Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2013 12:00 Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy. Mynd/Egill Aðalsteinsson. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC („sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. Tilkynnt var í gær að eitt af stærri olíufélögum heims, CNOOC frá Kína, hefði ákveðið að gerast leiðandi aðili í umsókn Eykons Energy um leitar- og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu. Eykons-menn segja þetta marka tímamót í sögu olíuleitar Íslendinga, enda hafi félag af sambærilegri stærðargráðu ekki áður sýnt áhuga sinn á Drekasvæðinu í verki. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons, segir CNOOC metið í 34. sæti yfir stærstu olíufélög heims og það er hundrað sinnum stærra en öll hin félögin samanlögð sem til þessa hafa fengið leyfi á Drekasvæðinu. „Þetta hefur þá þýðingu að það er komið mjög sterkt félag inn. Ég held að þetta geti haft þá þýðingu líka að önnur stór félög fari að taka betur eftir svæðinu, ef félag sem nýtur svona mikillar virðingar er komið inn á það," segir Gunnlaugur. -En gæti innkoma þess flýtt borunum? „Það á eftir að koma í ljós. En þetta gerir áætlunina miklu öruggari, það er að segja, þetta félag hefur burði til að framkvæma hvað sem þarf að gera til að framkvæma þessa rannsóknir." Orkustofnun mun núna kanna nánar fjárhagslega og tæknilega getu umsækjenda til að takast á við olíuleitina og gerir ráð fyrir að ljúka málsmeðferð sinni í haust. Þar sem sótt er um leyfi á svokölluðu samvinnusvæði Íslands og Noregs á Jan Mayen-hryggnum hafa norsk stjórnvöld rétt á að gerast 25 prósent aðilar að leyfinu og verður Noregi því boðin þátttaka áður en leyfið verður gefið út. China National Offshore Oil Corporation, CNOOC, er talið í 34. sæti yfir stærstu olíufélög heims. Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC („sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. Tilkynnt var í gær að eitt af stærri olíufélögum heims, CNOOC frá Kína, hefði ákveðið að gerast leiðandi aðili í umsókn Eykons Energy um leitar- og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu. Eykons-menn segja þetta marka tímamót í sögu olíuleitar Íslendinga, enda hafi félag af sambærilegri stærðargráðu ekki áður sýnt áhuga sinn á Drekasvæðinu í verki. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons, segir CNOOC metið í 34. sæti yfir stærstu olíufélög heims og það er hundrað sinnum stærra en öll hin félögin samanlögð sem til þessa hafa fengið leyfi á Drekasvæðinu. „Þetta hefur þá þýðingu að það er komið mjög sterkt félag inn. Ég held að þetta geti haft þá þýðingu líka að önnur stór félög fari að taka betur eftir svæðinu, ef félag sem nýtur svona mikillar virðingar er komið inn á það," segir Gunnlaugur. -En gæti innkoma þess flýtt borunum? „Það á eftir að koma í ljós. En þetta gerir áætlunina miklu öruggari, það er að segja, þetta félag hefur burði til að framkvæma hvað sem þarf að gera til að framkvæma þessa rannsóknir." Orkustofnun mun núna kanna nánar fjárhagslega og tæknilega getu umsækjenda til að takast á við olíuleitina og gerir ráð fyrir að ljúka málsmeðferð sinni í haust. Þar sem sótt er um leyfi á svokölluðu samvinnusvæði Íslands og Noregs á Jan Mayen-hryggnum hafa norsk stjórnvöld rétt á að gerast 25 prósent aðilar að leyfinu og verður Noregi því boðin þátttaka áður en leyfið verður gefið út. China National Offshore Oil Corporation, CNOOC, er talið í 34. sæti yfir stærstu olíufélög heims.
Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30