Viðskipti innlent

Kröfuhöfum kynntar breytingar hjá ÍLS í sumar

Kröfuhöfum  Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verða kynntar breytingar á skilmálum á útgefnum skuldabréfum sjóðsins í sumar. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni þar sem Sjöfn Ingólfsdóttir staðfestir þessa tímasetningu.

Stjórn ÍLS hefur þegar fjallað um málið en Sjöfn vildi ekki tjá sig um efnisatriðin í þeirri umfjöllun.

Bloomberg ræðir við Kára Arnór Kárason framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Stapa sem á um 77 milljarða kr. í skuldabréfum ÍLS og ríkissjóðs. Kári segir að ekkert hafi enn verið rætt við lífeyrissjóðina um fyrirhugaðar breytingar á skilmálum bréfa ÍLS.

„Það kæmi mér ekki á óvart að tilkynnt yrði um breytingarnar í sumar,“ segir Kári. „Sumarið er yfirleitt tíminn til að grípa til aðgerða eins og þessarar. Fólk er í sumarleyfum, þingið er í fríi og blaðamenn einnig.“ Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×