Viðskipti innlent

Aflaverðmæti 19 skipa yfir 2 milljarðar í fyrra

Aflaverðmæti 19 íslenskra skipa á síðasta ári var yfir 2 milljarðar kr. á hvert skip. Þar af náðu fjögur skipana að fiska fyrir yfir 3 milljarða kr. og eitt yfir 4 milljarða kr.

Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag. Þar segir að af hópnum sé Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA í sérflokki en aflaverðmæti þess nam tæpum 4,5 milljörðum króna á árinu.

Til samanburðar má nefna að árið 2010 náðu sjö skip að fiska fyrir meir en tvo milljarða króna og árið þar á undan voru þau aðeins tvö talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×