Flugáætlun Icelandair fyrir næsta ár sú stærsta í sögu félagsins 24. september 2012 17:46 Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2013 verður sú stærsta í sögu félagsins og um 15% umfangsmeiri en á þessu ári. Í tilkynningu frá félaginu segir: Flug verður hafið til þriggja nýrra áfangastaða og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði hátt í 2,3 milljónir á árinu 2013, en samkvæmt áætlunum verða þeir rétt yfir 2 milljónum á árinu 2012. Alls verða 18 Boeing-757 flugvélar nýttar til áætlunarflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Samkvæmt áætluninni verður vöxturinn meiri yfir vetrarmánuðina en yfir sumarið og er það í takt við stefnu félagsins að draga úr árstíðasveiflum í rekstrinum. Ef umfangsmikil breyting verður á skattaumhverfi ferðaþjónustunnar á næsta ári mun félagið þurfa að breyta áherslum með því að gera ráð fyrir færri ferðamönnum til Íslands en nú er áætlað en hlutfallslega fleiri tengifarþegum milli Evrópu og Norður-Ameríku. „Áætlanir okkar fyrir 2012 eru að ganga eftir og markaðsrannsóknir gefa til kynna möguleika til vaxtar á næsta ári sem við ætlum að nýta", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Auk tveggja vikulegra ferða til nýju áfangastaðanna, Anchorage, St. Pétursborgar og Zurich mun Icelandair fjölga ferðum næsta sumar til Washington, Denver og Boston í Bandaríkjunum, til Munchen, Parísar og Amsterdam á meginlandi Evrópu og til London Gatwick og Glasgow á Bretlandseyjum. Alls verða áfangastaðirnir 35 á næsta ári, 10 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Icelandair byggir leiðakerfi sitt á staðsetningu landsins mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Með leiðakerfinu er Icelandair unnt að þjóna þremur mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlega markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku. „Mikill vöxtur er á ferðamannamarkaðinum til Íslands á þessu ári. Ferðir Íslendinga til útlanda hafa vaxið jafnt og þétt frá 2009 og gert er ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram. Þá hefur Icelandair náð mjög góðum árangri á þessu ári, líkt og á undanförnum tveimur árum, á þriðja markaðinum sem félagið starfar á, þ.e. á Norður-Atlantshafsmarkaðinum og þar eru tækifæri til að styrkja markaðsstöðu Icelandair enn frekar á næsta ári með nýjum áfangastöðum og aukinni tíðni", segir Birkir. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Icelandair á undanförnum árum. Vegna efnahagskreppunnar var dregið úr starfseminni árið 2008, en á tímabilinu 2009 til 2013 er vöxturinn í framboði Icelandair um 66% og farþegum fjölgað úr 1,3 milljónum í áætlaðar 2,3 milljónir á næsta ári. Flugið til Anchorage hefst 15. maí og flogið verður tvisvar í viku til 15. september. Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna að flatarmáli. Íbúar eru rúmlega 700 þúsund og þar af 400 þúsund í Anchorage og nágrenni. Alaska býr yfir miklum náttúruauðlindum og ferðaþjónusta sem byggir á stórbrotinni óspilltri náttúru er ein helsta atvinnugreinin. Flug til Anchorage frá Íslandi tekur rúmlega 7 klukkustundir, sem er lítið eitt styttra en t.d. flug til Seattle og Denver. Flugleiðin liggur í norðurátt frá Íslandi, yfir pólsvæðið. „Töluverður straumur flugfarþega er á milli Evrópu og Alaska, bæði vegna öflugs atvinnulífs, sem m.a. byggir á fiskveiðum og olíu og gasvinnslu, og vegna ferðaþjónustu, en Alaska er mikil útivistarparadís. Þessir farþegar þurfa að millilenda í Bandaríkjunum á leið sinni. Með því að millilenda á Íslandi í staðinn geta þeir stytt ferðatíma sinn um þrjár klukkustundir eða meira", segir Birkir. Flugið til St. Pétursborgar hefst 1. júní og flogið verður tvisvar í viku til 17. september. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint áætlunarflug á milli Íslands og Rússlands og því um tímamót í samgöngusögunni að ræða. „Við erum að opna okkur og íslenskri ferðaþjónustu nýja leið inn á Rússlandsmarkað, sem er afar stór og vaxandi ferðamannamarkaður og um leið að bjóða Íslendingum nýjan og spennandi áfangastað í beinu flugi", segir Birkir. Þá er St. Pétursborg mikil ferðamannaborg sem einkennist af sögufrægum gömlum byggingum, mikilli listastarfsemi, fjölskrúðugu hótel- og veitingastaðaframboði og lifandi mannlífi. Íbúar eru um 5 milljónir. Með fluginu nýtir Icelandair einnig þá möguleika sem felast í leiðakerfi félagsins og tengiflugi milli Rússlands og Bandaríkjanna. Þannig geta farþegar auðveldlega náð beinu áframhaldandi morgunflugi Icelandair til New York og Boston með aðeins um einnar klukkustundar tengitíma í Leifsstöð.. Flugið til Zurich verður tvisvar í viku frá 1. júní til 14. september. „Flugið til og frá Zurich mun styrkja okkur á ferðamannamarkaðinum í Mið-Evrópu og jafnframt auka valkosti okkar í fluginu milli Norður-Ameríku og Evrópu. Auk þess er Zurich skemmtileg borg fyrir Íslendinga að heimasækja og frábær upphafsstaður fyrir Evrópuferðir", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2013 verður sú stærsta í sögu félagsins og um 15% umfangsmeiri en á þessu ári. Í tilkynningu frá félaginu segir: Flug verður hafið til þriggja nýrra áfangastaða og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði hátt í 2,3 milljónir á árinu 2013, en samkvæmt áætlunum verða þeir rétt yfir 2 milljónum á árinu 2012. Alls verða 18 Boeing-757 flugvélar nýttar til áætlunarflugsins næsta sumar, tveimur fleiri en á þessu ári. Samkvæmt áætluninni verður vöxturinn meiri yfir vetrarmánuðina en yfir sumarið og er það í takt við stefnu félagsins að draga úr árstíðasveiflum í rekstrinum. Ef umfangsmikil breyting verður á skattaumhverfi ferðaþjónustunnar á næsta ári mun félagið þurfa að breyta áherslum með því að gera ráð fyrir færri ferðamönnum til Íslands en nú er áætlað en hlutfallslega fleiri tengifarþegum milli Evrópu og Norður-Ameríku. „Áætlanir okkar fyrir 2012 eru að ganga eftir og markaðsrannsóknir gefa til kynna möguleika til vaxtar á næsta ári sem við ætlum að nýta", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Auk tveggja vikulegra ferða til nýju áfangastaðanna, Anchorage, St. Pétursborgar og Zurich mun Icelandair fjölga ferðum næsta sumar til Washington, Denver og Boston í Bandaríkjunum, til Munchen, Parísar og Amsterdam á meginlandi Evrópu og til London Gatwick og Glasgow á Bretlandseyjum. Alls verða áfangastaðirnir 35 á næsta ári, 10 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Icelandair byggir leiðakerfi sitt á staðsetningu landsins mitt á milli Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Með leiðakerfinu er Icelandair unnt að þjóna þremur mörkuðum; heimamarkaðinum á Íslandi, ferðamannamarkaðinum til Íslands og alþjóðlega markaðinum milli Evrópu og Norður-Ameríku. „Mikill vöxtur er á ferðamannamarkaðinum til Íslands á þessu ári. Ferðir Íslendinga til útlanda hafa vaxið jafnt og þétt frá 2009 og gert er ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram. Þá hefur Icelandair náð mjög góðum árangri á þessu ári, líkt og á undanförnum tveimur árum, á þriðja markaðinum sem félagið starfar á, þ.e. á Norður-Atlantshafsmarkaðinum og þar eru tækifæri til að styrkja markaðsstöðu Icelandair enn frekar á næsta ári með nýjum áfangastöðum og aukinni tíðni", segir Birkir. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Icelandair á undanförnum árum. Vegna efnahagskreppunnar var dregið úr starfseminni árið 2008, en á tímabilinu 2009 til 2013 er vöxturinn í framboði Icelandair um 66% og farþegum fjölgað úr 1,3 milljónum í áætlaðar 2,3 milljónir á næsta ári. Flugið til Anchorage hefst 15. maí og flogið verður tvisvar í viku til 15. september. Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna að flatarmáli. Íbúar eru rúmlega 700 þúsund og þar af 400 þúsund í Anchorage og nágrenni. Alaska býr yfir miklum náttúruauðlindum og ferðaþjónusta sem byggir á stórbrotinni óspilltri náttúru er ein helsta atvinnugreinin. Flug til Anchorage frá Íslandi tekur rúmlega 7 klukkustundir, sem er lítið eitt styttra en t.d. flug til Seattle og Denver. Flugleiðin liggur í norðurátt frá Íslandi, yfir pólsvæðið. „Töluverður straumur flugfarþega er á milli Evrópu og Alaska, bæði vegna öflugs atvinnulífs, sem m.a. byggir á fiskveiðum og olíu og gasvinnslu, og vegna ferðaþjónustu, en Alaska er mikil útivistarparadís. Þessir farþegar þurfa að millilenda í Bandaríkjunum á leið sinni. Með því að millilenda á Íslandi í staðinn geta þeir stytt ferðatíma sinn um þrjár klukkustundir eða meira", segir Birkir. Flugið til St. Pétursborgar hefst 1. júní og flogið verður tvisvar í viku til 17. september. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint áætlunarflug á milli Íslands og Rússlands og því um tímamót í samgöngusögunni að ræða. „Við erum að opna okkur og íslenskri ferðaþjónustu nýja leið inn á Rússlandsmarkað, sem er afar stór og vaxandi ferðamannamarkaður og um leið að bjóða Íslendingum nýjan og spennandi áfangastað í beinu flugi", segir Birkir. Þá er St. Pétursborg mikil ferðamannaborg sem einkennist af sögufrægum gömlum byggingum, mikilli listastarfsemi, fjölskrúðugu hótel- og veitingastaðaframboði og lifandi mannlífi. Íbúar eru um 5 milljónir. Með fluginu nýtir Icelandair einnig þá möguleika sem felast í leiðakerfi félagsins og tengiflugi milli Rússlands og Bandaríkjanna. Þannig geta farþegar auðveldlega náð beinu áframhaldandi morgunflugi Icelandair til New York og Boston með aðeins um einnar klukkustundar tengitíma í Leifsstöð.. Flugið til Zurich verður tvisvar í viku frá 1. júní til 14. september. „Flugið til og frá Zurich mun styrkja okkur á ferðamannamarkaðinum í Mið-Evrópu og jafnframt auka valkosti okkar í fluginu milli Norður-Ameríku og Evrópu. Auk þess er Zurich skemmtileg borg fyrir Íslendinga að heimasækja og frábær upphafsstaður fyrir Evrópuferðir", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira