Viðskipti innlent

Mugison hagnaðist um 22 milljónir á Hagléli

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison.
Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. mynd/HAG
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, græddi tæplega 22 milljónir á plötu sinni Haglél sem kom út fyrir jólin. Hann seldi um 28 þúsund diska.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins en þar er tekið fram að nánar verði fjallað um málið í blaðinu á morgun. Samkvæmt útreikningum blaðsins voru tekjur Mugison af hverjum seldi diski í kringum 1.550 krónur. Heildartekjurnar voru því rúmlega 43 milljónir króna.

Mugison seldi fleiri plötur í fyrra en þekkt er í íslenskri tónlistarsögu. Hann seldi meira af disk sínum en Yrsa Sigurðardóttir og Arnaldur Indriðason seldu af sínum bókum.

Vefur Viðskiptablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×