Fleiri fréttir Helmingi færri gjaldþrot í júlí Alls voru 43 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er meira en helmingsfækkun frá fyrri mánuði því þá voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júlí í fyrra. Fyrstu 7 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 615, en það er um 34% fækkun frá 30.8.2012 09:05 Hagnaður Íslandsbanka eykst um 3,5 milljarða milli ára Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins var 11,6 milljarðar kr. samanborið við 8,1 milljarð kr. á fyrsta árshelmingi í fyrra. 30.8.2012 09:04 FME endurskoðar reglur um hæfismat stjórnenda Fjármálaeftirlitið (FME) hefur, í kjölfar nýfallins úrskurðar Persónuverndar, hafið endurskoðun á reglum eftirlitsins um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Einnig verður endurskoðað það eyðublað sem Fjármálaeftirlitið notast við til að afla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði viðkomandi aðila. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. 30.8.2012 07:45 Íbúðir í fjölbýli hækka í verði Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst miðað við júlí, að því er fram kemur í tölum Hagstofu. 30.8.2012 06:30 OR vill selja sitt Magmabréf að verðmæti 8,3 milljarðar Orkuveita Reykjavíkur (OR) leitar nú að kaupenda að skuldabréfi sem fyrirtækið fékk frá Magma Energy þegar Orkuveitan seldi hlut sinn í HS Orku árið 2009. Skuldabréfið er tæplega 68 milljóna dollara virði eða sem svarar til 8,3 milljarða króna. 30.8.2012 06:29 Skúli Mogensen tekur við sem forstjóri WOW air Skúli Mogensen mun taka við sem forstjóri WOW air af Baldri Baldurssyni núverandi forstjóra. Þessi breyting gerist samhliða því að Títan, fjárfestingafélag Skúla, leggur inn 500 milljóna króna aukahlutafé til að efla rekstur fyrirtækisins. 29.8.2012 17:06 HB Grandi segist tapa yfir þremur milljörðum á veiðileyfagjaldinu Tekjur af rekstri HB Granda námu 93,3 milljónum evra á fyrri hluta ársins en voru 76,3 milljónir evra árið áður. EBITDA var 28,7 milljónir evra en var 25,2 milljónir árið áður og er bættur árangur fyrst og fremst skýrður með góðri afkomu loðnuvertíðar. Tap tímabilsins nemur hins vegar 1,5 m€, þar af er gjaldfærsla vegna virðisrýrnunar aflaheimilda 21,6 m€. Árið áður var hagnaður 15,7 m€, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. 29.8.2012 16:40 Bréf Össurar lækkuðu um tvö prósent - veltan um 90 milljónir Gengi bréfa Össurar lækkaði um 1,97 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 199. Velta í viðskiptum með bréfin nam 9,3 milljónum króna. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 0,28 prósent í viðskiptum upp á 7,7 milljónir. Gengi bréfa félagsins er nú 7,08. Mesta veltan var með bréf Haga, eða sem nam 41 milljón. Gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,83 prósent eða niður í 18. 29.8.2012 23:08 Hagvöxtur mælist 1,7 prósent í Bandaríkjunum Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,7 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Það er heldur meiri hagvöxtur en flestir sérfræðingur höfðu reiknað með en 1,5 prósent hagvexti á tímabilinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxturinn er þó minni en hann var á fyrsta þremur mánuðum ársins, en þá mældist hagvöxturinn um tvö prósent miðað við sama tímabil árið á undan. 29.8.2012 13:39 Hagnaður Eimskips 1,2 milljarðar - Eignir upp á 44 milljarða Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 19,0 milljónum evra, eða sem nemur um 2,9 milljörðum króna, samanborið við 17,9 milljónir evra fyrir sama tímabilið árið áður. Hagnaður eftir skatta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nam 8,0 milljónum evra, eða um 1,2 milljarði króna. 29.8.2012 11:58 Fótboltakappi opnar ísbúð með Emmessís í Belgíu Knattspyrnukappinn Stefán Gíslason opnaði nýlega ásamt komu sinni, Hörpu Lind Harðardóttur, ísbúðina YoConcept í belgíska bænum Leuven þar sem boðið er upp á íslenskan jógúrtís frá Emmessís. 29.8.2012 09:15 Ikea gæti komið að hóteli við Hörpu Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík. 29.8.2012 09:00 Skattlagning á áunnin sparnað yrði stjórnarskrárbrot Hugmyndir um að skattleggja áunninn séreignarsparnað standast engan veginn gagnvart ákvæðum stjórnarskrár Íslands um jafnræði og mannréttindi, friðhelgi eignarréttar og skattamál. Þetta er niðurstaða álitsgerðar sem Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttar-lögmaður vann að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða vegna hugmynda sem fram hafa komið um að breyta skattlagningu séreignarsparnaðar og skattleggja þegar uppsafnaða inneign en ekki við útgreiðslur. 29.8.2012 12:07 Kaupfélag malar áfram gull Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. 29.8.2012 12:00 Jón í Jónshúsi telur að kráin hans Jónasar muni lifa af Þrátt fyrir mikla erfiðleika, telur Jón Runólfsson í Jónshúsi í Kaupmannahöfn að hin sögufræga krá Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn muni lifa af. Kráin berst nú í bökkum og framtíð hennar er óljós vegna breytinga á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar sem raskar aðgengi að kránni. Eins og margir vita er kráin Íslendingum að góðu kunn, enda sótti skáldið Jónas Hallgrímsson þangað mikið á árum sínum í Kaupmannahöfn. 29.8.2012 11:49 Hagnaður Eimskips 1,2 milljarðar Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam 8 milljónum evra eða um 1,2 milljörðum króna. 29.8.2012 11:05 MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. 29.8.2012 11:00 Vaxtagreiður og erlend lán veikja gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað um 3% frá því um miðjan mánuðinn en þessi þróun er þvert á það sem gerðist á sama tíma fyrir ári síðan. Þá hélt gengi krónunnar áfram að styrkjast fram að október vegna innstreymis gjaldeyris frá ferðamönnum. 29.8.2012 10:50 Verulega dregur úr verðbólgunni, mælist 4,1% í ágúst Ársverðbólgan minnkaði niður í 4,1% í ágúst en hún mældist 4,6% í júlí. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem flestir reiknuðu með óbreyttri verðbólgu eða lítilsháttar aukningu á henni. 29.8.2012 09:09 Hagnaður Lánssjóðs sveitarfélaga minnkar milli ára Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 430 milljóna kr. hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkuð minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 519 milljónum kr. 29.8.2012 10:36 Aukinn hagnaður hjá Íslandssjóðum Rekstrarfélag Íslandssjóða skilaði 127 milljón króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkuð betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar 98 milljóna kr. hagnaður varð hjá félaginu. 29.8.2012 09:41 Nýsköpun í blóði Pólverja Allan Greenberg, sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi, segir Pólverja vera öflugt fólk sem þori að taka áhættu. Ekki sé tilviljun að efnahagur landsins hafi tekið vel við sér eftir hrunið þar sem nýsköpun standi Pólverjum nærri. 29.8.2012 09:11 Creditinfo krefur ríkið um 400 milljónir Upplýsingamiðlunin Creditinfo hefur höfðað mál á hendur fjármálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands til að láta reyna á lögmæti þess að innheimt sé gjald fyrir upplýsingar úr Þjóðskrá, til dæmis veðbönd og fasteignamatsupplýsingar. Fyrirtækið gerir um 400 milljóna króna bótakröfu vegna ofgreiddra gjalda undanfarin ár. 29.8.2012 08:30 Viðsnúningur í afkomu OR Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um ríflega þrjá milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði fyrirtækið rúmum sex milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. OR skilaði þó samanlagt rúmlega 900 milljóna tapi á fyrri helmingi ársins. 29.8.2012 08:00 Viðunandi hagnaður Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 1 milljarði íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var hins vegar 46,9 milljónir dala, eða sem nemur 5,7 milljörðum króna. Til samanburðar var hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 50,5 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. 29.8.2012 07:00 Meiri hagnaður hjá RARIK Töluvert meiri hagnaður varð af rekstri RARIK á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 29.8.2012 06:49 Sérfræðingar reikna með minni verðbólgu Nokkuð hefur dregið úr verðbólguvæntingum sérfræðinga á íslenska fjármálamarkaðinum. Þeir reikna nú með því að verðbólgan verði 4,6% á þriðja ársfjórðungi ársins og verði 4,8% eftir eitt ár. 29.8.2012 06:46 Vodafone hagnast um 206 milljónir Vodafone hagnaðist um 206 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 150 milljónir króna á milli ára. Hagnaður félagsins fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var tæplega 1,4 milljarðar króna sem er um fimmtungi meira en Vodafone hagnaðist um á sama tímabili í fyrra. 29.8.2012 06:00 Hlutafé í IP Studium aukið Hlutafé í IP Studium Reykjavík ehf., félagi í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, var aukið um 138,5 milljónir króna þann 13. júlí síðastliðinn. Þá var hlutaféð aukið úr 321,5 milljónum króna í 460 milljónir króna, eða um rúmlega 40 prósent. 29.8.2012 05:00 Gengi bréfa Marels hækkuð mest í 2,3 milljóna króna viðskiptum Gengi hlutabréfa Marels hækkuðu um 1,44 prósent í dag í viðskiptum upp á ríflega 2,3 milljónir króna. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 141. Heildarveltan á íslenska hlutabréfamarkaðnum nam ríflega 228 milljónum króna. Mest var veltan með bréf Icelandair Group, tæplega 170 milljónir króna. Gengi bréfa Icelandair er nú 7,1. Gengi bréfa Haga stóð í stað í 18,15 en heildarvelta með bréf félagsins nam ríflega 66 milljónum króna. 28.8.2012 19:42 Um 200 milljóna hagnaður hjá MP - útlán vaxa um 56 prósent Um 200 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka fyrstu 6 mánuði ársins fyrir skatta, samanborið við 681 milljóna króna tap árið 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka. Hagnaður eftir tekjuskatt og bankaskatt nam 119 milljónum króna. Öll svið starfseminnar hafa vaxið umtalsvert á árinu, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. 28.8.2012 14:27 Íslendingar ekki bjartsýnni í fjögur ár Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni á stöðu efnahags- og atvinnumála í fjögur ár, eða frá því í apríl 2008, ef marka má væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í morgun. Vísitalan fyrir ágústmánuð er 85,5 stig og hækkar um 1,1 stig frá fyrri mánuði, en hún hækkaði jafnframt talsvert í júlí, eða um 4,5 stig. 28.8.2012 13:52 Már: Nauðsynlegt að innleiða varúðarreglur fljótt og örugglega Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að varúðarreglur í tengslum við afnám gjaldeyrishafta séu nauðsynlegar til þess að verja efnahag landsins og takmarka áhættu. Hann segir innleiðingu á þeim reglum sem bankinn leggur til þurfi að vera lokið áður en höftum verður aflétt. 28.8.2012 12:15 Fagnar því að „leiða sé leitað“ við að afnema höft Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar því að Seðlabanki Íslands skuli "leita leiða til þess að afnema höft“. Hann segist skilja vel að bankinn vilji setja varrúðarreglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis, þar sem það fari saman við hagsmuni almennings. 28.8.2012 12:00 Erlend verðbréfaeign jókst um 126 milljarða Íslenskir aðilar áttu 922 milljarða króna í erlendum verðbréfum um síðustu áramót. Erlend verðbréfaeign jókst um 125,5 milljarða frá árinu á undan. 28.8.2012 17:34 Telur óþarft að banna sveitarfélögum að taka erlend lán Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir óþarft að banna sveitarfélögum að taka erlend lán, eins og Seðlabankinn leggur til. 28.8.2012 11:32 Skuldatryggingaálag Íslands lækkar nokkuð Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur lækkað nokkuð að undanförnu. Þannig stóð skuldatryggingaálagið í lok dags í gær í 249 punktum (2,49%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni en fyrir um viku síðan var það að sveiflast í kringum 280 punkta. 28.8.2012 11:24 Veruleg aukning á hagnaði Vodafone milli ára Hagnaður af rekstri Vodafone eftir skatta var 206 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. samanborið við 56 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Niðurstaðan er því umtalsvert betri en á sama tíma í fyrra. 28.8.2012 11:06 Hlutur Gildis í Reginn kominn yfir 5% markið Eignarhlutur lífeyrissjóðsins Gildi í fasteignafélaginu Reginn er kominn yfir 5% markið. 28.8.2012 08:59 Reykjanesbær selur Magma bréfið á 6,3 milljarða Reykjanesbær hefur selt skuldabréf sem bæjarfélagið eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy. Kaupandi bréfsins er Fagfjárfestasjóðurinn ORK sem rekinn er af Rekstrarfélagi Virðingar hf og er fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Kaupverðið nemur tæpum 6,3 milljörðum króna. 28.8.2012 08:48 Eignir bankanna lækkuðu um 20 milljarða Heildareignir innlánsstofnana námu 2.815 milljörðum kr. í lok júlí og höfðu þar með lækkað um 24 milljarða kr. frá júní. 28.8.2012 07:22 Hömlur verði settar á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna Seðlabankinn telur nauðsynlegt að settar verði varúðarreglur um erlenda fjárfestingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þetta yrði gert í ljósi mikils mögulegs útflæðis af eignum lífeyrissjóðanna við afnám gjaldeyrishafta. 27.8.2012 17:35 Álverðslækkun verður tvöfalt meiri en búist var við Útlit er fyrir að verð á helstu útflutningsafurðum Íslendinga verði nokkru lakara en búist var við í vor. Skýringuna má einkum rekja til þess að álverð er töluvert lægra en þá var gengið út frá auk þess sem hægt hefur á verðhækkunum helstu sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að álverð lækki um 15% á þessu ári í stað 7½% í maíspánni og að sjávarafurðaverð hækki heldur minna eða um 2½% í stað 3½%. Horfur um verð sjávarafurða fyrir næsta ár hafa einnig versnað. 27.8.2012 16:36 Seðlabankinn birtir sérrit um varúðarreglur eftir fjármagnshöft Seðlabankinn hefur birt á heimasíðu sinni sérritið Varúðarreglur eftir fjármagnshöft; Skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra. 27.8.2012 17:11 Daði Már: Inntökupróf í hagfræðideild vel heppnað Um fjörutíu nemendur náðu inntökuprófi í hagfræðideild Háskóla Íslands af 45 sem tóku prófið. Daði Már Kristófersson kennari við hagfræðideild segir að vel hafi tekist til með inntökuprófið. 27.8.2012 12:08 Sjá næstu 50 fréttir
Helmingi færri gjaldþrot í júlí Alls voru 43 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er meira en helmingsfækkun frá fyrri mánuði því þá voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júlí í fyrra. Fyrstu 7 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 615, en það er um 34% fækkun frá 30.8.2012 09:05
Hagnaður Íslandsbanka eykst um 3,5 milljarða milli ára Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins var 11,6 milljarðar kr. samanborið við 8,1 milljarð kr. á fyrsta árshelmingi í fyrra. 30.8.2012 09:04
FME endurskoðar reglur um hæfismat stjórnenda Fjármálaeftirlitið (FME) hefur, í kjölfar nýfallins úrskurðar Persónuverndar, hafið endurskoðun á reglum eftirlitsins um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Einnig verður endurskoðað það eyðublað sem Fjármálaeftirlitið notast við til að afla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði viðkomandi aðila. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum. 30.8.2012 07:45
Íbúðir í fjölbýli hækka í verði Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst miðað við júlí, að því er fram kemur í tölum Hagstofu. 30.8.2012 06:30
OR vill selja sitt Magmabréf að verðmæti 8,3 milljarðar Orkuveita Reykjavíkur (OR) leitar nú að kaupenda að skuldabréfi sem fyrirtækið fékk frá Magma Energy þegar Orkuveitan seldi hlut sinn í HS Orku árið 2009. Skuldabréfið er tæplega 68 milljóna dollara virði eða sem svarar til 8,3 milljarða króna. 30.8.2012 06:29
Skúli Mogensen tekur við sem forstjóri WOW air Skúli Mogensen mun taka við sem forstjóri WOW air af Baldri Baldurssyni núverandi forstjóra. Þessi breyting gerist samhliða því að Títan, fjárfestingafélag Skúla, leggur inn 500 milljóna króna aukahlutafé til að efla rekstur fyrirtækisins. 29.8.2012 17:06
HB Grandi segist tapa yfir þremur milljörðum á veiðileyfagjaldinu Tekjur af rekstri HB Granda námu 93,3 milljónum evra á fyrri hluta ársins en voru 76,3 milljónir evra árið áður. EBITDA var 28,7 milljónir evra en var 25,2 milljónir árið áður og er bættur árangur fyrst og fremst skýrður með góðri afkomu loðnuvertíðar. Tap tímabilsins nemur hins vegar 1,5 m€, þar af er gjaldfærsla vegna virðisrýrnunar aflaheimilda 21,6 m€. Árið áður var hagnaður 15,7 m€, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. 29.8.2012 16:40
Bréf Össurar lækkuðu um tvö prósent - veltan um 90 milljónir Gengi bréfa Össurar lækkaði um 1,97 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 199. Velta í viðskiptum með bréfin nam 9,3 milljónum króna. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 0,28 prósent í viðskiptum upp á 7,7 milljónir. Gengi bréfa félagsins er nú 7,08. Mesta veltan var með bréf Haga, eða sem nam 41 milljón. Gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,83 prósent eða niður í 18. 29.8.2012 23:08
Hagvöxtur mælist 1,7 prósent í Bandaríkjunum Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,7 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Það er heldur meiri hagvöxtur en flestir sérfræðingur höfðu reiknað með en 1,5 prósent hagvexti á tímabilinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxturinn er þó minni en hann var á fyrsta þremur mánuðum ársins, en þá mældist hagvöxturinn um tvö prósent miðað við sama tímabil árið á undan. 29.8.2012 13:39
Hagnaður Eimskips 1,2 milljarðar - Eignir upp á 44 milljarða Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 19,0 milljónum evra, eða sem nemur um 2,9 milljörðum króna, samanborið við 17,9 milljónir evra fyrir sama tímabilið árið áður. Hagnaður eftir skatta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nam 8,0 milljónum evra, eða um 1,2 milljarði króna. 29.8.2012 11:58
Fótboltakappi opnar ísbúð með Emmessís í Belgíu Knattspyrnukappinn Stefán Gíslason opnaði nýlega ásamt komu sinni, Hörpu Lind Harðardóttur, ísbúðina YoConcept í belgíska bænum Leuven þar sem boðið er upp á íslenskan jógúrtís frá Emmessís. 29.8.2012 09:15
Ikea gæti komið að hóteli við Hörpu Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík. 29.8.2012 09:00
Skattlagning á áunnin sparnað yrði stjórnarskrárbrot Hugmyndir um að skattleggja áunninn séreignarsparnað standast engan veginn gagnvart ákvæðum stjórnarskrár Íslands um jafnræði og mannréttindi, friðhelgi eignarréttar og skattamál. Þetta er niðurstaða álitsgerðar sem Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttar-lögmaður vann að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða vegna hugmynda sem fram hafa komið um að breyta skattlagningu séreignarsparnaðar og skattleggja þegar uppsafnaða inneign en ekki við útgreiðslur. 29.8.2012 12:07
Kaupfélag malar áfram gull Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. 29.8.2012 12:00
Jón í Jónshúsi telur að kráin hans Jónasar muni lifa af Þrátt fyrir mikla erfiðleika, telur Jón Runólfsson í Jónshúsi í Kaupmannahöfn að hin sögufræga krá Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn muni lifa af. Kráin berst nú í bökkum og framtíð hennar er óljós vegna breytinga á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar sem raskar aðgengi að kránni. Eins og margir vita er kráin Íslendingum að góðu kunn, enda sótti skáldið Jónas Hallgrímsson þangað mikið á árum sínum í Kaupmannahöfn. 29.8.2012 11:49
Hagnaður Eimskips 1,2 milljarðar Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam 8 milljónum evra eða um 1,2 milljörðum króna. 29.8.2012 11:05
MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. 29.8.2012 11:00
Vaxtagreiður og erlend lán veikja gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur lækkað um 3% frá því um miðjan mánuðinn en þessi þróun er þvert á það sem gerðist á sama tíma fyrir ári síðan. Þá hélt gengi krónunnar áfram að styrkjast fram að október vegna innstreymis gjaldeyris frá ferðamönnum. 29.8.2012 10:50
Verulega dregur úr verðbólgunni, mælist 4,1% í ágúst Ársverðbólgan minnkaði niður í 4,1% í ágúst en hún mældist 4,6% í júlí. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem flestir reiknuðu með óbreyttri verðbólgu eða lítilsháttar aukningu á henni. 29.8.2012 09:09
Hagnaður Lánssjóðs sveitarfélaga minnkar milli ára Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 430 milljóna kr. hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkuð minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 519 milljónum kr. 29.8.2012 10:36
Aukinn hagnaður hjá Íslandssjóðum Rekstrarfélag Íslandssjóða skilaði 127 milljón króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkuð betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar 98 milljóna kr. hagnaður varð hjá félaginu. 29.8.2012 09:41
Nýsköpun í blóði Pólverja Allan Greenberg, sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi, segir Pólverja vera öflugt fólk sem þori að taka áhættu. Ekki sé tilviljun að efnahagur landsins hafi tekið vel við sér eftir hrunið þar sem nýsköpun standi Pólverjum nærri. 29.8.2012 09:11
Creditinfo krefur ríkið um 400 milljónir Upplýsingamiðlunin Creditinfo hefur höfðað mál á hendur fjármálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands til að láta reyna á lögmæti þess að innheimt sé gjald fyrir upplýsingar úr Þjóðskrá, til dæmis veðbönd og fasteignamatsupplýsingar. Fyrirtækið gerir um 400 milljóna króna bótakröfu vegna ofgreiddra gjalda undanfarin ár. 29.8.2012 08:30
Viðsnúningur í afkomu OR Orkuveita Reykjavíkur (OR) hagnaðist um ríflega þrjá milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði fyrirtækið rúmum sex milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. OR skilaði þó samanlagt rúmlega 900 milljóna tapi á fyrri helmingi ársins. 29.8.2012 08:00
Viðunandi hagnaður Landsvirkjun hagnaðist um 8,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir ríflega 1 milljarði íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var hins vegar 46,9 milljónir dala, eða sem nemur 5,7 milljörðum króna. Til samanburðar var hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði 50,5 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. 29.8.2012 07:00
Meiri hagnaður hjá RARIK Töluvert meiri hagnaður varð af rekstri RARIK á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. 29.8.2012 06:49
Sérfræðingar reikna með minni verðbólgu Nokkuð hefur dregið úr verðbólguvæntingum sérfræðinga á íslenska fjármálamarkaðinum. Þeir reikna nú með því að verðbólgan verði 4,6% á þriðja ársfjórðungi ársins og verði 4,8% eftir eitt ár. 29.8.2012 06:46
Vodafone hagnast um 206 milljónir Vodafone hagnaðist um 206 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaðurinn jókst um 150 milljónir króna á milli ára. Hagnaður félagsins fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var tæplega 1,4 milljarðar króna sem er um fimmtungi meira en Vodafone hagnaðist um á sama tímabili í fyrra. 29.8.2012 06:00
Hlutafé í IP Studium aukið Hlutafé í IP Studium Reykjavík ehf., félagi í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur, var aukið um 138,5 milljónir króna þann 13. júlí síðastliðinn. Þá var hlutaféð aukið úr 321,5 milljónum króna í 460 milljónir króna, eða um rúmlega 40 prósent. 29.8.2012 05:00
Gengi bréfa Marels hækkuð mest í 2,3 milljóna króna viðskiptum Gengi hlutabréfa Marels hækkuðu um 1,44 prósent í dag í viðskiptum upp á ríflega 2,3 milljónir króna. Gengi bréfa félagsins stendur nú í 141. Heildarveltan á íslenska hlutabréfamarkaðnum nam ríflega 228 milljónum króna. Mest var veltan með bréf Icelandair Group, tæplega 170 milljónir króna. Gengi bréfa Icelandair er nú 7,1. Gengi bréfa Haga stóð í stað í 18,15 en heildarvelta með bréf félagsins nam ríflega 66 milljónum króna. 28.8.2012 19:42
Um 200 milljóna hagnaður hjá MP - útlán vaxa um 56 prósent Um 200 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka fyrstu 6 mánuði ársins fyrir skatta, samanborið við 681 milljóna króna tap árið 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MP banka. Hagnaður eftir tekjuskatt og bankaskatt nam 119 milljónum króna. Öll svið starfseminnar hafa vaxið umtalsvert á árinu, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. 28.8.2012 14:27
Íslendingar ekki bjartsýnni í fjögur ár Íslendingar hafa ekki verið bjartsýnni á stöðu efnahags- og atvinnumála í fjögur ár, eða frá því í apríl 2008, ef marka má væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var í morgun. Vísitalan fyrir ágústmánuð er 85,5 stig og hækkar um 1,1 stig frá fyrri mánuði, en hún hækkaði jafnframt talsvert í júlí, eða um 4,5 stig. 28.8.2012 13:52
Már: Nauðsynlegt að innleiða varúðarreglur fljótt og örugglega Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að varúðarreglur í tengslum við afnám gjaldeyrishafta séu nauðsynlegar til þess að verja efnahag landsins og takmarka áhættu. Hann segir innleiðingu á þeim reglum sem bankinn leggur til þurfi að vera lokið áður en höftum verður aflétt. 28.8.2012 12:15
Fagnar því að „leiða sé leitað“ við að afnema höft Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða fagnar því að Seðlabanki Íslands skuli "leita leiða til þess að afnema höft“. Hann segist skilja vel að bankinn vilji setja varrúðarreglur um fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlendis, þar sem það fari saman við hagsmuni almennings. 28.8.2012 12:00
Erlend verðbréfaeign jókst um 126 milljarða Íslenskir aðilar áttu 922 milljarða króna í erlendum verðbréfum um síðustu áramót. Erlend verðbréfaeign jókst um 125,5 milljarða frá árinu á undan. 28.8.2012 17:34
Telur óþarft að banna sveitarfélögum að taka erlend lán Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir óþarft að banna sveitarfélögum að taka erlend lán, eins og Seðlabankinn leggur til. 28.8.2012 11:32
Skuldatryggingaálag Íslands lækkar nokkuð Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur lækkað nokkuð að undanförnu. Þannig stóð skuldatryggingaálagið í lok dags í gær í 249 punktum (2,49%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni en fyrir um viku síðan var það að sveiflast í kringum 280 punkta. 28.8.2012 11:24
Veruleg aukning á hagnaði Vodafone milli ára Hagnaður af rekstri Vodafone eftir skatta var 206 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. samanborið við 56 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Niðurstaðan er því umtalsvert betri en á sama tíma í fyrra. 28.8.2012 11:06
Hlutur Gildis í Reginn kominn yfir 5% markið Eignarhlutur lífeyrissjóðsins Gildi í fasteignafélaginu Reginn er kominn yfir 5% markið. 28.8.2012 08:59
Reykjanesbær selur Magma bréfið á 6,3 milljarða Reykjanesbær hefur selt skuldabréf sem bæjarfélagið eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy. Kaupandi bréfsins er Fagfjárfestasjóðurinn ORK sem rekinn er af Rekstrarfélagi Virðingar hf og er fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum. Kaupverðið nemur tæpum 6,3 milljörðum króna. 28.8.2012 08:48
Eignir bankanna lækkuðu um 20 milljarða Heildareignir innlánsstofnana námu 2.815 milljörðum kr. í lok júlí og höfðu þar með lækkað um 24 milljarða kr. frá júní. 28.8.2012 07:22
Hömlur verði settar á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna Seðlabankinn telur nauðsynlegt að settar verði varúðarreglur um erlenda fjárfestingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þetta yrði gert í ljósi mikils mögulegs útflæðis af eignum lífeyrissjóðanna við afnám gjaldeyrishafta. 27.8.2012 17:35
Álverðslækkun verður tvöfalt meiri en búist var við Útlit er fyrir að verð á helstu útflutningsafurðum Íslendinga verði nokkru lakara en búist var við í vor. Skýringuna má einkum rekja til þess að álverð er töluvert lægra en þá var gengið út frá auk þess sem hægt hefur á verðhækkunum helstu sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að álverð lækki um 15% á þessu ári í stað 7½% í maíspánni og að sjávarafurðaverð hækki heldur minna eða um 2½% í stað 3½%. Horfur um verð sjávarafurða fyrir næsta ár hafa einnig versnað. 27.8.2012 16:36
Seðlabankinn birtir sérrit um varúðarreglur eftir fjármagnshöft Seðlabankinn hefur birt á heimasíðu sinni sérritið Varúðarreglur eftir fjármagnshöft; Skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra. 27.8.2012 17:11
Daði Már: Inntökupróf í hagfræðideild vel heppnað Um fjörutíu nemendur náðu inntökuprófi í hagfræðideild Háskóla Íslands af 45 sem tóku prófið. Daði Már Kristófersson kennari við hagfræðideild segir að vel hafi tekist til með inntökuprófið. 27.8.2012 12:08