Heiðar Már: Hér getur skapast lögfræðilegt stríðsástand Magnús Halldórsson skrifar 22. september 2012 08:57 Heiðar Már Guðjónsson. "Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand," segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að íslensk stjórnvöld þurfi að halda vel á spöðunum ef til þess kemur að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis samþykki nauðasamninga á næstunni, og nái þannig fullum og beinum yfirráðum yfir eignum þrotabúanna, þar á meðal Íslandsbanka og Arion banka. Heiðar Már segir stjórnvöld þurfi að átta sig á þessu, og verja almannahagsmuni. "Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur." Heiðar Már segir að sá tími sem brátt fer í vændum, með nauðasamningum, skipti miklu máli fyrir Ísland til framtíðar litið. "Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum." Sjá má grein Heiðars Más, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, hér. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
"Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand," segir Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur, í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að íslensk stjórnvöld þurfi að halda vel á spöðunum ef til þess kemur að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis samþykki nauðasamninga á næstunni, og nái þannig fullum og beinum yfirráðum yfir eignum þrotabúanna, þar á meðal Íslandsbanka og Arion banka. Heiðar Már segir stjórnvöld þurfi að átta sig á þessu, og verja almannahagsmuni. "Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur." Heiðar Már segir að sá tími sem brátt fer í vændum, með nauðasamningum, skipti miklu máli fyrir Ísland til framtíðar litið. "Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum." Sjá má grein Heiðars Más, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, hér.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira