Viðskipti innlent

Ráðherraráð ESB heimilar viðskiptaþvinganir á Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti í dag heimild til ríkja innan Evrópusambandsins til þess að setja löndunarbann á íslensk skip í höfnum ríkjanna. Ákvörðunin er tekin vegna makríldeilunnar. Þetta kemur fram á vef Reuters í dag. Reuters fréttastofan fullyrðir að makríldeilan sé orðin svo hörð að hún gæti komið í veg fyrir að Íslendingar gerðust aðilar að Evrópusambandinu og líkir makríldeilunni við þorskastríðin.

Í frétt Reuters segir að ráðherraráð Evrópusambandsins hafi samþykkt reglur sem heimili takmörkun eða bann við sölu á fiskafurðum frá ríkjum sem „stundi ósjálfbærar veiðar úr stofnum sem þeir deila með Evrópusambandinu," eins og það er orðað.

„Þetta tæki hjálpar okkur við að fást við aðstæður eins og þær sem eru uppi og ógna makrílstofninum á norðausturhluta Atlantshafsins," segir ráðherraráðið í yfirlýsingu.

Áður hafði Evrópuþingið samþykkt ákvörðun sem var undanfari og forsenda þessar ákvörðunar ráðherraráðsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×