Fleiri fréttir

Fimm dómarar í máli Baldurs

Dómarar í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, verða Viðar Már Matthísson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Garðar Gíslason, Benedikt Bogason og Greta Baldursdóttir. Málið er á dagskrá dómsins 25. janúar nk.

Iceland Express: Alrangt að 1.000 Danir séu í vandræðum

Heimir Már Pétursson upplýsingafulltrúi Iceland Express segir að það sé alrangt sem komi fram í blaðinu Politiken að um 1.000 Danir séu í vandræðum vegna þess að félagið hefur hætt flugi til New York. "Þetta eru í mesta lagi örfáir einstaklingar," segir Heimir Már.

Mynd Baltasars stærsta opnun í sögu Working Title kvikmyndaversins

Frumsýning á Contraband, Hollywood-mynd Baltasars Kormáks, er stærsta opnun í sögu Working Title kvikmyndaversins en áætlað er að kvikmyndin hafi halað inn 28,5 milljónir dollara á sinni fyrstu sýningarhelgi, jafnvirði 3,5 milljarða króna. Tekjurnar fóru fram úr björtustu vonum, segir Baltasar Kormákur.

Mynd Baltasars malar gull í Hollywood

Allt stefnir í að Hollywood kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, verði tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um helgina, samkvæmt mælingu vefsins boxoffice.com. Áætlar vefurinn að tekjur af myndinni muni nema 24 milljónum, jafnvirði um þriggja milljarða króna.

Krafa á hendur Jóni Ásgeiri reist á óljósri ábyrgð um skuggastjórnun

Slitastjórn Glitnis lítur svo á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi beinlínis stýrt Lárusi Welding þegar Lárus var forstjóri bankans, en Jón Ásgeir hafði enga stöðu innan Glitnis á þeim tíma. Sérfræðingur í félagarétti segir engin lagaákvæði eða fordæmi séu í íslenskum rétti um skuggastjórnun.

Þurfa að útskýra þversögnina

Þeir sem staðhæfa að Seðlabanki Íslands hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleiki í gjaldmiðilsmálum snúist eingöngu um góða stjórnun peningamála þurfa að skýra þversögnina. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.

Bílasala fer vel af stað í ár

Sala á nýjum bílum tók fór vel af stað í fyrstu viku ársins eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Jarðboranir selt

SF III slhf., félag í rekstri Stefnis hf., hefur gert samning um kaup á 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka.

Kaupa allt að 100 milljónir evra

Seðlabanki Íslands hefur auglýst fyrsta krónuútboð sitt í tengslum við áætlun um afnám gjaldeyrishafta frá því í ágúst. Útboðið verður haldið 15. febrúar og er tvískipt. Annars vegar býðst bankinn til þess að kaupa evrur í skiptum fyrir krónur, samkvæmt fjárfestingarleiðinni svokölluðu, og hins vegar í skiptum fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf.

Krafa löngu fyrnd en slitastjórn gefur sér að háttsemi sé refsiverð

Skaðabótakrafa slitastjórnar Glitnis upp á 6,5 milljarða króna á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans er fyrnd en slitastjórnin lítur svo á að svo sé ekki þar sem fyrrverandi stjórn Glitnis hafi gerst sek um refsiverða háttsemi. Enginn hefur hins vegar verið ákærður eða dæmdur.

Breytir engu um hæfi Gunnars

Andri Árnason hæstaréttarlögmaður stendur að öllu leyti við fyrri niðurstöður sínar um hæfi Gunnars Þ. Andersens til að gegna forstjórastarfi Fjármálaeftirlitsins og telur að ekkert nýtt hafi komið fram um málið í umfjöllun Kastljóss RÚV eða í þeim gögnum sem var aflað í kjölfar umfjöllunarinnar. Þetta kemur fram í greinargerð sem Andri vann að ósk stjórnar Fjármálaeftirlitsins og skilaði í dag.

Glitnir eignast 93% hlut í Lyfju

Þrotabú Glitnis mun eignast 92,5% hlut í Lyfju samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við Árkaup hf. eiganda Lyfju um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Árkaup mun eftir sem áður eiga 7,5% í félaginu.

Atvinnuleysið var 7,3%

Skráð atvinnuleysi var 7,3% í desember síðastliðnum, sem svarar til þess að 11.760 einstaklingar hafi verið án atvinnu. Var það 412 fleiri en í nóvember en þá var skráð atvinnuleysi 7,1%, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Hæfi Gunnars til umfjöllunar hjá stjórn FME

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) mun ræða álitamál er snúa að hæfi Gunnars Andersen, forstjóra stofnunarinnar, á fundi sínum í dag auk annarra mála. Andri Árnason hrl. hefur lokið við yfirferð á máli er snéri að meintu vanhæfi Gunnars og hefur stjórn FME fengið greinargerð frá Andra inn á sitt borð.

Töluverð söluaukning raftækja í jólaösinni

Helstu breytingar sem urðu á jólaversluninni fyrir nýliðin jól í samanburði við jólaverslunina 2010 var töluverð aukning í sölu raftækja og smávægilegur samdráttur í fataverslun.

Tapaði 1,4 milljörðum á því að selja HS Orku

Geysir Green Energy tapaði yfir milljarði króna á því að selja hlut sinn í HS Orku. Magma greiddi meðal annars með 7,9% hlut í sjálfu sér. Félagið gerði kyrrstöðusamning við Íslandsbanka. Það ætlar að ljúka sölu eigna á árinu 2012.

Jón hafnar ábyrgð á milljarðaláni Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson segist engin afskipti eða áhrif hafa haft á stjórnarmenn Glitnis sem fjölluðu um fimmtán milljarða lánveitingu til Baugs í árslok 2007. Hann gagnrýnir slitastjórn bankans sem ætlar í skaðabótamál vegna lánsins.

Seðlabankinn býðst til að kaupa evrur

Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa evrur í skiptum fyrir íslenskar krónur til fjárfestingar til langs tíma í íslensku atvinnulífi eða gegn greiðslu í ríkisverðbréfum.

Tekjuaukningin nemur tæpum 69%

Tekjur af vörugjöldum á ökutækjum jukust um 68,7% á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, sem hefur verið birtur á vef fjármálaráðuneytisins. Ástæðan er rakin til aukins innflutnings á bílum.

Horfa bjartari augum til framtíðar

Stjórnendur fyrirtækja virðast líta ögn bjartari augum til framtíðarinnar en áður var, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann.

Jón Ásgeir: Stefnan hluti af áróðursstríði

Jón Ásgeir Jóhannesson segir nýja stefnu slitastjórnar Glitnis gegn sér og átta fyrrum stjórnarmönnum bankans vera hluta af áróðursstríði. Lánið hafi verið afgreitt með eðlilegum hætti og fjöldi tölvupósta sanni það.

Opinberir stjórnendur geta ekki krafist sömu launa og í einkageiranum

"Menn geta ekki gert ráð fyrir því, ef þeir ráða sig í stjórnunarstöðu hjá íslenska ríkinu, að hafa laun sem eru sambærileg við laun í einkageiranum og í útlöndum,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands vegna launamála. Hann telur að launin sem kjararáð hafi ákvarðað honum séu lægri en launin sem honum var heitið þegar gengið var frá skipun hans í starfið. Þá hefur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og bankaráð bankans sagt að bankaráð en ekki kjararáð eigi að ákveða laun bankastjóra Landsbankans.

Árið í fyrra langstærsta ferðamannaár sögunnar

Nýliðið ár er langstærsta ferðamannaár í sögu landsins en þetta var löngu orðið ljóst, eða þegar tölurnar fyrir október síðastliðinn lágu fyrir. Þannig fóru um 541 þúsund erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð á síðastliðnu ári samanborið við rúmlega 459 þúsund árið á undan.

Árstíðarsveiflan í ferðaþjónustunni nemur 8 milljörðum

Árstíðarsveiflan í ferðaþjónustunni er það sterk að hún skapar um 8 milljarða kr. sveiflu í ferðamannagjaldeyri. Um er að ræða þann tíma sem tekjurnar vegna erlendra ferðamanna hér á landi eru sem mestar í júlí og ágúst þar til útgjöld Íslendinga erlendis eru hvað mest í október og nóvember, en í þeim mánuðum eru útgjöld erlendra ferðamanna hér einnig nálægt lágmarki.

Tæplega 1200 hross til fimmtán landa

Tæplega tólfhundruð hross voru flutt úr landi á síðasta ári. Hrossin, sem alls voru 1136, voru flutt til fimmtán landa að því er fram kemur á síðunni hestafrettir.is. Þar segir að langflest hafi hrossin farið til Þýskalands, eða 444 og virðist útflutningur þangað hafa aukist töluvert eftir samdráttarskeið. Þá segir einnig að næstflest hrossin hafi farið til Svíþjóðar, eða 151. Að síðustu segir að heildarfjöldi útfluttra hrossa árið áður hafi verið 1158.

Bankaráðið vill fá að ákveða laun Steinþórs

Bankaráð Landsbanka Íslands vill að bankaráðið sjálft, en ekki kjararáð, úrskurði um laun bankastjórans. Þetta kemur fram í umsögn bankaráðsins við frumvarpi fjármálaráðherra um kjararáð, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram 2. desember síðastliðinn, tæpum mánuði áður en hann sagði skilið við embættið.

Endurálagning RSK getur veitt náðarhögg

Sum þeirra fyrirtækja sem þurfa að greiða endurálagningu skatta gætu farið á hausinn. Greiða þarf skattaskuldina áður en endanleg niðurstaða fæst um lögmæti endurálagningarinnar. Vilhjálmur Egilsson segir málið bagalegt.

Tugum tilkynnt um hleranir

Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður.

Aflaverðmæti 19 skipa yfir 2 milljarðar í fyrra

Aflaverðmæti 19 íslenskra skipa á síðasta ári var yfir 2 milljarðar kr. á hvert skip. Þar af náðu fjögur skipana að fiska fyrir yfir 3 milljarða kr. og eitt yfir 4 milljarða kr.

Slitastjórn krefur níu manns um milljarða

Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð.

Mugison hagnaðist um 22 milljónir á Hagléli

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, græddi tæplega 22 milljónir á plötu sinni Haglél sem kom út fyrir jólin. Hann seldi um 28 þúsund diska.

Segja að ríkisstjórnin eigi eftir að uppfylla fjölmörg atriði

Samtök atvinnulífsins segja að 2/3 hluti þeirra atriða sem ríkisstjórnin hafi lofað að hrinda í framkvæmd við undirritun kjarasamninga hafi ekki náð fram að ganga. Alls hafi 24 mál af 36 ekki gengið eftir, 7 atriði hafi gengið eftir eins og talað var um og í fimm atriðum séu mál enn í gangi og gæti hugsanlega lokið farsællega. Þetta kemur fram í bréfi sem Samtök atvinnulífins rituðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í dag. Samtök atvinnulífsins segja afdrifaríkast að fjárfestingar í atvinnulífi og opinberar framkvæmdir hafi ekki aukist eins og lagt hafi verið upp með.

Smálánafyrirtæki sátt við ný lánalög

Innleiðing Evróputilskipunar um neytendalán skyldar smálánafyrirtæki til að gera greiðslumat á viðskiptavinum. Rekstur fyrirtækjanna gengur vel og þau skila hagnaði. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stefnir að því að leggja fram til umsagnar drög að frumvarpi um neytendalán í næsta mánuði. Með því verður innleidd Evróputilskipun um neytendalán sem eykur og skýrir réttindi neytenda og lánveitendum verður meðal annars gert að framkvæma greiðslumat áður en samið er um lán.

Lífeyrissjóðirnir telja að fjárfestingarkostum fjölgi

Ríkisskuldabréf verða líklega áfram fyrirferðarmikil í fjárfestingum lífeyrissjóða á árinu 2012. Sjóðirnir telja þó líklegt að fjárfestingarmöguleikum fjölgi á árinu. Greiningaraðilar telja að krafa á ríkisbréf lækki vegna minni fjárþarfar ríkissjóðs en lítið breyttrar eftirspurnar.Árin frá hruni hafa verið gjöful á skuldabréfamarkaði. Til marks um það hefur ríkisskuldabréfavísitala ráðgjafar- og fjárfestingarfyrirtækisins Gamma rúmlega tvöfaldast frá upphafi árs 2008. Það jafngildir meðalraunávöxtun upp á 11,3 prósent á ári frá byrjun 2008.

Sjá næstu 50 fréttir