Viðskipti innlent

Ísland tekur stórt bjartsýnisstökk á efnahagsástandið

Í könnun sem Gallup International gerði í lok síðastliðins árs meðal 51 ríkja er Ísland í fjórða sæti yfir þá sem taka stærsta stökkið frá svartsýni á efnahagsástandið yfir í bjartsýni.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að spurt var hvort viðkomandi teldi að aðstæður í efnahagslífinu myndu verða betri, óbreyttar eða verri á árinu 2012. Af þeim sem svöruðu sögðu 11% að efnahagsástandið myndi batna, 42% að það myndi versna og 46% að það héldist óbreytt.

Munurinn á þeim sem telja að ástandið muni versna og þeirra sem telja að það muni batna er -31 en var -51 í könnun Gallup fyrir ári. Stökkið upp á 20 prósentustig er það fjórða stærsta á lista Gallup en fyrir ofan okkur er Kólumbía, Kamerún og Azerbaijan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×