Fleiri fréttir Útlán ÍLS aukast í fyrsta sinn milli ára í langan tíma Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1.058 milljónum króna í febrúar en þau námu tæpum milljarði í sama mánuði í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma að útlán sjóðsins aukast milli ára í einstökum mánuði. 21.3.2013 09:27 365 miðlar semja við Gagnaveituna um ljósleiðarann 365 miðlar hafa undirritað samning við Gagnaveitu Reykjavíkur sem gerir 365 miðlum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjarskiptaþjónustu um Ljósleiðara Gagnaveitunnar. 21.3.2013 08:52 Breytingar á stjórn Nýherja Breytingar voru gerðar á stjórn Nýherja á stjórnarfundi félagsins í gærdag. Guðrún Ragnarsdóttir var skipuð í aðalstjórn félagsins. Guðrún var kjörin í varastjórn á síðasta aðalfundi. 21.3.2013 06:15 Spáir því að verðbólgan minnki í 4,3% Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan muni minnka töluvert í mars eða úr 4,8% og í 4,3%. 21.3.2013 06:13 "Maður skilur eiginlega ekki þessa umfjöllun" Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga, hafnar því að fyrirtækið greiði lítinn sem engan tekjuskatt hér á landi, líkt og kom fram í Kastljósi í kvöld. Það sé beinlínis rangt sem kom fram í Kastljósinu að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt. 20.3.2013 23:22 Verðlaun afhent í HR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhentu í dag verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, kennslu og þjónustu. 20.3.2013 16:59 Þungt ár framundan Árið framundan verður þjóðinni nokkuð þungt, segir í endurkoðaðri hagspá sem Alþýðusamband Íslands birti í dag. Spáin nær til áranna 2013 til 2015. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015. 20.3.2013 15:42 Sérstakur saksóknari segir útilokað að skýringar Sigurjóns standist Sérstakur saksóknari segir útilokað að Landsbankinn hafi getað verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum enda myndi slíkt fyrirkomulag augljóslega skapa hagsmunaárekstra og auka hættuna á markaðsmisnoktun. 20.3.2013 10:42 Byggingarkostnaður stendur í stað Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2013 er 118,7 stig sem er engin breyting frá fyrri mánuði. 20.3.2013 09:12 Aflaverðmætið jókst um 6,6 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 160,4 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 153,9 milljarða kr. árið 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,6 milljarða eða um 4,3% á milli ára. 20.3.2013 09:06 Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í samræmi við væntingar og spár sérfræðinga. 20.3.2013 09:02 Íbúðaverð í borginni hefur hækkað um 5,8% á einu ári Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka og hefur hækkað um 5,8% á síðustu 12 mánuðum. 20.3.2013 06:31 VÍS, TM og Sjóvá öll á leið í Kauphöllina Vátryggingamarkaðurinn á Íslandi tekur breytingum á næstunni þegar TM og VÍS, tvö af þremur stóru tryggingafélögunum, verða skráð í Kauphöllina. Hið þriðja, Sjóvá, stefnir að því sama án þess að sett hafi verið tímasetning á skráninguna. 20.3.2013 06:00 Kynjasjónarmið og sjálfbærni MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík (HR) er einstakt í sinni röð þar sem koma saman kennarar frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims. Þetta segir Kristján Vigfússon, nýráðinn forstöðumaður MBA-námsins í HR, í samtali við Markaðinn. Nemendur kynnist nýjustu stefnum í alþjóðlegu viðskiptalífi. 20.3.2013 06:00 Aukið samstarf gæti skilað miklu Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. 20.3.2013 06:00 Helmingaskipti ríkis og einkabanka Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eru samtals með tæplega helmingsmarkaðshlutdeild á útlánamarkaði. Ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir og erlend fjármálafyrirtæki skipta með sér afganginum. Hlutur erlendra aðila, ef skuldir Actavis og Bakkavarar eru ekki taldar með, er tæplega fimmtungur. Þetta kemur fram í tölum um 20.3.2013 06:00 Lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust Áfallnar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust um tæpa 20 milljarða króna í fyrra og voru 436 milljarðar króna um síðustu áramót. Þær hafa samtals aukist um 168 milljarða króna frá því í árslok 2007. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri fjármála hins opinbera, en undir þann hatt falla ríkissjóður og sveitarfélög landsins. 20.3.2013 06:00 Almennir kröfuhafar fá 225 milljarða Þrotabú Landsbankans reiknar með að geta greitt 225 milljarða króna til almennra kröfuhafa sinna. Alls nema eignir búsins 1.543 milljörðum króna og forgangskröfur, að mestu hin svokallaða Icesave-skuld, eru 1.318 milljarðar króna. Áætlaðar endurheimtur búsins jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt á fjárhagsstöðu þrotabús Landsbankans, sem nú heitir LBI hf., en hún birt var fyrir helgi. 20.3.2013 06:00 SA og Viðskiptaráð ekki í eina sæng Viðræður um stofnun nýrra atvinnurekendasamtaka á grunni þeirra eldri runnu út í sandinn fyrir áramót. Viðræður um nánara samstarf Samtaka atvinnulífsins (SA), Viðskiptaráðs og annarra samtaka atvinnurekenda runnu út í sandinn skömmu fyrir áramót. Lauk viðræðunum án niðurstöðu en ekki er útilokað að þær verði hafnar að nýju síðar á þessu ári. 20.3.2013 06:00 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Þorstein Víglundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá og með deginum í dag. 19.3.2013 17:35 Benni og Bílabúð Benna dæmd í Héraðsdómi Benedikt Eyjólfsson, sem oftast er kenndur við Bílabúð Benna, hefur verið dæmdur til að greiða ásamt fyrirtæki sínu 750 þúsund króna sekt ríkissjóð annars þarf Benedikt að sæta fangelsi í í 34 daga. Benedikt skilaði ekki ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir árin 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010. 19.3.2013 15:13 Ákært í Ímon málinu Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. 19.3.2013 11:19 CAOZ skapar 30 ný störf í teiknimyndagerð Íslenska framleiðslufyrirtækið CAOZ gerði nýverið samning við norska fyrirtækið Animando um framleiðslu á 52 þáttum af teiknimyndaþáttunum um björgunarbátinn Elías. 19.3.2013 09:28 Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum Sérstakur saksóknari hefur ákært fjóra af fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings og fimm aðra fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum. 19.3.2013 07:00 Skoðanir seðlabankastjóra ekki afgerandi við vaxtaákvarðanir Svo virðist sem skoðanir Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hafi ekki afgerandi gildi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum peningastefnunefndar. 19.3.2013 06:11 Sigurður, Hreiðar Már og Ingólfur ákærðir í nýju máli Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og fleiri yfirmenn og starfsmenn Kaupþings hafa allir verið ákærðir í nýju markaðsmisnotkunarmáli sem á að hafa komið upp rétt fyrir hrun. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. 18.3.2013 20:40 Ekki hægt að standa undir afborgunum lánanna Afgangur af viðskiptajöfnuði nægir ekki til að standa undir afborgunum af erlendum lánum þjóðarbúsins. Endurfjármögnun hluta lánanna er því forsenda stöðugs gengis, segir í sérriti Seðlabanka Íslands sem ber titilinn Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. 18.3.2013 16:38 Sérstakur saksóknari ákærir aftur vegna Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur gefið út tvær nýjar ákærur og snýr önnur þeirra að eigin viðskiptum Kaupþings fyrir bankahrunið 2008. Viðskiptablaðið segir að þarna sé um stór mál að ræða og sakborningar nokkrir í hvoru máli. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, varðist allra frétta þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann bar fyrir sig að ekki væri hægt að veita upplýsingar um ákæruefni fyrr en þremur sólarhringum eftir að ákæra hafi verið gefin út. 18.3.2013 15:43 Leysa fyrst úr ágreiningi um bótaskyldu Fyrirtaka í máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrum stjórnendum og eigendum Glitnis og Baugs fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómurinn féllst á kröfu stefndu um skiptingu sakarefnisins og að fyrst yrði flutt mál um bótaskyldu. 18.3.2013 12:30 Eignir tryggingafélaga jukust um 12 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingafélaganna námu tæpum 166 milljörðum kr. í lok janúar og hækkuðu um 12,2 milljarða kr. eða 8% á milli mánaða. 18.3.2013 10:12 Actavis tekur nýtt merki í notkun Vegna sameiningar Watson í Bandaríkjunum og Actavis Group á Íslandi hefur Actavis tekið í notkun nýtt merki í nýjum lit. Nýja merkið byggist á gormlaga DNA-keðju, en út úr því má einnig lesa bókstafina W fyrir Watson og A fyrir Actavis. 18.3.2013 08:20 Rannsókn á Stím að ljúka Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. 17.3.2013 13:03 Ísland stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda Íslenska ríkið stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda og erlend skuldastaða ríkisins er orðin viðráðanleg og sjálfbær. 17.3.2013 10:39 Gaf LEX tvær klukkustundir til þess að falla frá málarekstri Lögmannsstofan LEX hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bloggfærslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hann birti í dag á vefsvæði Pressunnar og Vísir greindi frá, en þar kemur fram að hann hafi hótað að gera atlögu að orðspori lögmannstofunnar. 16.3.2013 18:13 Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. 16.3.2013 16:47 Stærðfræðin vísaði á óverðtryggt lán fremur en verðtryggt Björk Ellertsdóttir og Sveinn Eiríkur Ármannsson stækkuðu nýverið við sig. Þau bjuggu áður í tveggja herbergja íbúð í gömlu Verkamannablokkunum í Vesturbænum en keyptu á síðasta ári fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum. 16.3.2013 06:00 Franz kaupir Friðbert út úr Heklu Franz Jezorski, helmingseigandi Heklu hf., hefur keypt hlut Friðberts Friðbertssonar. Upphaflega stóð til að Friðbert myndi kaupa hlut Franz en í pósti sem Franz sendi starfsmönnum fyrirtækisins kemur fram að honum hafi mistekist að fjármagna kaupin. Þar kemur líka fram að Franz er búinn að tryggja fjármögnun á kaupunum. 15.3.2013 17:38 Ekki hægt að afnema verðtryggingu afturvirkt Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að erfitt gæti verið að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum en flokkurinn hefur það sem eitt af aðalkosningamálum sínum að afnema verðtrygginguna. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í morgun að Íslendingar þyrftu að læra af reynslunni og láta af séríslenskum lausnum eins og verðtryggingu. Hún hafi ekki skilað öðru en óförum í efnahagsmálum. Það væri fagnaðarefni að Framsóknarflokkurinn hefði tekið þetta mál upp með afgerandi hætti. 15.3.2013 15:21 Bolabeljur unnu til verðlauna Auglýsing Ölgerðarinnar á bjórnum Bola frá því um verslunarmannahelg hlaut verðlaun fyrir umhverfisgrafík á verðlaunaafhendingu Félags íslenskra teiknara sem fram fór á föstudag fyrir viku. 15.3.2013 14:05 Nýr framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands Margrét Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Í tilkynningu frá félaginu segir að Margrét hafi áralanga reynslu af störfum á sviði ferðamála og sé fyrsta konan til þess að gegna starfinu. 15.3.2013 12:34 Viðræður við kröfuhafa fyrir kosningar Stjórnvöld eru reiðubúin til þess að hefja viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna um nauðarsamningana. Viðræðurnar munu að öllum líkindum hefjast fyrir kosningar, segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Þingið ákvað í síðustu viku að gjaldeyrishöftin, sem sett voru á þegar bankakerfið hrundi, yrðu ótímabundin en áður hafði verið ákveðið að afnema þau á þessu ári. Áður hefur komið fram að samningar um uppgjör þrotabúa bankanna væru mikilvæg forsenda þess að hægt væri að afnema þau. 15.3.2013 09:41 Aflinn mun minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 13,7% minni en í febrúar í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Aflinn nam alls rúmum 234 þúsund tonnum í febrúar samanborið við 312 þúsund tonn í febrúar í fyrra. 15.3.2013 09:26 Íslensk tæknifyrirtæki kynna nýjungar í sjávarútvegi Tugur íslenskra tæknifyrirtækja sem hanna og smíða tæki fyrir sjávarútveginn munu kynna nýjungar sínar í dag. 15.3.2013 06:16 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14.3.2013 17:09 Svana Helen endurkjörinn formaður SI Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í morgun. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, frá Norðuráli, en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Lárus Jónsson, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir. 14.3.2013 13:47 Sjá næstu 50 fréttir
Útlán ÍLS aukast í fyrsta sinn milli ára í langan tíma Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1.058 milljónum króna í febrúar en þau námu tæpum milljarði í sama mánuði í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma að útlán sjóðsins aukast milli ára í einstökum mánuði. 21.3.2013 09:27
365 miðlar semja við Gagnaveituna um ljósleiðarann 365 miðlar hafa undirritað samning við Gagnaveitu Reykjavíkur sem gerir 365 miðlum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjarskiptaþjónustu um Ljósleiðara Gagnaveitunnar. 21.3.2013 08:52
Breytingar á stjórn Nýherja Breytingar voru gerðar á stjórn Nýherja á stjórnarfundi félagsins í gærdag. Guðrún Ragnarsdóttir var skipuð í aðalstjórn félagsins. Guðrún var kjörin í varastjórn á síðasta aðalfundi. 21.3.2013 06:15
Spáir því að verðbólgan minnki í 4,3% Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan muni minnka töluvert í mars eða úr 4,8% og í 4,3%. 21.3.2013 06:13
"Maður skilur eiginlega ekki þessa umfjöllun" Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga, hafnar því að fyrirtækið greiði lítinn sem engan tekjuskatt hér á landi, líkt og kom fram í Kastljósi í kvöld. Það sé beinlínis rangt sem kom fram í Kastljósinu að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt. 20.3.2013 23:22
Verðlaun afhent í HR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhentu í dag verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, kennslu og þjónustu. 20.3.2013 16:59
Þungt ár framundan Árið framundan verður þjóðinni nokkuð þungt, segir í endurkoðaðri hagspá sem Alþýðusamband Íslands birti í dag. Spáin nær til áranna 2013 til 2015. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015. 20.3.2013 15:42
Sérstakur saksóknari segir útilokað að skýringar Sigurjóns standist Sérstakur saksóknari segir útilokað að Landsbankinn hafi getað verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum enda myndi slíkt fyrirkomulag augljóslega skapa hagsmunaárekstra og auka hættuna á markaðsmisnoktun. 20.3.2013 10:42
Byggingarkostnaður stendur í stað Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2013 er 118,7 stig sem er engin breyting frá fyrri mánuði. 20.3.2013 09:12
Aflaverðmætið jókst um 6,6 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 160,4 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 153,9 milljarða kr. árið 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,6 milljarða eða um 4,3% á milli ára. 20.3.2013 09:06
Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í samræmi við væntingar og spár sérfræðinga. 20.3.2013 09:02
Íbúðaverð í borginni hefur hækkað um 5,8% á einu ári Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka og hefur hækkað um 5,8% á síðustu 12 mánuðum. 20.3.2013 06:31
VÍS, TM og Sjóvá öll á leið í Kauphöllina Vátryggingamarkaðurinn á Íslandi tekur breytingum á næstunni þegar TM og VÍS, tvö af þremur stóru tryggingafélögunum, verða skráð í Kauphöllina. Hið þriðja, Sjóvá, stefnir að því sama án þess að sett hafi verið tímasetning á skráninguna. 20.3.2013 06:00
Kynjasjónarmið og sjálfbærni MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík (HR) er einstakt í sinni röð þar sem koma saman kennarar frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims. Þetta segir Kristján Vigfússon, nýráðinn forstöðumaður MBA-námsins í HR, í samtali við Markaðinn. Nemendur kynnist nýjustu stefnum í alþjóðlegu viðskiptalífi. 20.3.2013 06:00
Aukið samstarf gæti skilað miklu Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu. 20.3.2013 06:00
Helmingaskipti ríkis og einkabanka Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eru samtals með tæplega helmingsmarkaðshlutdeild á útlánamarkaði. Ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir og erlend fjármálafyrirtæki skipta með sér afganginum. Hlutur erlendra aðila, ef skuldir Actavis og Bakkavarar eru ekki taldar með, er tæplega fimmtungur. Þetta kemur fram í tölum um 20.3.2013 06:00
Lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust Áfallnar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust um tæpa 20 milljarða króna í fyrra og voru 436 milljarðar króna um síðustu áramót. Þær hafa samtals aukist um 168 milljarða króna frá því í árslok 2007. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri fjármála hins opinbera, en undir þann hatt falla ríkissjóður og sveitarfélög landsins. 20.3.2013 06:00
Almennir kröfuhafar fá 225 milljarða Þrotabú Landsbankans reiknar með að geta greitt 225 milljarða króna til almennra kröfuhafa sinna. Alls nema eignir búsins 1.543 milljörðum króna og forgangskröfur, að mestu hin svokallaða Icesave-skuld, eru 1.318 milljarðar króna. Áætlaðar endurheimtur búsins jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt á fjárhagsstöðu þrotabús Landsbankans, sem nú heitir LBI hf., en hún birt var fyrir helgi. 20.3.2013 06:00
SA og Viðskiptaráð ekki í eina sæng Viðræður um stofnun nýrra atvinnurekendasamtaka á grunni þeirra eldri runnu út í sandinn fyrir áramót. Viðræður um nánara samstarf Samtaka atvinnulífsins (SA), Viðskiptaráðs og annarra samtaka atvinnurekenda runnu út í sandinn skömmu fyrir áramót. Lauk viðræðunum án niðurstöðu en ekki er útilokað að þær verði hafnar að nýju síðar á þessu ári. 20.3.2013 06:00
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Þorstein Víglundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá og með deginum í dag. 19.3.2013 17:35
Benni og Bílabúð Benna dæmd í Héraðsdómi Benedikt Eyjólfsson, sem oftast er kenndur við Bílabúð Benna, hefur verið dæmdur til að greiða ásamt fyrirtæki sínu 750 þúsund króna sekt ríkissjóð annars þarf Benedikt að sæta fangelsi í í 34 daga. Benedikt skilaði ekki ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir árin 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010. 19.3.2013 15:13
Ákært í Ímon málinu Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru. 19.3.2013 11:19
CAOZ skapar 30 ný störf í teiknimyndagerð Íslenska framleiðslufyrirtækið CAOZ gerði nýverið samning við norska fyrirtækið Animando um framleiðslu á 52 þáttum af teiknimyndaþáttunum um björgunarbátinn Elías. 19.3.2013 09:28
Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum Sérstakur saksóknari hefur ákært fjóra af fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings og fimm aðra fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum. 19.3.2013 07:00
Skoðanir seðlabankastjóra ekki afgerandi við vaxtaákvarðanir Svo virðist sem skoðanir Más Guðmundssonar seðlabankastjóra hafi ekki afgerandi gildi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum peningastefnunefndar. 19.3.2013 06:11
Sigurður, Hreiðar Már og Ingólfur ákærðir í nýju máli Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og fleiri yfirmenn og starfsmenn Kaupþings hafa allir verið ákærðir í nýju markaðsmisnotkunarmáli sem á að hafa komið upp rétt fyrir hrun. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í kvöld. 18.3.2013 20:40
Ekki hægt að standa undir afborgunum lánanna Afgangur af viðskiptajöfnuði nægir ekki til að standa undir afborgunum af erlendum lánum þjóðarbúsins. Endurfjármögnun hluta lánanna er því forsenda stöðugs gengis, segir í sérriti Seðlabanka Íslands sem ber titilinn Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður. 18.3.2013 16:38
Sérstakur saksóknari ákærir aftur vegna Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur gefið út tvær nýjar ákærur og snýr önnur þeirra að eigin viðskiptum Kaupþings fyrir bankahrunið 2008. Viðskiptablaðið segir að þarna sé um stór mál að ræða og sakborningar nokkrir í hvoru máli. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, varðist allra frétta þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann bar fyrir sig að ekki væri hægt að veita upplýsingar um ákæruefni fyrr en þremur sólarhringum eftir að ákæra hafi verið gefin út. 18.3.2013 15:43
Leysa fyrst úr ágreiningi um bótaskyldu Fyrirtaka í máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrum stjórnendum og eigendum Glitnis og Baugs fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómurinn féllst á kröfu stefndu um skiptingu sakarefnisins og að fyrst yrði flutt mál um bótaskyldu. 18.3.2013 12:30
Eignir tryggingafélaga jukust um 12 milljarða milli mánaða Heildareignir tryggingafélaganna námu tæpum 166 milljörðum kr. í lok janúar og hækkuðu um 12,2 milljarða kr. eða 8% á milli mánaða. 18.3.2013 10:12
Actavis tekur nýtt merki í notkun Vegna sameiningar Watson í Bandaríkjunum og Actavis Group á Íslandi hefur Actavis tekið í notkun nýtt merki í nýjum lit. Nýja merkið byggist á gormlaga DNA-keðju, en út úr því má einnig lesa bókstafina W fyrir Watson og A fyrir Actavis. 18.3.2013 08:20
Rannsókn á Stím að ljúka Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. 17.3.2013 13:03
Ísland stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda Íslenska ríkið stendur ekki lengur frammi fyrir skuldavanda og erlend skuldastaða ríkisins er orðin viðráðanleg og sjálfbær. 17.3.2013 10:39
Gaf LEX tvær klukkustundir til þess að falla frá málarekstri Lögmannsstofan LEX hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bloggfærslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hann birti í dag á vefsvæði Pressunnar og Vísir greindi frá, en þar kemur fram að hann hafi hótað að gera atlögu að orðspori lögmannstofunnar. 16.3.2013 18:13
Glitnir stefnir Jakobi Valgeiri - vilja 300 milljónir út af Stím Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson upplýsir á bloggi sínu á Pressunni að lögmannstofan Lex hafi kært hann til siðanefndar Lögmannafélags Íslands fyrir hótanir. 16.3.2013 16:47
Stærðfræðin vísaði á óverðtryggt lán fremur en verðtryggt Björk Ellertsdóttir og Sveinn Eiríkur Ármannsson stækkuðu nýverið við sig. Þau bjuggu áður í tveggja herbergja íbúð í gömlu Verkamannablokkunum í Vesturbænum en keyptu á síðasta ári fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum. 16.3.2013 06:00
Franz kaupir Friðbert út úr Heklu Franz Jezorski, helmingseigandi Heklu hf., hefur keypt hlut Friðberts Friðbertssonar. Upphaflega stóð til að Friðbert myndi kaupa hlut Franz en í pósti sem Franz sendi starfsmönnum fyrirtækisins kemur fram að honum hafi mistekist að fjármagna kaupin. Þar kemur líka fram að Franz er búinn að tryggja fjármögnun á kaupunum. 15.3.2013 17:38
Ekki hægt að afnema verðtryggingu afturvirkt Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að erfitt gæti verið að afnema verðtryggingu á þegar teknum lánum en flokkurinn hefur það sem eitt af aðalkosningamálum sínum að afnema verðtrygginguna. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í morgun að Íslendingar þyrftu að læra af reynslunni og láta af séríslenskum lausnum eins og verðtryggingu. Hún hafi ekki skilað öðru en óförum í efnahagsmálum. Það væri fagnaðarefni að Framsóknarflokkurinn hefði tekið þetta mál upp með afgerandi hætti. 15.3.2013 15:21
Bolabeljur unnu til verðlauna Auglýsing Ölgerðarinnar á bjórnum Bola frá því um verslunarmannahelg hlaut verðlaun fyrir umhverfisgrafík á verðlaunaafhendingu Félags íslenskra teiknara sem fram fór á föstudag fyrir viku. 15.3.2013 14:05
Nýr framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands Margrét Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Í tilkynningu frá félaginu segir að Margrét hafi áralanga reynslu af störfum á sviði ferðamála og sé fyrsta konan til þess að gegna starfinu. 15.3.2013 12:34
Viðræður við kröfuhafa fyrir kosningar Stjórnvöld eru reiðubúin til þess að hefja viðræður við kröfuhafa föllnu bankanna um nauðarsamningana. Viðræðurnar munu að öllum líkindum hefjast fyrir kosningar, segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Þingið ákvað í síðustu viku að gjaldeyrishöftin, sem sett voru á þegar bankakerfið hrundi, yrðu ótímabundin en áður hafði verið ákveðið að afnema þau á þessu ári. Áður hefur komið fram að samningar um uppgjör þrotabúa bankanna væru mikilvæg forsenda þess að hægt væri að afnema þau. 15.3.2013 09:41
Aflinn mun minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 13,7% minni en í febrúar í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Aflinn nam alls rúmum 234 þúsund tonnum í febrúar samanborið við 312 þúsund tonn í febrúar í fyrra. 15.3.2013 09:26
Íslensk tæknifyrirtæki kynna nýjungar í sjávarútvegi Tugur íslenskra tæknifyrirtækja sem hanna og smíða tæki fyrir sjávarútveginn munu kynna nýjungar sínar í dag. 15.3.2013 06:16
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14.3.2013 17:09
Svana Helen endurkjörinn formaður SI Svana Helen Björnsdóttir endurkjörin formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi í morgun. Í stjórnina voru endurkjörin þau Andri Þór Guðmundsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Kolbeinn Kolbeinsson. Nýr í stjórn kemur Ragnar Guðmundsson, frá Norðuráli, en úr stjórn gengur Tómas Már Sigurðsson eftir 6 ára stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna eru Bolli Árnason, Lárus Jónsson, Sigsteinn P. Grétarsson og Vilborg Einarsdóttir. 14.3.2013 13:47