Viðskipti innlent

Tæplega 1200 hross til fimmtán landa

Tæplega tólfhundruð hross voru flutt úr landi á síðasta ári. Hrossin, sem alls voru 1136, voru flutt til fimmtán landa að því er fram kemur á síðunni hestafrettir.is. Þar segir að langflest hafi hrossin farið til Þýskalands, eða 444 og virðist útflutningur þangað hafa aukist töluvert eftir samdráttarskeið. Þá segir einnig að næstflest hrossin hafi farið til Svíþjóðar, eða 151. Að síðustu segir að heildarfjöldi útfluttra hrossa árið áður hafi verið 1158.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×