Upptaka evru krefst sveigjanleika launa 24. september 2012 06:00 Vilhjálmur Egilsson Aðild að myntbandalagi kallar á breytingar á ákvörðunum launa hér á landi. Þetta er mat Seðlabanka Íslands en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins telja bankann vanmeta sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum er nokkuð fjallað um sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Telur bankinn hann á heildina litið nokkurn og bendir á að raunlaun hafi í gegnum tíðina verið mun sveigjanlegri hér en víðast hvar. Bankinn telur hins vegar að sá sveigjanleiki stafi að stórum hluta af gengisbreytingum og verðbólgu. Nafnlaun sé aftur á móti erfitt að færa niður á við sem bendi til þess að erfitt geti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll, gangi Ísland í myntbandalag. Þá kemur fram í skýrslunni að launakostnaður hér á landi hafi kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuafls. Samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega hafi hins vegar haldist óbreytt þar sem gengi krónunnar hafi lækkað á móti. Sá kostur verður ekki fyrir hendi taki Ísland til að mynda upp evruna og því telur Seðlabankinn upptöku evru kalla á breytingar á ákvörðun nafnlauna. Annars sé hætta á að samkeppnisstaða þjóðarbúsins veikist smám saman sem gæti endað með alvarlegum vanda. Þessu mati Seðlabankans eru forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins ósammála. Þannig telja bæði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. "Ég held að íslenskur vinnumarkaður geti að óbreyttu mætt þeim áskorunum sem fast gengi felur í sér. Ég minni á að við fórum í gegnum mikla aðlögun á árunum 1992 til 1994 án þess að miklar breytingar hafi orðið á gengi krónunnar," segir Gylfi. Í svipaðan streng tekur Vilhjálmur sem bendir á að eftir bankahrun hafi laun beinlínis verið lækkuð í fjölmörgum fyrirtækjum. "Ég held að það hafi sýnt sig að sveigjanleiki nafnlauna og vinnutíma er mikill. Ég held því að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleikann," segir Vilhjálmur. Loks segir Gylfi að vissulega sé geta fyrirtækja til að fara undir umsamin lágmarkslaun takmörkuð. "Þrátt fyrir það hafa fyrirtæki og starfsmenn í flestum geirum alltaf getað náð samkomulagi um aðlögun launa gegn því að halda störfum. Þannig hefur afkoma fyrirtækjanna verið tryggð sem hefur svo skilað sér aftur til starfsmannanna þegar betur árar," segir Gylfi. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Aðild að myntbandalagi kallar á breytingar á ákvörðunum launa hér á landi. Þetta er mat Seðlabanka Íslands en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins telja bankann vanmeta sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum er nokkuð fjallað um sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Telur bankinn hann á heildina litið nokkurn og bendir á að raunlaun hafi í gegnum tíðina verið mun sveigjanlegri hér en víðast hvar. Bankinn telur hins vegar að sá sveigjanleiki stafi að stórum hluta af gengisbreytingum og verðbólgu. Nafnlaun sé aftur á móti erfitt að færa niður á við sem bendi til þess að erfitt geti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll, gangi Ísland í myntbandalag. Þá kemur fram í skýrslunni að launakostnaður hér á landi hafi kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuafls. Samkeppnisstaða íslenskra atvinnuvega hafi hins vegar haldist óbreytt þar sem gengi krónunnar hafi lækkað á móti. Sá kostur verður ekki fyrir hendi taki Ísland til að mynda upp evruna og því telur Seðlabankinn upptöku evru kalla á breytingar á ákvörðun nafnlauna. Annars sé hætta á að samkeppnisstaða þjóðarbúsins veikist smám saman sem gæti endað með alvarlegum vanda. Þessu mati Seðlabankans eru forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins ósammála. Þannig telja bæði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. "Ég held að íslenskur vinnumarkaður geti að óbreyttu mætt þeim áskorunum sem fast gengi felur í sér. Ég minni á að við fórum í gegnum mikla aðlögun á árunum 1992 til 1994 án þess að miklar breytingar hafi orðið á gengi krónunnar," segir Gylfi. Í svipaðan streng tekur Vilhjálmur sem bendir á að eftir bankahrun hafi laun beinlínis verið lækkuð í fjölmörgum fyrirtækjum. "Ég held að það hafi sýnt sig að sveigjanleiki nafnlauna og vinnutíma er mikill. Ég held því að Seðlabankinn vanmeti sveigjanleikann," segir Vilhjálmur. Loks segir Gylfi að vissulega sé geta fyrirtækja til að fara undir umsamin lágmarkslaun takmörkuð. "Þrátt fyrir það hafa fyrirtæki og starfsmenn í flestum geirum alltaf getað náð samkomulagi um aðlögun launa gegn því að halda störfum. Þannig hefur afkoma fyrirtækjanna verið tryggð sem hefur svo skilað sér aftur til starfsmannanna þegar betur árar," segir Gylfi. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira