Tæknin sem fór í ruslatunnuna 10. febrúar 2007 00:01 í rusli Betamax-spólurnar eru klassískt dæmi um tækni sem varð undir í keppni við aðra, og hvarf af markaðnum. Þó lifir beta-tæknin enn í upptöku- og myndvinnslubransanum. Fyrir hverja tæknivöru sem slær í gegn, eins og Google-leitarvélin, iPod-spilarinn og DVD-diskurinn, eru fjölmargar sem misheppnast algjörlega, hverfa af yfirborði jarðar og sjást aldrei aftur nema í greinum og fréttum um tæknivörur sem mistókust hrapallega. Stundum fara heilu fyrirtækin á hausinn þegar varan, sem kostaði formúgu í þróun og markaðssetningu, selst einfaldlega ekki.Fórnarlömb stríðsátakaEin af dánarorsökum tæknivara er tap fyrir annarri vöru í keppni um hylli og veski neytenda. Besta dæmið um slíkt eru Betamax-myndbandaspólurnar sem biðu lægri hlut fyrir VHS á áttunda áratugnum, en fjölmargar aðrar vörur hafa lotið í grasið fyrir öðrum betri í gegnum árin. Átta rása upptökutæki töpuðu á sínum tíma fyrir kassettum, Dreamcast-leikjatölvan tapaði í baráttunni við PlayStation 2 og löngu áður hafði sívalningurinn tapað fyrir plötulaga upptökutæki fyrir grammófón. Einstaka sinnum geta stríðandi vörur lifað í sátt og samlyndi, en oftast ber ein sigurorð yfir hinum og verður staðallinn fyrir viðkomandi tækni.Rétt hugmynd á röngum tímaÖnnur algeng orsök fyrir því að vara eða tækni misheppnast er tímasetning útgáfu hennar. Oft er um ágætis vöru að ræða, en tæknin eða markaðurinn var einfaldlega ekki tilbúinn á þeim tíma. Vörur sem eru á undan sinni samtíð hljóta oft þessi örlög. Gott dæmi er OZ Virtual, sýndarheimurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ þróaði í lok síðustu aldar. Hugmyndin var ekki slæm en neytendur og vélbúnaður var einfaldlega ekki reiðubúinn og heimurinn féll saman. Nú, tíu árum seinna, njóta svipaðir sýndarheimar mikilla vinsælda. Newton, lófatölva sem tölvufyrirtækið Apple gaf út árið 1993, er einnig gott dæmi um rétta hugmynd á röngum tíma. Tæknin var ekki nógu langt á veg komin til þess að hægt væri að gera lófatölvu sem neytendur vildu kaupa og nota í daglegu lífi.Einfaldlega of léleg varaStundum er tiltekin vara gefin út á hárréttum tíma og markaðssett vel, en misheppnast einfaldlega vegna þess að hún var ekki nógu góð. Þetta á til dæmis við um Windows ME, stýrikerfið sem Microsoft vill helst af öllu gleyma vegna þess hversu óstöðugt og lélegt það var. Leysidiskar (laserdisc) áttu einnig mjög slæmu gengi að fagna þegar þeir komu út á áttunda áratugnum vegna þess hve stórir, viðkvæmir, óáreiðanlegir og dýrir þeir voru.Ekki það sama og úreldingÞegar talað er um tæknifyrirbæri sem misheppnast er mikilvægt að gera greinarmun á þeim og tæknifyrirbærum sem urðu einfaldlega úrelt. Til dæmis notar nánast enginn diskettur í dag, en samt sem áður voru þær gríðarlega mikilvægar og vinsælar til gagnaflutninga á sínum tíma. Eins væri út í hött að tala um svarthvít sjónvörp eða kassettuspilara sem misheppnuð tæki því þau voru vel heppnuð og seldust mikið þegar þau voru og hétu. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrir hverja tæknivöru sem slær í gegn, eins og Google-leitarvélin, iPod-spilarinn og DVD-diskurinn, eru fjölmargar sem misheppnast algjörlega, hverfa af yfirborði jarðar og sjást aldrei aftur nema í greinum og fréttum um tæknivörur sem mistókust hrapallega. Stundum fara heilu fyrirtækin á hausinn þegar varan, sem kostaði formúgu í þróun og markaðssetningu, selst einfaldlega ekki.Fórnarlömb stríðsátakaEin af dánarorsökum tæknivara er tap fyrir annarri vöru í keppni um hylli og veski neytenda. Besta dæmið um slíkt eru Betamax-myndbandaspólurnar sem biðu lægri hlut fyrir VHS á áttunda áratugnum, en fjölmargar aðrar vörur hafa lotið í grasið fyrir öðrum betri í gegnum árin. Átta rása upptökutæki töpuðu á sínum tíma fyrir kassettum, Dreamcast-leikjatölvan tapaði í baráttunni við PlayStation 2 og löngu áður hafði sívalningurinn tapað fyrir plötulaga upptökutæki fyrir grammófón. Einstaka sinnum geta stríðandi vörur lifað í sátt og samlyndi, en oftast ber ein sigurorð yfir hinum og verður staðallinn fyrir viðkomandi tækni.Rétt hugmynd á röngum tímaÖnnur algeng orsök fyrir því að vara eða tækni misheppnast er tímasetning útgáfu hennar. Oft er um ágætis vöru að ræða, en tæknin eða markaðurinn var einfaldlega ekki tilbúinn á þeim tíma. Vörur sem eru á undan sinni samtíð hljóta oft þessi örlög. Gott dæmi er OZ Virtual, sýndarheimurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OZ þróaði í lok síðustu aldar. Hugmyndin var ekki slæm en neytendur og vélbúnaður var einfaldlega ekki reiðubúinn og heimurinn féll saman. Nú, tíu árum seinna, njóta svipaðir sýndarheimar mikilla vinsælda. Newton, lófatölva sem tölvufyrirtækið Apple gaf út árið 1993, er einnig gott dæmi um rétta hugmynd á röngum tíma. Tæknin var ekki nógu langt á veg komin til þess að hægt væri að gera lófatölvu sem neytendur vildu kaupa og nota í daglegu lífi.Einfaldlega of léleg varaStundum er tiltekin vara gefin út á hárréttum tíma og markaðssett vel, en misheppnast einfaldlega vegna þess að hún var ekki nógu góð. Þetta á til dæmis við um Windows ME, stýrikerfið sem Microsoft vill helst af öllu gleyma vegna þess hversu óstöðugt og lélegt það var. Leysidiskar (laserdisc) áttu einnig mjög slæmu gengi að fagna þegar þeir komu út á áttunda áratugnum vegna þess hve stórir, viðkvæmir, óáreiðanlegir og dýrir þeir voru.Ekki það sama og úreldingÞegar talað er um tæknifyrirbæri sem misheppnast er mikilvægt að gera greinarmun á þeim og tæknifyrirbærum sem urðu einfaldlega úrelt. Til dæmis notar nánast enginn diskettur í dag, en samt sem áður voru þær gríðarlega mikilvægar og vinsælar til gagnaflutninga á sínum tíma. Eins væri út í hött að tala um svarthvít sjónvörp eða kassettuspilara sem misheppnuð tæki því þau voru vel heppnuð og seldust mikið þegar þau voru og hétu.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira