Fleiri fréttir

Logos hefur hagnast um 2,2 milljarða á þremur árum

Logos slf. hagnaðist um 736 milljónir króna á síðasta ári. Vegna þeirrar frammistöðu lagði stjórn félagsins til að 680 milljóna króna arður yrði greiddur út til eigenda á árinu 2012. Meðaltalsarðgreiðsla á hvern eiganda er 40 milljónir króna, en tveir þeirra 17 sem eiga stofuna eiga ekki fullan hlut. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Logos. Hagnaðurinn er í takt við hagnað Logos á undanförnum árum, en stofan græddi samtals tæpa 1,5 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. Samanlagður hagnaður hennar frá bankahruni er því um 2,2 milljarðar króna.

Eignir FSÍ hækkuðu um fimmtán milljarða

Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Sjóðurinn metur virði eigna sinna á 47,1 milljarð króna og eigið fé hans í lok júní síðastliðins nam 32,3 milljörðum króna. Virði eigna FSÍ var því metið um 15 milljörðum króna meira en þær eignir voru keyptar á.

Þynntu út aðra hluthafa - fréttaskýring

Ákæra á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrum aðaleiganda Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, eins eigenda Logos, snýst um snúning sem ráðist var í til að tryggja yfirráð yfir félaginu. Með honum ætluðu fyrrum aðaleigendur Existu, Lýður og bróðir hans Ágúst, að þynna út aðra hluthafa með því að borga tvo aura fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Þetta telur sérstakur saksóknari varða við lög og geti varðað tveggja ára fangelsi.

1,8 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís gefin eftir

Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís.

Vörsluskattaskuld DV hefur tvöfaldast

DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljónir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opinberra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúmlega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum.

BBA Legal hagnaðist um 259 milljónir króna

Lögfræðistofan BBA Legal hagnaðist um 259 milljónir króna á síðasta ári. Það er um sjö milljónum króna meira en hún gerði á árinu 2010. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi BBA Legal.

Nýfjárfesting nemur 58,6 milljörðum á þremur árum

Nýfjárfesting nemur samtals 58,6 milljörðum kr. frá árinu 2009. Í október það ár var nýfjárfesting leyfð sem fyrsta skrefið í losun gjaldeyrishafta. Síðan hafa alls verið skráðar 509 nýfjárfestingar fyrir samtals fyrrgreinda upphæð.

Milljarða hagnaður

Eignabjarg, eignaumsýslufélag í eigu Arion banka, hagnaðist um 3,3 milljarða króna í fyrra. Eignir félagsins námu 15,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Þar munaði langmestu um hagnað af eignarhlutum í eigu félagsins en það skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði.

Steingrímur J.: Greiðslur úr takti "við íslenskan veruleika“

Launakostnaður slitstjórnar Glitnis er úr öllum tengslum við íslenskan veruleika, segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra. Hann segir þó mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að kostnaður íslenska ríkisins vegna þessa sé enginn.

Bjarnfreður segir ákæru í Exista-málinu vonbrigði

Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson eru í ákæru sérstaks saksóknara sagðir hafa brotið gegn hlutafélagalögum tveimur mánuðum eftir hrun fjármálakerfisins, með því að standa ólöglega að hlutfjáraukningu Exista. Bjarnfreður segir ákæruna mikil vonbrigði.

Viðskiptaráð: Árangurinn þyrfti að vera meiri

Það er óumdeilt að árangur hefur náðst í ríkisfjármálum frá árinu 2008, segir í nýjum pistli sem birtist á vef Viðskiptaráðs í dag. Sá árangur er hins vegar ekki í samræmi við upphaflegar áætlanir sem endurspeglast meðal annars í fyrirhuguðum skattahækkunum næsta árs, þvert á fullyrðingar um að til þeirra þyrfti ekki að koma.

Ráðherraráð ESB heimilar viðskiptaþvinganir á Íslendinga

Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í dag löndunarbann íslenskra skipa á hafnir í Evrópusambandinu vegna makríldeilunnar. Þetta kemur fram á vef Reuters í dag. Reuters fréttastofan fullyrðir að makríldeilan sé orðin svo hörð að hún gæti komið í veg fyrir að Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu og líkir makríldeilunni við þorskastríðin.

Töluverður kippur á fasteignamarkaðinum

Töluverð fjölgun varð á þinglýstum kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku miðað við vikuna þar á undan. Alls var þinglýst 113 samningum í síðustu viku en þeir voru 95 talsins í vikunnar þar á undan.

Íslenskir lífeyrissjóðir í hópi þeirra bestu

Lífeyrissjóðir í Danmörku, Hollandi, Ástralíu og á Íslandi skila að meðaltali mestri ávöxtun samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Greint er frá skýrslunni á vef stofnunarinnar í gær. Þar kemur fram að í fyrra skiluðu sjóðir í Danmörku að meðaltali 12,1% ávöxtun en á Íslandi skiluðu sjóðirnir 2,3% ávöxtun.

Aflaverðmætið jókst um 10 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 80,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins 2012 samanborið við 70,5 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 10 milljarða eða 14,2% á milli ára.

Vinnuhópur fundar um afnám gjaldeyrishafta

Fyrsti fundur vinnuhóps íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fór fram í Reykjavík í síðustu viku. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu fyrir árslok. Að því loknu verður tekin afstaða til áframhaldandi vinnu hópsins.

Eldsneytisskattar hálfum milljarði undir áætlunum

Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni.

Árni og Heimir fengu tæplega 252 milljónir fyrir störf sín

Árni Tómasson, sem var formaður skilanefndar Glitnis þangað til hún var aflögð um síðustu áramót, og Heimir Haraldsson, sem sæti átti í skilanefndinni, hafa fengið samtals greiddar tæplega 252 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis vegna starfa sinna fyrir skilanefndina.

Fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis

Lögmennirnir Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir fengu tæplega 200 milljónir króna frá þrotabúi Glitnis í fyrra vegna vinnu sinnar fyrir slitastjórn bankans. Samanlagðar greiðslur til þeirra beggja, með útseldri vinnu fulltrúa á þeirra vegum, hafa numið meira en 850 milljónum króna frá árinu 2009.

Um 10 þúsund sáu Djúpið

Um 10 þúsund manns sáu stórmyndina Djúpið um helgina, en hún var frumsýnd á föstudaginn. Myndin, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, er byggð á þeim atburðum þegar Hellisey sökk skammt frá Vestmannaeyjum árið 1984 með þeim afleiðingum að allir nema einn úr áhöfn létust.

Brim keypti skip fyrir 3,5 milljarða

Útgerðarfyrirtækið Brim hf. hefur keypt frystitogarann Esperanza del Sur, sem áður hét Skalaberg, af fyrirtækinu Pesantar í Argentínu. Skipið er 74,50 metra langt og 16 metra breitt og er 3.435 brúttótonn, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Brims. Það er smíðað í Noregi árið 2003. Kaupverð skipsins er 3.500 miljónir króna. Skipið verður afhent í næsta mánuði og kemur til Íslands í nóvember næstkomandi.

Spáir því að verðbólgan aukist í 4,3%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,8% í september frá mánuðinum á undan. Svo mikil hækkun milli mánaða hefur ekki verið síðan í apríl sl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan aukast úr 4,1% í 4,3%.

Næturflugferðum fjölgar um nær þriðjung

Í júlí fjölgaði brottförum fá Keflavíkurflugvelli um tíu prósent frá því í fyrra. Vægi ferða sem hefjast á nóttunni jókst hins vegar um nærri þriðjung frá árinu á undan.

Upptaka evru krefst sveigjanleika launa

Aðild að myntbandalagi kallar á breytingar á ákvörðunum launa hér á landi. Þetta er mat Seðlabanka Íslands en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins telja bankann vanmeta sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar.

Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt

Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu.

Kaupmáttur hefur rýrnað um tæp 6%

Kaupmáttur launa á Íslandi er tæplega sex prósentum minni en hann var fyrir hrun. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Gríðarlegir hagsmunir í þjónustu vegna olíuleitar

Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, segir að gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sveitarfélög á Austurlandi vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Frá þessu er greint í fréttaritinu Austurglugganum.

Segir Japani geta lært af Íslendingum

Japanir geta lært mikið af skipulagi sjávarútvegsmála á Íslandi. Þetta segir Dr. Masayuki Komatsu, prófessor í Japan og ráðgjafi japanskra stjórnvalda á sviði sjávarútvegsmála til margra ára.

Sunnlendingar óánægðir með skattahækkunina

Markaðsstofa Suðurlands hvetur stjórnvöld til að hverfa frá boðaðri hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Hækkun virðisaukaskatts þykir til þess fallin að grafa undan viðleitni Sunnlendinga til að laða ferðamenn að landsfjórðungnum.

Telur stöðumat Bjarna fela í sér hrapalleg mistök

Einhver hrapallegustu utanríkispólitísku mistök þjóðarinnar fram til þessa voru kolrangt stöðumat í viðræðum við Bandaríkjamenn um framhald varnarviðbúnaðar hér, sem endaði með því að þeir fóru með öllu, segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra í vikulegum pistli sínum í helgarblaði Fréttablaðsins.

"Skýrslan lítur svolítið út eins og pantað plagg"

Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum sem kom út í vikunni var upphaflega skrifuð til að fjalla um íslensku krónuna eða evruna sem valkosti fyrir Ísland. Þetta kom fram í umræðum í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Fjölgar í flugblaðaflórunni

Pálmi Haraldsson og félagar hjá Iceland Express virðast vera að ná vopnum sínum eftir fáheyrðar hrakfarir síðasta árs. Í gær var tilkynnt um að þar á bæ hygðust menn feta í fótspor Flugfélags Íslands og Icelandair og hefja útgáfu nýs flugtímarits fyrir farþega. Í vélum Icelandair gefst fólki kostur á að lesa tímaritið Atlanta - sem Iceland Review sér um - og í innanlandsfluginu má glugga í Ský. Nýja blaðið í Express-vélunum heitir því viðeigandi nafni flyXpress og er gefið út af Birtíngi. Við stjórnvölinn er Hrund Þórsdóttir, sem einnig ritstýrir Mannlífi.

Leiguverðið hækkar mest miðsvæðis

Leiguverð hefur hækkað umtalsvert að undanförnu en algengt er á þessum árstíma að námsfólk leigi sér húsnæði eða endurnýji leigusamninga. Lögfræðingur Neytendasamtakanna gefur leigutökum og leigusölum einfalt ráð til að koma í veg fyrir vandræði. Það er að hafa allt skriflegt sem samið er um.

Styttist í samninga um fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, vonast til þess að gengið verði endanlega frá samningum um fjármögnun Vaðlaheiðarganga á næstu dögum. Þetta sagði Eiríkur í samtali við vikudag á Akureyri eftir fund hans með fjármálaráðherra og atvinnuvegaráðherra.

Íbúðalánasjóður leigi út eignir sínar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á Íbúðalánasjóð að auglýsa eignir sjóðsins á Fljótsdalshéraði til leigu. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni.

Skuldir Álftaness minnka

Skuldir og skuldbindingar Álftaness voru 7,2 milljarðar í árslok 2009 en verður komin í 3,2 milljarða í lok þessa árs verði af sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ.

Heiðar Már: Hér getur skapast lögfræðilegt stríðsástand

"Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand," segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Guðlaugur vill ræða um þrotabú bankanna

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ræði framkvæmd Seðlabankans á gjaldeyrishöftunum og hættu sem steðjar af Íslandi ef erlendir kröfuhafar ná yfirráðum yfir þrotabúum bankanna.

Kaupþing frestar nauðasamningi

Kaupþing hefur frestað framlagningu nauðasamnings fram á síðasta ársfjórðung ársins 2012. Áður stóð til að leggja nauðasamninginn fram á þriðja ársfjórðungi, sem lýkur í lok septembermánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef þrotabús Kaupþings sem birt var í gær.

Dúkkulísurnar flytja fé til Vestfjarða

Dress up games ehf., sem rekur Dúkkulísuvefinn Dressupgames.com, hagnaðist um 48,8 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokkru minna en árið 2010 en þá hagnaðist félagið um ríflega 88 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam 192 milljónum í lok síðasta árs. Eignir félagsins námu 257 milljónum króna og skuldir rúmlega 65 milljónir, þar af námu viðskiptaskuldir tæplega 50 milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir