Viðskipti innlent

Eignir tryggingafélaga jukust um 12 milljarða milli mánaða

Heildareignir tryggingafélaganna námu tæpum 166 milljörðum kr. í lok janúar og hækkuðu um 12,2 milljarða kr. eða 8% á milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Útlán og markaðsverðbréf námu 96,7 milljörðum kr. og hækkuðu um 1,9 milljarða kr. Aðrar eignir námu 43,1 milljarði kr. og hækkuðu um 8,1 milljarð kr. sem má að mestu leyti rekja til hækkunar á kröfum vegna ógreiddra iðgjalda í janúar.

Skuldir tryggingafélaganna námu 92,7 milljarða kr. og hækkuðu um 10,1 milljarði kr. sem má aðallega rekja til hækkunar á iðgjaldaskuld.

Eigið fé tryggingafélaganna hækkaði um rúmlega 2 milljarða kr. og nam 73,2 milljörðum kr. í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×