Hagnaður Eimskips 1,2 milljarðar 29. ágúst 2012 11:05 Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam 8 milljónum evra eða um 1,2 milljörðum króna. Í tilkynningu segir að heildarvelta Eimskips var 198,1 milljónir evra fyrstu sex mánuði ársins 2012 samanborið við 186,5 milljónir evra á fyrri hluta ársins 2011. Að teknu tilliti til einskiptisliðar á árinu 2011 að fjárhæð 6,4 milljónir evra jókst veltan um 10,0% á milli ára. Á árinu 2012 rekur félagið tvö skip á Ameríkuleið samanborið við eitt skip á árinu 2011. Viðbótarskipið eykur flutningsmagn sitt jafnt og þétt en hefur ekki náð fullri nýtingu sem hefur áhrif á samanburð á rekstrarafkomu á milli ára. Heildareignir félagsins í lok júní námu 299,8 milljónum evra, vaxtaberandi skuldir námu 61,9 milljón evra og var eiginfjárhlutfallið 61,6%. Handbært fé nam 27,2 milljónum evra í lok júní 2012 og hafði lækkað um 16,3 milljónir evra frá árslokum 2011, einkum vegna fjárfestinga í skipum. „Afkoman af reglulegri starfsemi fyrstu sex mánuði ársins var umfram væntingar félagsins. Nýju siglingaleiðinni á milli Norður-Noregs og Norður-Ameríku hefur verið vel tekið og eykst flutningsmagnið jafnt og þétt á þeirri leið, en almennt var góður gangur í eigin flutningastarfsemi og jókst flutningsmagn í siglingakerfum félagsins á Norður-Atlantshafi um 7,4% fyrstu sex mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips í tilkynningunni. „Flutningsmagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun félagsins stóð í stað fyrstu sex mánuði ársins samanborið við síðasta ár á meðan magn í alþjóðlegri flutningsmiðlun á þurrvöru jókst verulega á milli ára. Eimskip reiknar með að fá tvö gámaskip sem eru í smíðum í Kína afhent á fyrri hluta ársins 2013, en nýju skipin munu styrkja siglingakerfi og þjónustuframboð félagsins, auk þess sem þau munu skapa ný störf." Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam 8 milljónum evra eða um 1,2 milljörðum króna. Í tilkynningu segir að heildarvelta Eimskips var 198,1 milljónir evra fyrstu sex mánuði ársins 2012 samanborið við 186,5 milljónir evra á fyrri hluta ársins 2011. Að teknu tilliti til einskiptisliðar á árinu 2011 að fjárhæð 6,4 milljónir evra jókst veltan um 10,0% á milli ára. Á árinu 2012 rekur félagið tvö skip á Ameríkuleið samanborið við eitt skip á árinu 2011. Viðbótarskipið eykur flutningsmagn sitt jafnt og þétt en hefur ekki náð fullri nýtingu sem hefur áhrif á samanburð á rekstrarafkomu á milli ára. Heildareignir félagsins í lok júní námu 299,8 milljónum evra, vaxtaberandi skuldir námu 61,9 milljón evra og var eiginfjárhlutfallið 61,6%. Handbært fé nam 27,2 milljónum evra í lok júní 2012 og hafði lækkað um 16,3 milljónir evra frá árslokum 2011, einkum vegna fjárfestinga í skipum. „Afkoman af reglulegri starfsemi fyrstu sex mánuði ársins var umfram væntingar félagsins. Nýju siglingaleiðinni á milli Norður-Noregs og Norður-Ameríku hefur verið vel tekið og eykst flutningsmagnið jafnt og þétt á þeirri leið, en almennt var góður gangur í eigin flutningastarfsemi og jókst flutningsmagn í siglingakerfum félagsins á Norður-Atlantshafi um 7,4% fyrstu sex mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips í tilkynningunni. „Flutningsmagn í alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun félagsins stóð í stað fyrstu sex mánuði ársins samanborið við síðasta ár á meðan magn í alþjóðlegri flutningsmiðlun á þurrvöru jókst verulega á milli ára. Eimskip reiknar með að fá tvö gámaskip sem eru í smíðum í Kína afhent á fyrri hluta ársins 2013, en nýju skipin munu styrkja siglingakerfi og þjónustuframboð félagsins, auk þess sem þau munu skapa ný störf."
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira