Viðskipti innlent

BBA Legal hagnaðist um 259 milljónir króna

Nóg hefur verið að gera hjá lögmönnum eftir hrun fjármálakerfisins. Mörg mál hafa ratað inn á borð dómstóla.
Nóg hefur verið að gera hjá lögmönnum eftir hrun fjármálakerfisins. Mörg mál hafa ratað inn á borð dómstóla.
Lögfræðistofan BBA Legal hagnaðist um 259 milljónir króna á síðasta ári. Það er um sjö milljónum króna meira en hún gerði á árinu 2010. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi BBA Legal.

Samtals hefur stofan grætt 793 milljónir króna á síðustu þremur árum en BBA Legal sérhæfir sig í ráðgjöf tengdri samrunum og yfirtökum, fjármálamörkuðum, bankarétti, fjármögnun fyrirtækja, gjaldþrotarétti og almennri fyrirtækja- og fjármálaráðgjöf. Stofan hefur unnið mikið fyrir erlenda fjárfesta og kröfuhafa sem eiga hagsmuna að gæta á Íslandi.

BBA Legal greiddi eigendum sínum 217,4 milljónir króna í arð á árinu 2011 vegna frammistöðu ársins á undan. Ekki er tilgreint í ársreikningi hvað hún hyggst greiða þeim vegna ársins 2011. Hluthafar BBA Legal eru sex talsins. Þar af eiga Ásgeir Á. Ragnarsson, Baldvin Björn Haraldsson og Einar Baldvin Árnason 64,27 prósenta eignarhlut. Aðrir eigendur eru Katrín Helga Hallgrímsdóttir, Bjarki Diego og Atli Björn Þorbjörnsson. - þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×