Dóra stjórnar einkabankaþjónustu MP banka 5. júní 2013 09:57 Dóra B. Axelsdóttirhefur verið ráðin forstöðumaður einkabankaþjónustu MP banka. Dóra gekk til liðs við einkabankaþjónustu MP banka í desember síðast liðnum en hún starfaði áður hjá Virðingu hf. sem sérfræðingur í skuldabréfastýringu. Dóra starfaði einnig hjá SPRON um sjö ára skeið, meðal annars sem forstöðumaður eignastýringar og verðbréfaþjónustu. Í tilkynningu segir að Dóra sé með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og próf í verðbréfaviðskiptum. Í tilkynningunni er einnig getið um eftirfarandi mannabreytingar: „Gísli Ásgeirsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu MP banka. Hann starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Gísli starfaði um árabil við rekstur og markaðsmál hjá eignarhaldsfélaginu Atlas hf. sem þjónustar fyrirtæki í sjávarútvegi. Gísli er Cand oecon frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Kristinn Jóhannes Magnússon hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í eignastýringu MP banka, með áherslu á innlenda stýringu. Hann starfaði áður í eignaumsjón og fjárstýringu hjá skilanefnd Kaupþings frá árinu 2009. Kristinn hefur jafnframt kennt áhættustýringu í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Kristinn er með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc í aðgerðagreiningu (Operations research) frá Colombia University í New York. Ari Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í áhættustýringu MP banka. Ari hefur lokið meistaragráðum í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og í áhættustýringu og fjármálaverkfræði frá Imperial College í London auk BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Dóra B. Axelsdóttirhefur verið ráðin forstöðumaður einkabankaþjónustu MP banka. Dóra gekk til liðs við einkabankaþjónustu MP banka í desember síðast liðnum en hún starfaði áður hjá Virðingu hf. sem sérfræðingur í skuldabréfastýringu. Dóra starfaði einnig hjá SPRON um sjö ára skeið, meðal annars sem forstöðumaður eignastýringar og verðbréfaþjónustu. Í tilkynningu segir að Dóra sé með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og próf í verðbréfaviðskiptum. Í tilkynningunni er einnig getið um eftirfarandi mannabreytingar: „Gísli Ásgeirsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu MP banka. Hann starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Gísli starfaði um árabil við rekstur og markaðsmál hjá eignarhaldsfélaginu Atlas hf. sem þjónustar fyrirtæki í sjávarútvegi. Gísli er Cand oecon frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Kristinn Jóhannes Magnússon hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í eignastýringu MP banka, með áherslu á innlenda stýringu. Hann starfaði áður í eignaumsjón og fjárstýringu hjá skilanefnd Kaupþings frá árinu 2009. Kristinn hefur jafnframt kennt áhættustýringu í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Kristinn er með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc í aðgerðagreiningu (Operations research) frá Colombia University í New York. Ari Ólafsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í áhættustýringu MP banka. Ari hefur lokið meistaragráðum í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og í áhættustýringu og fjármálaverkfræði frá Imperial College í London auk BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira