Viðskipti innlent

Aflinn mun minni en í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Jón Sigurður.
Heildarafli íslenskra skipa í febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 13,7% minni en í febrúar í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Aflinn nam alls rúmum 234 þúsund tonnum í febrúar samanborið við 312 þúsund tonn í febrúar í fyrra.

Botnfiskafli jókst um rúm 5.100 tonn frá febrúar í fyrra og nam tæpum 45 þúsund tonnum, en þar munar mestu um aukinn þorskafla. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 187 þúsund tonnum, sem er um 83 þúsund tonnum minni afli en í febrúar 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×