Fleiri fréttir Lítilsháttar aukning á kaupmætti launa Vísitala kaupmáttar launa í ágúst er 112,2 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,7%. 21.9.2012 09:08 Deutsche Bank fór úr landi með 15 milljarða Lýsingarfé Dótturfélag Lýsingar seldi gjaldeyri til að greiða Deutsche Bank 35 milljarða króna skuld í mars 2012. Þýski bankinn fór með hluta upphæðarinnar úr landi. Greiðslan hafði ekki áhrif á gengi íslensku krónunnar. 21.9.2012 05:00 Sala á hlut banka gæti skilað 82 milljörðum Verði frumvarp um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum að lögum fær Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, heimild til að selja 13 prósenta hlut í Arion banka, fimm prósenta hlut í Íslandsbanka, allt að 28 prósenta hlut í Landsbankanum og allt hlutafé sem ríkið á í sparisjóðum landsins. Í frumvarpinu, sem var lagt fram í gær, kemur fram á að leggja skuli áherslu á "opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni“ við söluna sem Bankasýsla ríkisins á að annast. Með hagkvæmni er átt við að leitað verði hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhlutina. 21.9.2012 07:30 Málareksturinn í Icesave kostar 140 milljónir Gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn við málsvörnina í Icesave málinu kosti 140 milljónir króna. Þetta kemur fram í fjáraukalögum fyrir árið 2012 sem dreift var á Alþingi í dag. Auk 140 milljóna króna sem fara í málareksturinn sjálfan er óskað eftir 13 milljóna króna framlagi til þess að kynna sjónarmið Íslands erlendis. 20.9.2012 23:39 BMW semur við Verne Global Þýska stórfyrirtækið BMW hefur bæst í hóp viðskiptavina Verne Global á Íslandi. Bílaframleiðandinn mun sannreyna hönnuð mót fyrir nýjustu bifreiðar sínar í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. 20.9.2012 20:30 Salan á Hamleys rædd á kröfuhafafundi í nóvember Kröfuhafafundur slitastjórnar Landsbanka Íslands verður haldinn 22. nóvember næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær skilanefndin hyggst greiða út til kröfuhafa. 20.9.2012 20:29 Íslenska ríkið greiðir 260 milljónir í skaðabætur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Íslenskum aðalverktökum hf. og NCC International AS tæpar 259 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 10. ágúst 2003 til 10. janúar 2007 í skaðabætur vegna útboðs Vegagerðarinnar um gerð Héðinsfjarðarganga. Með niðurstöðunni snýr Hæstiréttur við niðurstöðu Héraðsdóms. 20.9.2012 17:03 Vissu ekki að þau yrðu í iPhone auglýsingunni Hljómsveitin Of Monsters and Men vissi ekki að til stóð að spila lag frá þeim undir auglýsingu Apple um nýja iPhone-inn. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í dag. 20.9.2012 14:41 Össur: Evran á bjartari tíð framundan "Ég er þeirrar skoðunar að nú horfi töluvert betur fyrir framtíð evrunnar en áður," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, velti því upp hvort ekki væri kominn tími til að draga aðildarumsóknina til baka. 20.9.2012 12:29 Um 10 starfsmenn launahærri en Jóhanna Eins og stendur eru um 10 manns í stjórnkerfinu með hærri laun en forsætisráðherra. Aftur á móti er það aðeins forseti sem er með hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 20.9.2012 12:18 Á undanþágu í bruggnámi Nýi bjórinn frá Kalda kemur í verslanir næstkomandi mánudag. Bjórinn nefnist Október Kaldi og er bruggaður eftir nýrri uppskrift sem 21 árs gamall sonur brugghússeigendanna þróaði. 20.9.2012 10:45 Baldur sagður hafa selt skuldabréf áður en hert var á höftunum Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem nú afplánar 2 ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, er sagður hafa selt ríkisskuldabréf fyrir 190 milljónir króna rétt áður en hert lög um gjaldeyrishöft tóku gildi. 20.9.2012 06:30 Nýr verkefnastjóri í Norræna húsið Norræna húsið auglýsti nýlega eftir stöðu verkefnastjóra og sóttu um 130 manns um starfið. Ákveðið var að ráða Kristínu Scheving myndlistarmann, sýningarstjóra og verkefnisstjóra. Í tilkynningu fagnar Norræna húsið komu Kristínar og tekið er fram að margir mjög hæfileikaríkir einstaklingar hafi sótt um starfið. 20.9.2012 15:48 Óska eftir heimild til sölu á hlutum ríkisins í bönkunum Fjármálaráðherra fær heimild til að selja allan hlut íslenska ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka, auk þess sem honum verður heimilt að selja ríflega 11% hlut í Landsbankanum, samkvæmt nýju frumvarpi sem dreift var á Alþingi í morgun. Frumvarpið gerir auk þess ráð fyrir að ráðherra fái heimild til þess að selja hluti ríkisins í sparisjóðunum. Frumvarpið var áður lagt fram á síðasta kjörtímabili en var ekki afgreitt. 20.9.2012 12:46 Þingmenn Samfylkingar: Evran yrði farsælust fyrir þjóðina Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina. 20.9.2012 12:09 Baldur segir eðlilegar ástæður fyrir sölu íbúðabréfa Baldur Guðlaugsson segir í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum fyrir stundu að honum væri ekki kunnugt um að viðskipti, sem Kastljós greindi frá í gærkvöldi, sættu sérstakri rannsókn. 20.9.2012 12:05 Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Athygli Sigurður Sverrisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Athygli ehf. en hann gerðist hluthafi í fyrirtækinu fyrir skömmu. Hann tekur við starfinu af Valþóri Hlöðverssyni sem verður nú stjórnarformaður fyrirtækisins. 20.9.2012 10:44 Spáir aukinni verðbólgu á næstunni Greiningardeild Arion banka spáir 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í september. Þar með eykst ársverðbólgan úr 4,1% og í 4,2% en verðbólgan hjaðnaði myndarlega í síðasta mánuði. 20.9.2012 10:25 Bílakaup gætu dregist saman um 50% Bílakaup bílaleiga gætu dregist saman um 50% ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar, um afnám afsláttar sem íslenskar bílaleigur njóta af vörugjöldum vegna bílakaupa sinna, verða að veruleika. 20.9.2012 09:51 Byggingarvístalan hækkar um 0,3% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2012 er 115,2 stig sem er hækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. 20.9.2012 09:51 Kaupþing hættir við málshöfðun gegn Vestmannaeyjabæ Slitastjórn Kaupþings hefur ákveðið að fella niður málshöfðun þá er höfðuð var á hendur Vestmannaeyjabæ til riftunar greiðslu Kaupþings hf. til Vestmannaeyjabæjar frá 8. september 2008, upp á rétt rúman milljarð kr. 20.9.2012 09:08 Íbúðaverð í borginni lækkar en veltan á markaðinum eykst Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Hinsvegar hefur veltan á íbúðamarkaðinum aukist töluvert í sumar miðað við sama tímabil í fyrra. 20.9.2012 07:11 Landsbréf taka við rekstri eigna Horns Fjárfestingafélags Fjármálaeftirlitið veitti Landsbréfum hf. 11. september sl. leyfi til eignastýringar. Leyfið gefur Landsbréfum tækifæri til að annast verkefni á sviði stýringar eigna fyrir þriðja aðila og eykur því verulega möguleika félagsins á að þjóna viðskiptavinum sínum. 19.9.2012 17:23 Gengi bréfa Regins hækkaði mest Hlutabréf í fasteignafélaginu Regin hækkuðu um 0,8 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 9,5. Þegar félagið var skráð á markað á sumarmánuðum var gengi bréfa félagsins 8,25. 19.9.2012 17:10 Ferðamenn fá húsnæði námsmanna Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. 19.9.2012 15:58 Seðlabankinn: Frétt Morgunblaðsins í flestum atriðum röng „Fréttin á forsíðu Morgunblaðsins um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál er í flestum atriðum röng,“ segir í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands, vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þess efnis að Deutsche Bank og stórt erlent fjárfestingafélag, hafi fengið undanþágu frá Seðlabanka Íslands til að kaupa gjaldeyri fyrir 18 milljarða í skiptum fyrir íslenskar krónur, og flytja fjármagnið úr landi. 19.9.2012 14:56 Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19.9.2012 13:48 Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvísslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka sem nú stendur yfir í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallar Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið árið 2013. Ekkert geti bjargað Grikklandi. 19.9.2012 13:13 Eldsneytisverð lækkar Atlantsolía og Skeljungur hafa ákveðið að lækka verð á bensíni og dísil olíu um tvær krónur á lítrann. Ástæðan er lækkandi heimsmarkaðsverð. 19.9.2012 11:01 Ósáttir við að Skeljungur noti nafn Orkunnar Fyrirtækið Orka ehf hefur stefnt Skeljungi fyrir að nota nafnið Orkan í atvinnustarfsemi, en Orka er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og viðgerðum á bílrúðum sem og sölu á bílalakki og öðrum vörum sem tengjast bifreiðum. Fyrirtækið var stofnað árið 1944.365 19.9.2012 10:03 Hagstofan mælir 5,8% atvinnuleysi í ágúst Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í ágúst 2012 að jafnaði 178.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 168.000 starfandi og 10.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,4%, hlutfall starfandi 74,8% og atvinnuleysi var 5,8%. 19.9.2012 09:08 Skuldatryggingaálag Íslands ekki verið lægra síðan vorið 2008 Svo virðist sem traust fjárfesta í garð íslenska ríkisins fari vaxandi þessa daganna miðað við hvernig skuldatryggingaálagið á Ísland hefur þróast frá fyrrihluta sumars. 19.9.2012 06:14 Bergþóra ráðin framkvæmdastjóri hjá Fastus Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til starfa hjá Fastus ehf. Bergþóra Þorkelsdóttir tekur við starfinu af Bjarna Halldórssyni, sem mun áfram starfa hjá Fastus og gegna stöðu fjármálastjóra. 19.9.2012 11:00 Íbúðaleiga hefur hækkað um 10,6% á einu ári Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 118,7 stig í ágúst 2012 og hækkaði um 1,3% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 6,8% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 10,6%. 19.9.2012 10:55 Argentínumenn kynna sér nýtingu jarðvarma á Íslandi Fjórtán argentínskir ráðherrar eru staddir eru á Íslandi til þess að skoða hvernig Íslendingar nýta sér jarðvarma. Sigurður Óskar Arnarsson var hópnum innan handar í dag og sýndi þeim helstu svæði á Suðurlandi þar sem Íslendingar hafa hagnýtt orku úr jörð. 18.9.2012 22:17 Gengi bréfa Regins hækkar enn Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins, sem skráð var á markað í sumar, hækkaði um 0,8 prósent í viðskiptum dagsins og er gengi bréf félagsins nú 9,43. Þegar félagið var skráð á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. 18.9.2012 21:08 Felldu tillögu um útsvarslækkun Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi á fundi borgarstjórnar í dag tillögu um að útsvar verði lækkað í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn lagði lækkunina til svo að hækkanir núverandi meirihluta yrðu dregnar til baka. 18.9.2012 16:46 Tim Ward: Hvergi krafist ríkisábyrgðar Það er ekkert í tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar sem kveður á um að ríkisábyrgðar eða ríkisfjármögnunar sé krafist, sagði Tim Ward, aðalmálflytjandi Íslendinga í Icesavemálinu þegar hann flutti mál Íslands fyrir EFTA dómstólnum í Luxemborg í morgun. "Tilskipunin gerir ríkinu skylt að setja upp og að stjórna innistæðutryggingakerfi, en það er ekkert kveðið á um það að ríkið verði að greiða bætur,“ bætti Tim Ward við. 18.9.2012 14:53 Íslenskt hugvit í Hvíta húsið Íslenska fyrirtækið DataMarket mun kynna nýjan hugbúnað í Hvíta húsinu í byrjun næsta mánaðar. Hugbúnaðurinn er gerður til að safna saman öllum upplýsingum um orkumál í Bandaríkjunum á eina vefgátt. Þannig væri hægt að nálgast allar upplýsingar um orkumál í Bandaríkjunum á einum stað, en hugbúnaðurinn var forritaður að beiðni Hvíta hússins. 18.9.2012 15:00 Málflutningi í Icesave lokið Málflutningi í Icesave málinu lauk í hádeginu að íslenskum tíma, en málflutningurinn tók um þrjár klukkustundir samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Það var Tim Ward sem flutti málið fyrir hönd Íslands en auk hans eru átta manna lögfræðiteymi statt í Lúxemborg vegna málflutningsins. 18.9.2012 13:27 Eignir í bönkum og Landsvirkjun meira en 400 milljarða virði Eignarhlutir íslenska ríkisins í endurreistu bönkunum þremur og Landsvirkjun eru ríflega 400 milljarða króna virði, sé mið tekið af eigin fé Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka annars vegar, og síðan Landsvirkjunar, sem ríkið á að fullu. 18.9.2012 12:54 Svanurinn í samstarf við Advania Norræna umhverfismerkið Svanurinn hefur gengið til samstarfs við upplýsingatæknifyrirtækið Advania um samþættan rekstur á tækniumhverfi Svansins á Norðurlöndum. "Svanurinn hefur um 130 starfsmenn í fjórum löndum, en það er Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Náið samstarf í tæknimálum hvílir á stoðum gagnkvæms trausts og við erum nú þegar farin að skoða fleiri samstarfsfleti. Við teljum okkur í góðum höndum hjá Advania," segir Elva Rakel Jónsdóttir hjá Umhverfisstofnun í fréttatilkynningu. 18.9.2012 11:58 Átján ríki nota gjaldmiðil annars ríkis Alls nota átján fullvalda ríki gjaldmiðil annars ríkis, að því er fram kemur í sérriti Seðlabanka Íslands um gengis- og gjalmiðlamál. Fjallað er um ríkin í sérstökum kafla um einhliða upptöku nýrra gjaldmiðla. Flest ríkin eru fyrrum nýlendur, sem mörg hver hafa haldið áfram að nota gjaldmiðil fyrrum nýlenduherra eða síðar tekið upp gjaldmiðil þess ríkis sem vegur þyngst í utanríkisviðskiptum þeirra, í flestum tilvikum Bandaríkjadollar. Sjá má lista yfir ríkin átján hér að neðan. 18.9.2012 10:00 Frakkar kaupa Hamleys fyrir rúma 11 milljarða Slitastjórn Landsbankans hefur selt leikfangaverslunina Hamleys til franska félagsins Group Ludendo fyrir 60 milljónir punda eða rúma 11 milljarða króna. 18.9.2012 06:32 Fyrsta málshöfðun íslenska ríkisins gegn ESA Íslenska ríkið hefur nú í fyrsta skipti höfðað mál gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA, fyrir EFTA dómstólnum í Lúxemborg til ógildingar ákvörðunar ESA frá 4. júlí sl. um ríkisaðstoð. 18.9.2012 06:25 Sjá næstu 50 fréttir
Lítilsháttar aukning á kaupmætti launa Vísitala kaupmáttar launa í ágúst er 112,2 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,7%. 21.9.2012 09:08
Deutsche Bank fór úr landi með 15 milljarða Lýsingarfé Dótturfélag Lýsingar seldi gjaldeyri til að greiða Deutsche Bank 35 milljarða króna skuld í mars 2012. Þýski bankinn fór með hluta upphæðarinnar úr landi. Greiðslan hafði ekki áhrif á gengi íslensku krónunnar. 21.9.2012 05:00
Sala á hlut banka gæti skilað 82 milljörðum Verði frumvarp um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum að lögum fær Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, heimild til að selja 13 prósenta hlut í Arion banka, fimm prósenta hlut í Íslandsbanka, allt að 28 prósenta hlut í Landsbankanum og allt hlutafé sem ríkið á í sparisjóðum landsins. Í frumvarpinu, sem var lagt fram í gær, kemur fram á að leggja skuli áherslu á "opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni“ við söluna sem Bankasýsla ríkisins á að annast. Með hagkvæmni er átt við að leitað verði hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhlutina. 21.9.2012 07:30
Málareksturinn í Icesave kostar 140 milljónir Gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn við málsvörnina í Icesave málinu kosti 140 milljónir króna. Þetta kemur fram í fjáraukalögum fyrir árið 2012 sem dreift var á Alþingi í dag. Auk 140 milljóna króna sem fara í málareksturinn sjálfan er óskað eftir 13 milljóna króna framlagi til þess að kynna sjónarmið Íslands erlendis. 20.9.2012 23:39
BMW semur við Verne Global Þýska stórfyrirtækið BMW hefur bæst í hóp viðskiptavina Verne Global á Íslandi. Bílaframleiðandinn mun sannreyna hönnuð mót fyrir nýjustu bifreiðar sínar í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. 20.9.2012 20:30
Salan á Hamleys rædd á kröfuhafafundi í nóvember Kröfuhafafundur slitastjórnar Landsbanka Íslands verður haldinn 22. nóvember næstkomandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær skilanefndin hyggst greiða út til kröfuhafa. 20.9.2012 20:29
Íslenska ríkið greiðir 260 milljónir í skaðabætur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Íslenskum aðalverktökum hf. og NCC International AS tæpar 259 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 10. ágúst 2003 til 10. janúar 2007 í skaðabætur vegna útboðs Vegagerðarinnar um gerð Héðinsfjarðarganga. Með niðurstöðunni snýr Hæstiréttur við niðurstöðu Héraðsdóms. 20.9.2012 17:03
Vissu ekki að þau yrðu í iPhone auglýsingunni Hljómsveitin Of Monsters and Men vissi ekki að til stóð að spila lag frá þeim undir auglýsingu Apple um nýja iPhone-inn. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í dag. 20.9.2012 14:41
Össur: Evran á bjartari tíð framundan "Ég er þeirrar skoðunar að nú horfi töluvert betur fyrir framtíð evrunnar en áður," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, velti því upp hvort ekki væri kominn tími til að draga aðildarumsóknina til baka. 20.9.2012 12:29
Um 10 starfsmenn launahærri en Jóhanna Eins og stendur eru um 10 manns í stjórnkerfinu með hærri laun en forsætisráðherra. Aftur á móti er það aðeins forseti sem er með hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 20.9.2012 12:18
Á undanþágu í bruggnámi Nýi bjórinn frá Kalda kemur í verslanir næstkomandi mánudag. Bjórinn nefnist Október Kaldi og er bruggaður eftir nýrri uppskrift sem 21 árs gamall sonur brugghússeigendanna þróaði. 20.9.2012 10:45
Baldur sagður hafa selt skuldabréf áður en hert var á höftunum Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem nú afplánar 2 ára fangelsisdóm fyrir innherjasvik, er sagður hafa selt ríkisskuldabréf fyrir 190 milljónir króna rétt áður en hert lög um gjaldeyrishöft tóku gildi. 20.9.2012 06:30
Nýr verkefnastjóri í Norræna húsið Norræna húsið auglýsti nýlega eftir stöðu verkefnastjóra og sóttu um 130 manns um starfið. Ákveðið var að ráða Kristínu Scheving myndlistarmann, sýningarstjóra og verkefnisstjóra. Í tilkynningu fagnar Norræna húsið komu Kristínar og tekið er fram að margir mjög hæfileikaríkir einstaklingar hafi sótt um starfið. 20.9.2012 15:48
Óska eftir heimild til sölu á hlutum ríkisins í bönkunum Fjármálaráðherra fær heimild til að selja allan hlut íslenska ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka, auk þess sem honum verður heimilt að selja ríflega 11% hlut í Landsbankanum, samkvæmt nýju frumvarpi sem dreift var á Alþingi í morgun. Frumvarpið gerir auk þess ráð fyrir að ráðherra fái heimild til þess að selja hluti ríkisins í sparisjóðunum. Frumvarpið var áður lagt fram á síðasta kjörtímabili en var ekki afgreitt. 20.9.2012 12:46
Þingmenn Samfylkingar: Evran yrði farsælust fyrir þjóðina Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina. 20.9.2012 12:09
Baldur segir eðlilegar ástæður fyrir sölu íbúðabréfa Baldur Guðlaugsson segir í tilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum fyrir stundu að honum væri ekki kunnugt um að viðskipti, sem Kastljós greindi frá í gærkvöldi, sættu sérstakri rannsókn. 20.9.2012 12:05
Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri Athygli Sigurður Sverrisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Athygli ehf. en hann gerðist hluthafi í fyrirtækinu fyrir skömmu. Hann tekur við starfinu af Valþóri Hlöðverssyni sem verður nú stjórnarformaður fyrirtækisins. 20.9.2012 10:44
Spáir aukinni verðbólgu á næstunni Greiningardeild Arion banka spáir 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í september. Þar með eykst ársverðbólgan úr 4,1% og í 4,2% en verðbólgan hjaðnaði myndarlega í síðasta mánuði. 20.9.2012 10:25
Bílakaup gætu dregist saman um 50% Bílakaup bílaleiga gætu dregist saman um 50% ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar, um afnám afsláttar sem íslenskar bílaleigur njóta af vörugjöldum vegna bílakaupa sinna, verða að veruleika. 20.9.2012 09:51
Byggingarvístalan hækkar um 0,3% Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan september 2012 er 115,2 stig sem er hækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. 20.9.2012 09:51
Kaupþing hættir við málshöfðun gegn Vestmannaeyjabæ Slitastjórn Kaupþings hefur ákveðið að fella niður málshöfðun þá er höfðuð var á hendur Vestmannaeyjabæ til riftunar greiðslu Kaupþings hf. til Vestmannaeyjabæjar frá 8. september 2008, upp á rétt rúman milljarð kr. 20.9.2012 09:08
Íbúðaverð í borginni lækkar en veltan á markaðinum eykst Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Hinsvegar hefur veltan á íbúðamarkaðinum aukist töluvert í sumar miðað við sama tímabil í fyrra. 20.9.2012 07:11
Landsbréf taka við rekstri eigna Horns Fjárfestingafélags Fjármálaeftirlitið veitti Landsbréfum hf. 11. september sl. leyfi til eignastýringar. Leyfið gefur Landsbréfum tækifæri til að annast verkefni á sviði stýringar eigna fyrir þriðja aðila og eykur því verulega möguleika félagsins á að þjóna viðskiptavinum sínum. 19.9.2012 17:23
Gengi bréfa Regins hækkaði mest Hlutabréf í fasteignafélaginu Regin hækkuðu um 0,8 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 9,5. Þegar félagið var skráð á markað á sumarmánuðum var gengi bréfa félagsins 8,25. 19.9.2012 17:10
Ferðamenn fá húsnæði námsmanna Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. 19.9.2012 15:58
Seðlabankinn: Frétt Morgunblaðsins í flestum atriðum röng „Fréttin á forsíðu Morgunblaðsins um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál er í flestum atriðum röng,“ segir í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands, vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þess efnis að Deutsche Bank og stórt erlent fjárfestingafélag, hafi fengið undanþágu frá Seðlabanka Íslands til að kaupa gjaldeyri fyrir 18 milljarða í skiptum fyrir íslenskar krónur, og flytja fjármagnið úr landi. 19.9.2012 14:56
Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19.9.2012 13:48
Robert Parker: Dýfa gæti komið á mörkuðum í desember Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, segir að alþjóðamarkaðir með hlutabréf gætu tekið dýfu í desember næstkomandi þar sem skattalagabreytingar sem samþykktar voru í bandaríska þinginu taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þær eru margvísslegar og gætu valdið óróleika hjá fjárfestum. Þetta kom fram í ræðu Parkers á haustráðstefnu MP banka sem nú stendur yfir í Turninum í Kópavogi. Í ræðu sinni fjallar Parker um stöðuna á alþjóðamörkuðum. Parker spáir því að Grikkir muni yfirgefa evrusvæðið árið 2013. Ekkert geti bjargað Grikklandi. 19.9.2012 13:13
Eldsneytisverð lækkar Atlantsolía og Skeljungur hafa ákveðið að lækka verð á bensíni og dísil olíu um tvær krónur á lítrann. Ástæðan er lækkandi heimsmarkaðsverð. 19.9.2012 11:01
Ósáttir við að Skeljungur noti nafn Orkunnar Fyrirtækið Orka ehf hefur stefnt Skeljungi fyrir að nota nafnið Orkan í atvinnustarfsemi, en Orka er fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og viðgerðum á bílrúðum sem og sölu á bílalakki og öðrum vörum sem tengjast bifreiðum. Fyrirtækið var stofnað árið 1944.365 19.9.2012 10:03
Hagstofan mælir 5,8% atvinnuleysi í ágúst Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í ágúst 2012 að jafnaði 178.300 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 168.000 starfandi og 10.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,4%, hlutfall starfandi 74,8% og atvinnuleysi var 5,8%. 19.9.2012 09:08
Skuldatryggingaálag Íslands ekki verið lægra síðan vorið 2008 Svo virðist sem traust fjárfesta í garð íslenska ríkisins fari vaxandi þessa daganna miðað við hvernig skuldatryggingaálagið á Ísland hefur þróast frá fyrrihluta sumars. 19.9.2012 06:14
Bergþóra ráðin framkvæmdastjóri hjá Fastus Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til starfa hjá Fastus ehf. Bergþóra Þorkelsdóttir tekur við starfinu af Bjarna Halldórssyni, sem mun áfram starfa hjá Fastus og gegna stöðu fjármálastjóra. 19.9.2012 11:00
Íbúðaleiga hefur hækkað um 10,6% á einu ári Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 118,7 stig í ágúst 2012 og hækkaði um 1,3% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 6,8% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 10,6%. 19.9.2012 10:55
Argentínumenn kynna sér nýtingu jarðvarma á Íslandi Fjórtán argentínskir ráðherrar eru staddir eru á Íslandi til þess að skoða hvernig Íslendingar nýta sér jarðvarma. Sigurður Óskar Arnarsson var hópnum innan handar í dag og sýndi þeim helstu svæði á Suðurlandi þar sem Íslendingar hafa hagnýtt orku úr jörð. 18.9.2012 22:17
Gengi bréfa Regins hækkar enn Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins, sem skráð var á markað í sumar, hækkaði um 0,8 prósent í viðskiptum dagsins og er gengi bréf félagsins nú 9,43. Þegar félagið var skráð á markað var gengi bréfa félagsins 8,25. 18.9.2012 21:08
Felldu tillögu um útsvarslækkun Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar felldi á fundi borgarstjórnar í dag tillögu um að útsvar verði lækkað í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn lagði lækkunina til svo að hækkanir núverandi meirihluta yrðu dregnar til baka. 18.9.2012 16:46
Tim Ward: Hvergi krafist ríkisábyrgðar Það er ekkert í tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar sem kveður á um að ríkisábyrgðar eða ríkisfjármögnunar sé krafist, sagði Tim Ward, aðalmálflytjandi Íslendinga í Icesavemálinu þegar hann flutti mál Íslands fyrir EFTA dómstólnum í Luxemborg í morgun. "Tilskipunin gerir ríkinu skylt að setja upp og að stjórna innistæðutryggingakerfi, en það er ekkert kveðið á um það að ríkið verði að greiða bætur,“ bætti Tim Ward við. 18.9.2012 14:53
Íslenskt hugvit í Hvíta húsið Íslenska fyrirtækið DataMarket mun kynna nýjan hugbúnað í Hvíta húsinu í byrjun næsta mánaðar. Hugbúnaðurinn er gerður til að safna saman öllum upplýsingum um orkumál í Bandaríkjunum á eina vefgátt. Þannig væri hægt að nálgast allar upplýsingar um orkumál í Bandaríkjunum á einum stað, en hugbúnaðurinn var forritaður að beiðni Hvíta hússins. 18.9.2012 15:00
Málflutningi í Icesave lokið Málflutningi í Icesave málinu lauk í hádeginu að íslenskum tíma, en málflutningurinn tók um þrjár klukkustundir samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Það var Tim Ward sem flutti málið fyrir hönd Íslands en auk hans eru átta manna lögfræðiteymi statt í Lúxemborg vegna málflutningsins. 18.9.2012 13:27
Eignir í bönkum og Landsvirkjun meira en 400 milljarða virði Eignarhlutir íslenska ríkisins í endurreistu bönkunum þremur og Landsvirkjun eru ríflega 400 milljarða króna virði, sé mið tekið af eigin fé Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka annars vegar, og síðan Landsvirkjunar, sem ríkið á að fullu. 18.9.2012 12:54
Svanurinn í samstarf við Advania Norræna umhverfismerkið Svanurinn hefur gengið til samstarfs við upplýsingatæknifyrirtækið Advania um samþættan rekstur á tækniumhverfi Svansins á Norðurlöndum. "Svanurinn hefur um 130 starfsmenn í fjórum löndum, en það er Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Náið samstarf í tæknimálum hvílir á stoðum gagnkvæms trausts og við erum nú þegar farin að skoða fleiri samstarfsfleti. Við teljum okkur í góðum höndum hjá Advania," segir Elva Rakel Jónsdóttir hjá Umhverfisstofnun í fréttatilkynningu. 18.9.2012 11:58
Átján ríki nota gjaldmiðil annars ríkis Alls nota átján fullvalda ríki gjaldmiðil annars ríkis, að því er fram kemur í sérriti Seðlabanka Íslands um gengis- og gjalmiðlamál. Fjallað er um ríkin í sérstökum kafla um einhliða upptöku nýrra gjaldmiðla. Flest ríkin eru fyrrum nýlendur, sem mörg hver hafa haldið áfram að nota gjaldmiðil fyrrum nýlenduherra eða síðar tekið upp gjaldmiðil þess ríkis sem vegur þyngst í utanríkisviðskiptum þeirra, í flestum tilvikum Bandaríkjadollar. Sjá má lista yfir ríkin átján hér að neðan. 18.9.2012 10:00
Frakkar kaupa Hamleys fyrir rúma 11 milljarða Slitastjórn Landsbankans hefur selt leikfangaverslunina Hamleys til franska félagsins Group Ludendo fyrir 60 milljónir punda eða rúma 11 milljarða króna. 18.9.2012 06:32
Fyrsta málshöfðun íslenska ríkisins gegn ESA Íslenska ríkið hefur nú í fyrsta skipti höfðað mál gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA, fyrir EFTA dómstólnum í Lúxemborg til ógildingar ákvörðunar ESA frá 4. júlí sl. um ríkisaðstoð. 18.9.2012 06:25