Viðskipti innlent

Starfsmaður fékk 140 milljóna kröfu samþykkta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að rúmlega 142 milljóna króna krafa Sigurgeirs Arnar Jónssonar á hendur Glitni banka skuli teljast forgangskrafa í þrotabú bankans.

Sigurgeir gerði kröfuna vegna umsamdrar kaupaukagreiðslu og launatengdra fríðinda sem samið var um þegar Sigurgeir hóf störf við fjárstýringu hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins, snemma á árinu 2008. Slitastjórnin hafði hafnað því að krafa Sigurgeirs vegna kaupauka væri forgangskrafa, en dómari komst að þeirri niðurstöðu að þar sem búið var að samþykkja greiðsluna áður en bankinn féll væri hún launakrafa og þar með í forgangi.

Þá taldi slitastjórn Glitnis að Sigurgeir hefði verið starfsmaður hjá dótturfélagi Glitnis, sem kallast Glitnir Capital Corporation. Sigurgeir hefði því ekki beint kröfunni sinni að réttum aðila, en dómarinn taldi slitastjórnina ekki hafa stutt þær fullyrðingar nægjanlegum rökum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×