Fleiri fréttir

Kvóti á svissneska osta

Svisslendingar ætla að setja á kvótakerfi í ostaframleiðslu nú í byrjun vetrar. Um þetta er fjallað á vef Landssambands kúabænda.

MS styrkir útflutningsmöguleikana

Ný staða verkefnisstjóra vöruþróunar hefur verið sköpuð hjá Mjólkursamsölunni. Breytingarnar eru m.a. þáttur í að styrkja framleiðslu á skyri með aukinn útflutning í huga.

Alvarlegt að skuldarar fái ekki að hafa samráð

Á meðan fjármálafyrirtæki fá að hafa víðtækt samráð um hvernig rétt sé að beita sér í gengislánamálunum fá skuldarar ekki að ráðfæra sig hver við annan. Þetta er áhyggjuefni að mati Samtaka lánþega og getur skilað sér í að málin séu illa unnin og niðurstöðurnar rangar.

Reykjavík stóð sig í atvinnuátaki

Reykjavíkurborg hefur ráðið 221 starfsmann til starfa síðan í vor í verkefninu Vinnandi vegur. Töluvert hefur dregið úr atvinnuleysi síðan verkefnið hófst, en í Reykjavík voru 500 manns boðaðir í viðtal. Af þeim þáðu 221 starfið en 215 afþökkuðu og afskráðu sig af atvinnuleysisskrá. Verkefninu er nú lokið en það var samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og stéttarfélaga til að ráða bót á atvinnuleysi. Reykjavík mun þó áfram bjóða atvinnulausum borgarbúum störf sem ekki fylltust í verkefninu.

Framlegð Landsvirkjunar 110 milljónir króna á dag

Framlegð Landsvirkjunar, það er hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, svokölluð EBITDA, nam 80,4% prósentum af tekjum á fyrri helmingi ársins, samkvæmt sex mánaða uppgjöri sem birt var í dag. EBITDA nam 163,2 milljónum bandaríkjadala, eða 19,9 milljörðum íslenskra króna þetta hálfa ár. Afgangur Landsvirkjunar eftir venjulega rekstrarliði er þannig um 3,3 milljarðar króna á mánuði eða um 110 milljónir króna að jafnaði hvern einasta dag.

Áfrýjunarnefnd staðfestir 390 milljón króna sekt Símans

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að sekta Símann um alls 440 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins.

Sigurður Rúnar ráðinn verkefnastjóri í vöruþróun

Sigurður Rúnar Friðjónsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu verkefnisstjóra í vöruþróun Mjólkursamsölunnar í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Frá árinu 2007 hefur Sigurður stýrt vinnslustöð félagsins á Akureyri.

Vill að FME rannsaki meint brot gegn neyðarlögunum

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár, hvetur Fjármálaeftirlitið til þess að hefja rannsókn á starfsháttum Arionbanka og skilanefnd Kaupþings en hann vill meina að bankarnir hafi hugsanlega brotið gegn úrskurðum byggða á neyðarlögunum. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi FME í dag.

Gengi krónunnar veikist töluvert

Töluverð veiking hefur orðið á gengi krónunnar á síðustu dögum samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Nú þegar þetta er ritað (kl. 10:10) stendur gengisvísitala krónunnar í rúmum 211 stigum en var rúm 207 stigu fyrir viku síðan.

Gróði af verklokum réttlætti áhættu

Ríkisendurskoðun réð ekki annað í upplýsingar og forsendur byggingar Hörpu, í mars 2009, en að rekstur hússins ætti að standa vel undir öllum kostnaði við byggingu þess og rekstri. Þetta kemur fram í minnisblaði stofnunarinnar til fjárlaganefndar Alþingis, sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Tommi lætur sig dreyma um fleiri staði

"Maður lætur sig dreyma um að opna fleiri staði, en fyrst verður maður nú að halda utan um þennan og festa rætur," sagði Tommi á Hamborgarabúllunni, sem nýverið opnaði Hamborgarasölustað í London, í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis.

Vildu ekki vera í sporum þeirra sem fá stefnuna eftir réttarhlé

Aðilar að einu af þeim tveimur prófmálum vegna gengislánanna sem búið er að þingfesta þakka fyrir að hafa fengið stefnuna í hendur fyrir réttarhléð. Þeir vildu ekki vera í sporum þeirra sem fá stefnuna í hendur eftir réttarhlé og hafa 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir fyrirtökuna.

Líklegt að gengislánamál rati til EFTA dómstólsins

Hæstarétttarlögmaður telur líklegt að prófmáli vegna gengislána verði vísað til Efta dómstólsins, sem gæti frestað því um tólf mánuði að botninn verði sleginn í langri sögu þeirra um dómskerfið.

Rekstur Orkuveitunnar batnar

Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur nam 8,1 milljarði króna samkvæmt árshlutauppgjöri orkuveitunnar á fyrri hluta ársins 2012 samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Íslendinga mega ekki fagna framförum of snemma

Íslendingar mega ekki fagna efnahagsframförum sínum of snemma þar sem enn á eftir að ná fram stjórnsýsluumbótum fyrir kosningar næsta vor. Þetta segja tveir fræðimenn í svari við grein Steingríms J. Sigfússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í Financial Times í dag.

Lítið launaskrið

Laun hækkuðu lítillega í júlímánuði samkvæmt launavísitölunni sem Hagstofa Íslands birti nú í morgun og greint er frá í Morgunkorni Íslandsbanka.

Spá um auknar fjárfestingar í íbúðarhúsnæði vekur spurningar

"Seðlabankinn verður að gera grein fyrir þessum tölum sínum í ljósi þess að íbúðaverð hér hefur hækkað á undanförnum árum," segir Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, um tölur sem birtust í Peningamálum bankans í dag þar sem áætlað er að fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni aukast um 16-19% á ári næstu tvö ár.

Vaxtagreiðsluþakið er valkvæð þjónusta

Íslandsbanki hafnar alfarið athugasemdum Hagsmunasamtaka heimilanna um að markaðssetning á vaxtagreiðsluþakinu gefi ranga mynd af þjónustunni. Þjónustunni er aðeins ætlað að veita viðskiptavinum skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði við hækkun vaxta.

Telja "vaxtagreiðsluþakið“ ólöglegt

Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir rannsókn á því hvort auglýsingar Íslandsbanka um "vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána" samræmist lögum um neytendalán og fjárfestavernd.

Meiri hagvöxtur og lægri verðbólga

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þá spáir bankinn meiri hagvexti og lægri verðbólgu í nýjum peningamálum sem komu út í dag.

Útlit fyrir aukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði

Seðlabanki Íslans reiknar með því að fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukist um 16-19% á ári næstu tvö ár. Þetta kemur fram í Peningamálum bankans sem komu út í dag. Þegar er hafin vinna við nokkrar umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Lakara verð á útflutningsvörum Íslands

Seðlabankinn býst við að verð á helstu útflutningsafurðum Íslendinga verði lakara en útlit var fyrir í maí. Þetta kemur fram í Peningamálum bankans.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun er meðal annars sú að horfur eru á meiri hagvexti í ár enn Seðlbankinn spáði í maí, en horfur fyrir árin 2013 og 2014 eru á heildina litið svipaðar. Batinn á vinnumarkaði hefur einnig reynst meiri en spáð var. Vextir Seðlabanka Íslands verða því áfram 6,75% af daglánum, 5,75% af lánum gegn veði í sjö daga og 4,75% af innlánum.

Perlur íslenskrar dægurtónlistar í eigu Straums

Margar af vinsælustu perlunum í íslenskri dægurtónlist í Hugverkasjóði Íslands eru nú í eigu gamla Straums fjárfestingarbanka. Fyrir hrunið gáfu margir vinsælir tónlistarmenn út skuldabréf gegn því að afborganir af skuldabréfunum yrðu greiddar með STEF-gjöldunum þeirra.

Kanna aðgerðir til að eyða óvissu um gengislánin

Stjórnvöld kanna nú hvort frekari aðgerða sé þörf til að hraða meðferð mála fyrir dómstólum sem tengjast gengislánum og þeirri óvissu sem ríkir um þau. Alls eru ellefu gengislánamál nú til meðferðar og bíða þau niðurstöðu dómstóla.

Virðisaukaskattur ógnar hótelrekstri í Danmörku

Samtök ferðaþjónustunnar benda á heimasíðu sinni á að kreppa sé í dönskum hótelrekstri vegna hás virðisaukaskatts. Ábendingin er innlegg í umræðu um fyrirhugaða hækkun íslenskra stjórnvalda á virðisaukaskattlagningu á gistinætur úr 7% í 25,5%.

Rekstrarkostnaður Seðlabankans jókst um 400 milljónir

Rekstrarkostnaður Seðlabanka Íslands nam í fyrra 2314 milljónum króna og hækkaði um rúmar 400 milljónir frá árinu á undan þegar hann nam 1910 milljónum. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Eldgosin kostuðu ríkissjóð 1,5 milljarð aukalega

Ríkissjóður hefur eytt tæpum einum og hálfum milljarði í fjárveitingar vegna eldgosanna í Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli vorið 2010 og í Grímsvötnum vorið 2011. Þá er ekki meðtalinn kostnaður stofnana sem fjármagnaður hefur verið af reglubundnum árlegum fjárheimildum þeirra. Þrátt fyrir það hefur ekki reynst unnt að bæta tjón allra í öllum tilvikum, ekki frekar en í kjölfar annarra náttúruhamfara á síðustu áratugum.

Ráðherra leggur fram frumvarp um smálán að nýju

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, ætlar að leggja fram að nýju, í haust, frumvarp vegna starfsemi smálánafyrirtækja. Frumvarpið var lagt fram fyrir þinghlé í vor en ekki náðist að afgreiða það vegna tímaskorts. Efni frumvarpsins felur ekki í sér bann við smálánum, heldur er verið að setja starfsemi smálánafyrirtækja þrengri skorður.

Aflaverðmæti eykst um næstum fjórðung milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst um 23,4% miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var verðmætið 70,7 milljarðar en 57,3 milljarðar í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Birtir til í byggingariðnaði

Byggingarkostnaður hækkar töluvert minna á síðustu tólf mánuðum en hann hefur gert síðustu misseri. Í lok síðasta árs var hækkunin 11,4% en nú er hún aðeins 3,9%.

Arion banki gefur út snjallsímaforrit

Arion banki hefur sett í loftið nýtt snjallsímaforrit sem gerir viðskiptavinum bankans kleift að fylgjast með fjármálum sínum í símanum með einum smelli og án innskráningar. Appið er viðbót við farsímavefinn sem hefur verið í boði síðan í nóvember 2011 og gerir notendum kleift að vera ávallt tengdir við bankann sinn.

"Smálán eru af hinu illa"

"Smálán eru af hinu illa. Öll viðskipta eiga að ganga út á það að báðir aðilar hagnist á þeim. En í viðskiptum sem þessum þá stendur annar aðili höllum fæti.“ Þetta segir Breki Karlsson, hagfræðingur og forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.

Hvetur leiðtoga til að tryggja forgang fyrir innistæðueigendur

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hvetur leiðtoga Evrusvæðisins og Bretlands til að fylgja fordæmi íslenskra yfirvalda og tryggja forgang fyrir innistæðueigendur. Þetta muni draga úr áhrifum mögulegs fjármálahruns.

Vísa á skiptastjóra Kaupþings í Lúx í Lindsor-máli

Þær skýringar hafa verið gefnar að lánaskjöl vegna 171 milljónar evra millifærslu frá Kaupþingi til félagsins Lindsor Holdings í miðju bankahruni hafi verið undirrituð marga mánuði eftir á að kröfu skiptastjóra Kaupþings í Lúxemborg.

Apple verðmætasta fyrirtæki sögunnar

Apple varð í dag verðmætasta fyrirtæki sögunnar. Methækkun varð á hlutabréfaverði fyrirtækisins í dag. Við það varð markaðsvirði fyrirtækisins 622 milljarðar dala. Fyrra met hafði Microsoft fyrirtækið átt en þann 30 desember 1999 var markaðsvirði þess tæplega 619 milljarðar dala. Í þessum tölum er ekki búið að leiðrétta fyrir verðbólgu en á núvirði var verðmæti Microsoft 850 milljarðar dala.

Vísa ásökunum HH á bug

Samtök fjármálafyrirtækja vísa á bug ásökunum Hagsmunasamtaka heimilanna um að aðkoma samtakanna að samstarfi lánveitenda og fulltrúa lántakenda um úrvinnslu gengistryggðra lána hafi brotið gegn skilyrðum Samkeppniseftirlitsins. Samtökin segjast hafa fylgt skilyrðum Samkeppniseftirlitsins fyrir samstarfinu að öllu leyti og þar af leiðandi sé enginn fótur fyrir þeim ásökunum sem koma fram í kvörtun Hagsmunasamtakanna.

Gunnar Smári: Mikil barátta við „peningaöfl“ í lyfjaiðnaði

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir vímuefnasjúklinga sem leita sér hjálpar vegna mikillar neyslu kannabisefna, oft vera „afar illa á sig komna". Þá séu þeir oft næstum „óvirkir samfélagsþegnar" , þ.e. einangraðir og staðnaðir, eftir langavarandi neyslu og langan tíma taki fyrir þá að ná bata, en í ársskýrslu lögreglunnar, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að lögreglan finni sterklega fyrir linnulausum áróðri um skaðleysi kannabisefna.

Vilja rannsókn á samráði fjármálafyrirtækja

Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á aðkomu Samtaka fjármálafyrirtækja að samráði sem fjármálafyrirtæki fengu að hafa um viðbrögð við hæstaréttardómi frá 15. febrúar.

Sjá næstu 50 fréttir