Viðskipti innlent

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi

Erlend staða þjóðarbúsins fer batnandi en að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð er erlenda staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 54% af landsframleiðslu. Í mars var hlutfallið 60% og í apríl var það 58% en þá er miðað við að leiðrétt hafi verið fyrir skuldum Actavis.

Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að hrein staða við útlönd var neikvæð um 8.249 milljarða kr. eða 479% af vergri landsframleiðslu við lok fyrsta ársfjórðungs ársins. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð var staðan neikvæð um 453 milljarða kr. eða 26% af vergri landsframleiðslu.

Talið er að slit innlánsstofnana í slitameðferð hafi neikvæð áhrif á hreinu stöðuna sem nemur 43% af vergri landsframleiðslu en önnur fyrirtæki sem unnið er að slitum á hafi jákvæð áhrif sem nemi 5% af vergri landsframleiðslu.  Erlend staða miðað við reiknað uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð og án fyrirtækja sem unnið er að slitum á er því metin neikvæð um 65% af landsframleiðslu. Rétt er að ítreka að þessi tala er ekki fyllilega samanburðarhæf við fyrri birtingar Seðlabankans þar sem áhrif lyfjafyrirtækisins Actavis eru ekki sérstaklega tekin út úr stöðunni.

Ef leiðrétt væri fyrir Actavis með svipuðum hætti og gert var í sérriti bankans frá því í mars síðastliðnum eða í skýrslu bankans um fjármálastöðugleika sem gefin var út í apríl síðastliðnum yrði niðurstaðan heldur betri en kom fram í þessum ritum, eða neikvæð um 54% af vergri landsframleiðslu, samanborið við 60% í mars og 58% í apríl. Sjá nánar hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×