Rannsókn á Stím að ljúka Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2013 13:03 Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni.
Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira