Viðskipti innlent

Bolabeljur unnu til verðlauna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Auglýsingin umrædda.
Auglýsingin umrædda.
Auglýsing Ölgerðarinnar á bjórnum Bola frá því um verslunarmannahelg hlaut verðlaun fyrir umhverfisgrafík á verðlaunaafhendingu Félags íslenskra teiknara sem fram fór á föstudag fyrir viku.

Á auglýsingunni skörtuðu kýrnar á bænum Miðhjálega við Bakkaveg á leiðinni til bakkaflugvallar og Landeyjahafnar, óvenjulegum litum við hefðbundna beit á túnum bæjarins. Verkefnið var unnið af auglýsingastofunni Ennemm en Boli fékk einnig viðurkenningu fyrir framúrskarandi mörkun vörumerkis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×