Viðskipti innlent

Næturflugferðum fjölgar um nær þriðjung

Í júlí fjölgaði brottförum fá Keflavíkurflugvelli um tíu prósent frá því í fyrra. Vægi ferða sem hefjast á nóttunni jókst hins vegar um nærri þriðjung frá árinu á undan.

Nokkur af þeim erlendu flugfélögum sem hingað fljúga á sumrin bjóða aðeins upp á brottfarir á nóttunni. Íslensku félögin nýta vélar sínar líka á þessum tíma. Í júlí fóru því 239 farþegarþotur í loftið frá Keflavíkurflugvelli á fyrstu sjö klukkutímum sólarhringsins.

Á sama tíma í fyrra voru næturferðirnar 182 og aukningin í fjölda brottfara á þessum tíma dagsins því 31 prósent samvkæmt tölum sem birtar eru á vefsíðunni túristi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×