Þurfa að útskýra þversögnina Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. janúar 2012 13:16 Þeir sem staðhæfa að Seðlabanki Íslands hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleiki í gjaldmiðilsmálum snúist eingöngu um góða stjórnun peningamála þurfa að skýra þversögnina. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Þorsteinn Pálsson skrifar vikulega pistla í Fréttablaðið. Í nýjasta pistli sínum fjallar hann um gjaldmiðlamál í kjölfar ráðstefnu Alþýðusambands Íslands í vikunni um íslensku krónuna. Í umræðunni um gjaldmiðilinn og peningastefnuna hafa andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu haldið því fram að Íslendingar geti vel haldið í krónuna, en til þess þurfi aga í hagstjórn. Þorsteinn víkur að þessum álitaefnum í pistlinum í Fréttablaðinu. Þorsteinn segir að þó að stjórnendur Seðlabanka Íslands hafi ugglaust getað gert betur í ýmsum efnum hafi ekki verið sýnt fram á að þeir hafi gert þau afgerandi mistök að augljóst megi vera að þeir hefðu getað komið í veg fyrir innistæðulaust ris krónunnar og hrunið sem var eðlileg afleiðing af því. Kjarni málsins sé sá að málsvarar krónunnar þurfi að rökstyðja að stjórnendur peningamálanna hefðu átt að ráða við þá markaðskrafta sem léku gjaldmiðilinn jafn grátt og raun ber vitni á opnum alþjóðlegum markaði og með hvaða ráðum. Með öðrum orðum: Þeir sem staðhæfi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni þurfi að skýra þversögnina. Þorsteinn segir að talsmenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins séu sakaðir um að ganga erinda ríkisstjórnarinnar þegar þeir efni til umræðna um markmið og leiðir í peningamálum. Það sé sérkennileg ásökun því að ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þeim efnum en Þorsteinn segir að reyndar hafi stjórnarandstöðuflokkarnir það ekki heldur. Hægt er að lesa pistil Þorsteins í heild sinni í helgarblaði Fréttablaðsins og á hér á Vísi. Tengdar fréttir Er Mammon íslenskur? Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar. 14. janúar 2012 06:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Þeir sem staðhæfa að Seðlabanki Íslands hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleiki í gjaldmiðilsmálum snúist eingöngu um góða stjórnun peningamála þurfa að skýra þversögnina. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Þorsteinn Pálsson skrifar vikulega pistla í Fréttablaðið. Í nýjasta pistli sínum fjallar hann um gjaldmiðlamál í kjölfar ráðstefnu Alþýðusambands Íslands í vikunni um íslensku krónuna. Í umræðunni um gjaldmiðilinn og peningastefnuna hafa andstæðingar aðildar að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu haldið því fram að Íslendingar geti vel haldið í krónuna, en til þess þurfi aga í hagstjórn. Þorsteinn víkur að þessum álitaefnum í pistlinum í Fréttablaðinu. Þorsteinn segir að þó að stjórnendur Seðlabanka Íslands hafi ugglaust getað gert betur í ýmsum efnum hafi ekki verið sýnt fram á að þeir hafi gert þau afgerandi mistök að augljóst megi vera að þeir hefðu getað komið í veg fyrir innistæðulaust ris krónunnar og hrunið sem var eðlileg afleiðing af því. Kjarni málsins sé sá að málsvarar krónunnar þurfi að rökstyðja að stjórnendur peningamálanna hefðu átt að ráða við þá markaðskrafta sem léku gjaldmiðilinn jafn grátt og raun ber vitni á opnum alþjóðlegum markaði og með hvaða ráðum. Með öðrum orðum: Þeir sem staðhæfi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og segja um leið að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni þurfi að skýra þversögnina. Þorsteinn segir að talsmenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins séu sakaðir um að ganga erinda ríkisstjórnarinnar þegar þeir efni til umræðna um markmið og leiðir í peningamálum. Það sé sérkennileg ásökun því að ríkisstjórnin hafi enga stefnu í þeim efnum en Þorsteinn segir að reyndar hafi stjórnarandstöðuflokkarnir það ekki heldur. Hægt er að lesa pistil Þorsteins í heild sinni í helgarblaði Fréttablaðsins og á hér á Vísi.
Tengdar fréttir Er Mammon íslenskur? Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar. 14. janúar 2012 06:00 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Er Mammon íslenskur? Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar. 14. janúar 2012 06:00