Fleiri fréttir

Innanlandsflugið dregst saman

Fjölgun farþega í millilandaflugi Icelandair í maí miðað við sama mánuð í fyrra nemur 16 prósentum á sama tíma og farþegum í innanlandsflugi fækkaði um 11 prósent.

VÍS til fyrirmyndar í Evrópu

Vinnuverndarstofnun Evrópu sem staðsett er í Bilbao á Spáni hefur bent á VÍS sem fyrirmyndarfyrirtæki hvað varðar vinnuverndarstarf og heilsueflingu starfsfólks hjá fyrirtækinu. Þetta er liður í vinnuverndarvikunni 2012 – 2013 sem ber slagorðið Vinnuvernd - Allir vinna en þar er áhersla lögð á samskipti stjórnenda og starfsmanna á vinnutöðum.

Nýta forkaupsrétt sinn í hlut OR í Hrafnabjargavirkjun

Stjórnir Norðurorku hf. og Orkuveitu Húsavíkur samþykktu á fundum sínum 3. júní að nýta forkaupsrétt sinnað hlut Orkuveitunnar (OR) í Hrafnabjargavirkjun og hafa þegar verið lögð drög að kaupsamningum milli aðila.

Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann

Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu.

Seðlabankinn beitir fleiri stjórntækjum á gjaldeyrismarkaði

Inngrip á gjaldeyrismarkaði eru ekki eina stjórntækið sem Seðlabankinn hefur til þess að hafa áhrif á gengi krónunnar. Að mati Peningastefnunefndar er eðlilegt að Seðlabankinn hafi einnig áhrif á gjaldeyrisviðskipti aðila sem standa frammi fyrir stórum gjalddögum á erlendum lánum með tillit til áhrifa þeirra á gengi krónunnar.

Dóra stjórnar einkabankaþjónustu MP banka

Dóra B. Axelsdóttirhefur verið ráðin forstöðumaður einkabankaþjónustu MP banka. Dóra gekk til liðs við einkabankaþjónustu MP banka í desember síðast liðnum en hún starfaði áður hjá Virðingu hf. sem sérfræðingur í skuldabréfastýringu. Dóra starfaði einnig hjá SPRON um sjö ára skeið, meðal annars sem forstöðumaður eignastýringar og verðbréfaþjónustu.

Greining Íslandsbanka spáir 1,2% hagvexti í ár

Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja þjóðhagsspá. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur hér á landi verði 1,2% á þessu ári. Þetta er hægur vöxtur í sögulegu samhengi, en meðalhagvöxtur hér á landi síðustu 30 árin er 2,5%. Þetta er jafnframt lægri hagvöxtur en aðrir sérfræðingar hafa spáð.

Ekkert nýtt í málinu segir ÍLS

Íbúðalánasjóður hefur sent Kauphöllinni yfirlýsingu vegna frétta um breytingar á skilmálum skuldabréfa sjóðsins. Í henna segir að ekkert nýtt sé að frétta í málinu.

Kröfuhöfum kynntar breytingar hjá ÍLS í sumar

Kröfuhöfum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verða kynntar breytingar á skilmálum á útgefnum skuldabréfum sjóðsins í sumar. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem Sjöfn Ingólfsdóttir staðfestir þessa tímasetningu.

Slitastjórn Landsbankans seldi kröfur í Glitni fyrir 28 milljarða

Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) seldi í mars allar kröfur sínar á hendur þrotabúi Glitnis fyrir 28 milljarða króna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var bandarískur vogunarsjóður í eigu John Paulson á meðal þeirra sem keyptu hluta af kröfunum.

Með þriðju mestu verðbólguna

Meðalverðbólga í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hefur ekki verið minni síðan í október 2009.

Sigmundur segir skuldaniðurfellingu mögulega fyrir árslok

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skuldaniðurfelling hjá heimilum landsins sé möguleg fyrir árslok. Að vísu svo með þeim fyrirvara að búið verði að semja við erlenda kröfuhafa um málið fyrir þann tíma.

Horfur á hækkandi makrílverði í sumar

Nú í upphafi makrílvertíðar eru horfur nokkuð góðar á helstu mörkuðum fyrir makrílinn. Birgðir eru litlar og eftirspurn er fyrir hendi og líkur á að verð verði hærra en á síðustu vertíð. Þá hafði það reyndar lækkað töluvert frá árinu áður, þegar það var í hámarki. Búast má við að heildarframboð af makríl í ár verði svipað og í fyrra.

SFÚ óskar eftir fundi með Sigurði Inga

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, árnaðaróskir um farsæld í nýju starfi og beðið um fund með ráðherranum til að ræða málefni samtakanna. Samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi hallar mjög á sjálfstæða framleiðendur og stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að lagfæra samkeppnisskilyrði þrátt fyrir eindregin tilmæli m.a. frá Samkeppniseftirlitinu.

Uppsetningu Metanstöðvar á Akureyri seinkar

Ljóst er að allnokkur seinkun verður á því að hægt verði að hefja vinnslu hauggass frá urðunarstaðnum á Glerárdal við Akureyri. Tafirnar stafa af seinkun á afhendingu hreinsistöðvar frá framleiðanda hennar, Greenlane í Svíþjóð. Áætlanir nú gera ráð fyrir að sala metangass geti hafist fyrir áramótin.

Oxymap selur súrefnismæli til Sviss

Nýsköpunarfyrirtækið Oxymap er búið er að selja súrefnismæli sinn í fjórum heimsálfum en í júní verður fimmtánda tækið afgreitt til Sviss.

Kröfuhafar Landsbankans gætu setið fastir í gjaldeyrishöftunum

Takist ekki að semja um lengingu á 290 milljarða kr. erlendum skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans, sem eiga að greiðast upp 2014-2018, er sennilegt að kröfuhafar bankans muni sitja fastir með reiðufé sitt innan hafta á Íslandi um "ófyrirsjáanlega“ framtíð.

Áfram fjör á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 134. Þetta er töluvert fleiri samningar en nemur meðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 105 samningar á viku.

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi en að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er erlenda staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 54% af landsframleiðslu. Í mars var hlutfallið 60% og í apríl var það 58% og þá er miðað við að leiðrétt hafi verið fyrir skuldum Actavis.

Viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða

Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 milljarða kr. í ársfjórðungnum samanborið við rúmlega 15 milljarða kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 milljarða kr. og 0,6 milljarða kr. af þjónustuviðskiptum.

Nýr vefmiðill um sjávarútvegsmál

Nýr vefmiðill kvótinn.is hefur hafið göngu á netinu. Ritstjóri vefsins er Hjörtur Gíslason einn reyndasti sjávarútvegsblaðamaður landsins, en hann var áður blaðamaður á Morgunblaðinu.

Kauphallareftirlitið kannar ónákvæmni í frétt RUV

Kauphallareftirlitið er að kanna það sem Steinn Logi Björnsson forstjóri Skipta hf. kallar ónákvæmni í frétt sem flutt var í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Fréttin fjallaði um að endurskipulagningu Skipta væri lokið og í henni talin upp helstu atriði í samkomulagi sem náðst hefur við kröfuhafa félagsins.

Hlutabréfaviðskipti jukust um yfir 700% milli ára í maí

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í maímánuði námu 38.3 milljörðum kr. eða 1.916 milljónum kr. á dag. Það er 718% hækkun á milli ára, samanborið við 234 milljóna króna veltu á dag í maí í fyrra, og 41% hækkun frá fyrri mánuði, en viðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu 1.356 milljónum kr. á dag.

Rifós stefnir á 1.000 tonna bleikjueldi

Fiskeldisfyrirtækið Rifós í Kelduhverfi stefnir á að hætta laxeldi sínu og einbeita sér í staðinn að bleikjueldi. Félagið hefur starfsleyfi fyrir 1.000 tonna eldi á bleikju.

Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra

Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga.

Miklir möguleikar í rekstri gagnavera á Íslandi

Ísland er einn ákjósanlegasti staður veraldar þegar kemur að rekstri gagnavera. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun og kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu orku- og tæknifyrirtækja á dögunum

Sjá næstu 50 fréttir