Kaupfélag malar áfram gull 29. ágúst 2012 12:00 Stjórnendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri stýra Kaupfélagi Skagfirðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj Fréttir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj
Fréttir Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira