Viðskipti innlent

Bílasala fer vel af stað í ár

Sala á nýjum bílum tók fór vel af stað í fyrstu viku ársins eftir því sem fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að 66% meiri sala hafa verið á nýjum bílum en í fyrstu viku síðasta árs. Þá hafi 77 jeppar og jepplingar selst í þeirri viku, flestir af tegundinni Mitsubishi Pajero sem kosta frá tæpum tíu milljónum króna.

Einnig kemur fram að flestir þeirra sem kaupa nýja bíla eru 55 ára og eldri. Árið 2010 hafi 70% allra nýrra bíla verið seld fólki á þessum aldri og tæpur helmingur kaupenda nýrra bíla það árið hafi verið fólk á eftirlaunaaldri eða 67 ára og eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×