frá upphafi. Alls hafa níu erlendir bankar gefið út krónubréf fyrir 61,5 milljarða króna í mánuðinum. Krónubréf eru skuldabréf gefin út í íslenskum krónum. 24.1.2007 04:45
Biðin styttist í Windows Menn bíða spenntir eftir því að almenningsútgáfa Windows Vista komi út um mánaðamótin. 24.1.2007 04:45
Sony gegn klámi Japanska hátæknifyrirtækið Sony mun ekki á nokkurn hátt veita þeim fyrirtækjum sem framleiða klámmyndir hjálparhönd við að gefa myndefni sitt út á Blu-ray mynddiskum. Sony ætlar hins vegar ekki að standa í vegi fyrir því að fyrirtækin gefi myndir af þessum toga út á diskunum, sem hafa verið nefndir næsta kynslóð í mynddiskatækni ásamt HD DVD-diskum. 24.1.2007 04:30
Aukin smásöluverslun í Bretlandi Smásöluverslun jókst um 3,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra í Bretlandi. Þetta er þvert á það sem reiknað var með enda búist við talsverðum samdrætti í sölu yfir hátíðirnar. 24.1.2007 04:00
Airbus á áætlun Afhending risaþota frá Airbus er á áætlun eftir að komist var fyrir rafmagnsvandræði í vélunum. 24.1.2007 04:00
Indverjar fagna lendingu Indverska geimfarið SRE-1 lenti heilu og höldnu í Bengalflóa á mánudagsmorgun. Með lendingunni er spor markað í sögu geimvísindasögunnar enda geimfarinu ætlað að leggja grunninn að mönnuðum geimskotum Indverja í framtíðinni. 24.1.2007 03:30
Google ýtir undir bókalestur á netinu Bandaríska netleitarfyrirtækið Google er sagt vera að leggja lokahönd á nýja þjónustu sem gerir netverjum kleift að hala niður heilum bókum af netinu og lesa ýmist í tölvum eða á öflugri gerðum farsíma á borð við BlackBerry. 24.1.2007 03:15
OECD beitir sér gegn mútumálum Ríkisstjórnir verða að standa saman gegn spillingu og mútuþægni. Þetta kom fram á ráðstefnu OECD um spillingu og mútuþægni í París í síðustu viku. 24.1.2007 03:15
Netsvikarar herja á Nordea-bankann Rússneskir netþrjótar hafa stolið jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, eins stærsta banka á Norðurlöndunum, síðan í haust í fyrra. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af rúmlega 100 manns sem tengjast því í Svíþjóð. 24.1.2007 02:00
Ekki einhugur innan japanska seðlabankans Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár. 23.1.2007 14:45
Fleiri farþegar flugu með Finnair Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. 23.1.2007 09:45
Asískar hlutabréfavísitölur í methæðum Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu náðu methæðum við lokun markaða í dag. Mikillar bjartsýni gætir í Kína fyrir áramótin, sem er fagnað um miðjan febrúar þar í landi. 22.1.2007 10:26
Citigroup kaupir af ABN Amro Bandaríski bankinn Citigroup hefur keypt veðlánaarm hollenska bankans ABN Amro. Tilgangurinn er að auka útlánastarfsemi bankans og gerir Citigroup ráð fyrir að fjölga viðskiptavinum um 1,5 milljónir talsins. 22.1.2007 09:32