Bjarnfreður segir ákæru í Exista-málinu vonbrigði Magnús Halldórsson skrifar 25. september 2012 19:00 Bjarnfreður Ólafsson segir ákæruna hafa komið sér á óvart. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. október. Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson eru í ákæru sérstaks saksóknara sagðir hafa brotið gegn hlutafélagalögum tveimur mánuðum eftir hrun fjármálakerfisins, með því að standa ólöglega að hlutfjáraukningu Exista. Bjarnfreður segir ákæruna mikil vonbrigði. Í ákærunni er Lýði Guðmundssyni, sem var stjórnarformaður Exista, gefið að sök stórfellt brot gegn hlutafélagalögum með því að standa fyrir greiðslu upp á einn milljarð króna fyrir nýtt fimmtíu milljarða króna hlutafé í félaginu í desember árið 2008. Milljarðurinn kom í raun frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista, í formi láns en samkvæmt ákæru rann upphæðin aldrei inn í rekstur Exista. Upphæðin var þess í stað vistuð á vörslureikningi Logos lögmannstofu. Meint brot Bjarnfreðar, samkvæmt ákæru, snýr að því að vísvitandi hafi verið ranglega tilkynnt um hækkun á hlutafé Exista, í tilkynningu til hlutafélagaskrár. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólöglega hinn 29. júní 2009 og kjölfarið kærði fyrirtækjaskrá og Arion banki hlutafjáraukninguna til embættis sérstaks saksóknara. Nú, rúmum þremur árum síðar, hefur rannsókn embættisins leitt til ákæru. Í ákæru segir orðrétt, að "brotið sé stórfellt í ljósi þess að um var að ræða 50 milljarða króna hlutafé og greiðslan nam einungis 2 prósent af nafnvirði þess." Bjarnfreður Ólafsson vildi ekki veita viðtal, þegar fréttastofa náði af honum tali í dag, en hann sagði ákæruna vera mikil vonbrigði og að hún hafi komið honum verulega á óvart. Gestur Jónsson, hæstaréttalögmaður og lögmaður Lýðs, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í dag, þegar fréttastofa náði af honum tali. Ákæran verður þingfest 11. október næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson eru í ákæru sérstaks saksóknara sagðir hafa brotið gegn hlutafélagalögum tveimur mánuðum eftir hrun fjármálakerfisins, með því að standa ólöglega að hlutfjáraukningu Exista. Bjarnfreður segir ákæruna mikil vonbrigði. Í ákærunni er Lýði Guðmundssyni, sem var stjórnarformaður Exista, gefið að sök stórfellt brot gegn hlutafélagalögum með því að standa fyrir greiðslu upp á einn milljarð króna fyrir nýtt fimmtíu milljarða króna hlutafé í félaginu í desember árið 2008. Milljarðurinn kom í raun frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista, í formi láns en samkvæmt ákæru rann upphæðin aldrei inn í rekstur Exista. Upphæðin var þess í stað vistuð á vörslureikningi Logos lögmannstofu. Meint brot Bjarnfreðar, samkvæmt ákæru, snýr að því að vísvitandi hafi verið ranglega tilkynnt um hækkun á hlutafé Exista, í tilkynningu til hlutafélagaskrár. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólöglega hinn 29. júní 2009 og kjölfarið kærði fyrirtækjaskrá og Arion banki hlutafjáraukninguna til embættis sérstaks saksóknara. Nú, rúmum þremur árum síðar, hefur rannsókn embættisins leitt til ákæru. Í ákæru segir orðrétt, að "brotið sé stórfellt í ljósi þess að um var að ræða 50 milljarða króna hlutafé og greiðslan nam einungis 2 prósent af nafnvirði þess." Bjarnfreður Ólafsson vildi ekki veita viðtal, þegar fréttastofa náði af honum tali í dag, en hann sagði ákæruna vera mikil vonbrigði og að hún hafi komið honum verulega á óvart. Gestur Jónsson, hæstaréttalögmaður og lögmaður Lýðs, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið í dag, þegar fréttastofa náði af honum tali. Ákæran verður þingfest 11. október næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira