Viðskipti innlent

Milljarða hagnaður

hagar Eignabjarg hefur selt meirihluta þess hlutar sem það átti í Högum.
hagar Eignabjarg hefur selt meirihluta þess hlutar sem það átti í Högum.
Eignabjarg, eignaumsýslufélag í eigu Arion banka, hagnaðist um 3,3 milljarða króna í fyrra. Eignir félagsins námu 15,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Þar munaði langmestu um hagnað af eignarhlutum í eigu félagsins en það skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði.

Eignabjarg ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun þeirra eignarhluta í fyrirtækjum sem Arion banki hefur leyst til sín í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar. Stærstu eignir þess á síðasta ári voru ráðandi hlutur í Högum, 42,7 prósenta hlutur í Reitum og allt hlutafé í Pennanum.

Eignabjarg seldi þorrann af eign sinni í Högum þegar félagið fór á markað og hefur haldið áfram að minnka þann hlut á þessu ári. Í dag á það 4,99 prósent í Högum. Eignabjarg seldi auk þess allt hlutafé í Pennanum síðastliðið sumar. - þsj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×