Krafa á hendur Jóni Ásgeiri reist á óljósri ábyrgð um skuggastjórnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. janúar 2012 19:20 Slitastjórn Glitnis lítur svo á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi beinlínis stýrt Lárusi Welding þegar Lárus var forstjóri bankans, en Jón Ásgeir hafði enga stöðu innan Glitnis á þeim tíma. Sérfræðingur í félagarétti segir engin lagaákvæði eða fordæmi séu í íslenskum rétti um skuggastjórnun. Í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis og fyrrverandi stjórn bankans, eru raktar þær málsástæður sem slitastjórnin byggir kröfu sína á, en málið snýst um 15 milljarða króna víkjandi lán sem Glitnir veitti Baugi Group í desember 2007. Skaðabótakrafa á hendur Jóni Ásgeiri er frábrugðin kröfu slitastjórnarinnar á hendur Lárusi og fyrrverandi stjórn Glitnis því ábyrgð þeirra er bundin í lögum um hlutafélög. Jón Ásgeir var hins vegar hvorki í stjórn né hafði stöðu innan bankans. Meðal gagna í málinu eru tölvupóstar frá Jóni Ásgeiri til Lárusar, en Jón Ásgeir sendi m.a drög að lánasamningi milli Glitnis og Baugs Group í desember 2007. Fullyrða að Lárusi og stjórn bankans hafi verið stýrt Í stefnunni segir að Jón Ásgeir hafi mátt vita í desember 2007 að fjárhagur Baugs hafi verið með þeim hætti að bankinn ætti enga raunhæfa endurkröfumöguleika á hinu víkjandi láni á gjalddaga þess að 5 árum liðnum og að lánveitingin væri því í raun eins konar örlætisgerningur í þágu stefnda Jóns Ásgeirs og félaga hans. Með háttsemi sinni hafi hann því gerst meðábyrgur fyrir lánveitingunni til Baugs, ásamt framkvæmdastjóra og stjórn bankans. Í þeim kafla stefnunnar er fjallar um bótaábyrgð Jóns Ásgeirs segir að hann hafi valdið Glitni fjártjóni með því að „stýra þeirri ákvörðun Lárusar og stjórnar bankans að lána Baugi." Og að hann hafi í krafti stöðu sinnar sem stjórnarformaður FL Group „beitt áhrifum sínum með ótilhlýðilegum hætti á framkvæmdastjóra og stjórnarmenn." Með öðrum orðum er slitastjórn Glitnis þarna í raun að halda því fram að Jón Ásgeir hafi stýrt stjórn og forstjóra bankans, en hann hefur alfarið vísað því á bug. Meðal annars hefur hann bent á að lánveitingin til Baugs hafi verið ákvörðun stjórnar og samningsdrög sem hann hafi sent á Lárus í tölvupósti hafi mikið breyst í meðförum bankans.Engin lagaákvæði eða skýr dómafordæmi Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í félagarétti, segir að þarna sé um að ræða álitaefni um skuggastjórnun. Stefán segir að engin lagaheimild sé til í íslenskum rétti eða fordæmi séu fyrir því að hluthafi sem situr ekki í stjórn og hefur enga formlega stöðu innan hlutafélags sé gerður ábyrgur fyrir ákvörðunum stjórnenda. Skylt fyrirbæri er fyrirbæri sem hefur verið kallað „að lyfta hulunni af ábyrgð fyrirtækis" (e. "lifting the corporate veil"). Til er einn dómur þar sem eigandi fyrirtækisins TL Rúllna var samsamaður félaginu, en það er talið mjög frábrugðið því máli sem hér um ræðir. „Það eru engar beinar heimildir en hitt er annað mál að það er mikið rætt um þetta í fræðunum. Það hafa verið skrifaðar bækur á Norðurlöndunum um þetta atriði. Það má meðal annars benda á að menn hafa talið í vissum tilvikum að móðurfélag geti borið ábyrgð á aðgerðum dótturfélags. Þetta sem þú spyrð um, hin svokallaða skuggastjórnun, það er svona einu skrefi lengra ef svo má segja," segir Stefán Már. Aðildarskortur er sýknuástæða í íslenskum rétti og verða dómstólar því að sýkna fallist þeir ekki á hina óljósu ábyrgð um skuggastjórnun. „Ef að íslenskir dómstólar tækju slíka kröfu til greina þá yrði hún sennilega byggð á því að þarna hafi farið fram svokölluð raunveruleg stjórnun. Þannig að viðkomandi aðili hafi í raun stjórnað félaginu, hvað sem það nú þýðir," segir Stefán Már. Hann segir að ekki sé alveg ljóst hvað raunveruleg stjórnun feli í sér og það verði að meta sérstaklega í hvert og eitt sinn. Stefna slitastjórnar Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 2. febrúar næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Stefnan hluti af áróðursstríði Jón Ásgeir Jóhannesson segir nýja stefnu slitastjórnar Glitnis gegn sér og átta fyrrum stjórnarmönnum bankans vera hluta af áróðursstríði. Lánið hafi verið afgreitt með eðlilegum hætti og fjöldi tölvupósta sanni það. 12. janúar 2012 19:30 Slitastjórn krefur níu manns um milljarða Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð. 12. janúar 2012 08:00 Krafa löngu fyrnd en slitastjórn gefur sér að háttsemi sé refsiverð Skaðabótakrafa slitastjórnar Glitnis upp á 6,5 milljarða króna á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans er fyrnd en slitastjórnin lítur svo á að svo sé ekki þar sem fyrrverandi stjórn Glitnis hafi gerst sek um refsiverða háttsemi. Enginn hefur hins vegar verið ákærður eða dæmdur. 13. janúar 2012 18:54 Jón hafnar ábyrgð á milljarðaláni Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson segist engin afskipti eða áhrif hafa haft á stjórnarmenn Glitnis sem fjölluðu um fimmtán milljarða lánveitingu til Baugs í árslok 2007. Hann gagnrýnir slitastjórn bankans sem ætlar í skaðabótamál vegna lánsins. 13. janúar 2012 06:45 Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Slitastjórn Glitnis lítur svo á að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi beinlínis stýrt Lárusi Welding þegar Lárus var forstjóri bankans, en Jón Ásgeir hafði enga stöðu innan Glitnis á þeim tíma. Sérfræðingur í félagarétti segir engin lagaákvæði eða fordæmi séu í íslenskum rétti um skuggastjórnun. Í stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis og fyrrverandi stjórn bankans, eru raktar þær málsástæður sem slitastjórnin byggir kröfu sína á, en málið snýst um 15 milljarða króna víkjandi lán sem Glitnir veitti Baugi Group í desember 2007. Skaðabótakrafa á hendur Jóni Ásgeiri er frábrugðin kröfu slitastjórnarinnar á hendur Lárusi og fyrrverandi stjórn Glitnis því ábyrgð þeirra er bundin í lögum um hlutafélög. Jón Ásgeir var hins vegar hvorki í stjórn né hafði stöðu innan bankans. Meðal gagna í málinu eru tölvupóstar frá Jóni Ásgeiri til Lárusar, en Jón Ásgeir sendi m.a drög að lánasamningi milli Glitnis og Baugs Group í desember 2007. Fullyrða að Lárusi og stjórn bankans hafi verið stýrt Í stefnunni segir að Jón Ásgeir hafi mátt vita í desember 2007 að fjárhagur Baugs hafi verið með þeim hætti að bankinn ætti enga raunhæfa endurkröfumöguleika á hinu víkjandi láni á gjalddaga þess að 5 árum liðnum og að lánveitingin væri því í raun eins konar örlætisgerningur í þágu stefnda Jóns Ásgeirs og félaga hans. Með háttsemi sinni hafi hann því gerst meðábyrgur fyrir lánveitingunni til Baugs, ásamt framkvæmdastjóra og stjórn bankans. Í þeim kafla stefnunnar er fjallar um bótaábyrgð Jóns Ásgeirs segir að hann hafi valdið Glitni fjártjóni með því að „stýra þeirri ákvörðun Lárusar og stjórnar bankans að lána Baugi." Og að hann hafi í krafti stöðu sinnar sem stjórnarformaður FL Group „beitt áhrifum sínum með ótilhlýðilegum hætti á framkvæmdastjóra og stjórnarmenn." Með öðrum orðum er slitastjórn Glitnis þarna í raun að halda því fram að Jón Ásgeir hafi stýrt stjórn og forstjóra bankans, en hann hefur alfarið vísað því á bug. Meðal annars hefur hann bent á að lánveitingin til Baugs hafi verið ákvörðun stjórnar og samningsdrög sem hann hafi sent á Lárus í tölvupósti hafi mikið breyst í meðförum bankans.Engin lagaákvæði eða skýr dómafordæmi Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í félagarétti, segir að þarna sé um að ræða álitaefni um skuggastjórnun. Stefán segir að engin lagaheimild sé til í íslenskum rétti eða fordæmi séu fyrir því að hluthafi sem situr ekki í stjórn og hefur enga formlega stöðu innan hlutafélags sé gerður ábyrgur fyrir ákvörðunum stjórnenda. Skylt fyrirbæri er fyrirbæri sem hefur verið kallað „að lyfta hulunni af ábyrgð fyrirtækis" (e. "lifting the corporate veil"). Til er einn dómur þar sem eigandi fyrirtækisins TL Rúllna var samsamaður félaginu, en það er talið mjög frábrugðið því máli sem hér um ræðir. „Það eru engar beinar heimildir en hitt er annað mál að það er mikið rætt um þetta í fræðunum. Það hafa verið skrifaðar bækur á Norðurlöndunum um þetta atriði. Það má meðal annars benda á að menn hafa talið í vissum tilvikum að móðurfélag geti borið ábyrgð á aðgerðum dótturfélags. Þetta sem þú spyrð um, hin svokallaða skuggastjórnun, það er svona einu skrefi lengra ef svo má segja," segir Stefán Már. Aðildarskortur er sýknuástæða í íslenskum rétti og verða dómstólar því að sýkna fallist þeir ekki á hina óljósu ábyrgð um skuggastjórnun. „Ef að íslenskir dómstólar tækju slíka kröfu til greina þá yrði hún sennilega byggð á því að þarna hafi farið fram svokölluð raunveruleg stjórnun. Þannig að viðkomandi aðili hafi í raun stjórnað félaginu, hvað sem það nú þýðir," segir Stefán Már. Hann segir að ekki sé alveg ljóst hvað raunveruleg stjórnun feli í sér og það verði að meta sérstaklega í hvert og eitt sinn. Stefna slitastjórnar Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 2. febrúar næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Stefnan hluti af áróðursstríði Jón Ásgeir Jóhannesson segir nýja stefnu slitastjórnar Glitnis gegn sér og átta fyrrum stjórnarmönnum bankans vera hluta af áróðursstríði. Lánið hafi verið afgreitt með eðlilegum hætti og fjöldi tölvupósta sanni það. 12. janúar 2012 19:30 Slitastjórn krefur níu manns um milljarða Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð. 12. janúar 2012 08:00 Krafa löngu fyrnd en slitastjórn gefur sér að háttsemi sé refsiverð Skaðabótakrafa slitastjórnar Glitnis upp á 6,5 milljarða króna á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans er fyrnd en slitastjórnin lítur svo á að svo sé ekki þar sem fyrrverandi stjórn Glitnis hafi gerst sek um refsiverða háttsemi. Enginn hefur hins vegar verið ákærður eða dæmdur. 13. janúar 2012 18:54 Jón hafnar ábyrgð á milljarðaláni Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson segist engin afskipti eða áhrif hafa haft á stjórnarmenn Glitnis sem fjölluðu um fimmtán milljarða lánveitingu til Baugs í árslok 2007. Hann gagnrýnir slitastjórn bankans sem ætlar í skaðabótamál vegna lánsins. 13. janúar 2012 06:45 Mest lesið Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sjá meira
Jón Ásgeir: Stefnan hluti af áróðursstríði Jón Ásgeir Jóhannesson segir nýja stefnu slitastjórnar Glitnis gegn sér og átta fyrrum stjórnarmönnum bankans vera hluta af áróðursstríði. Lánið hafi verið afgreitt með eðlilegum hætti og fjöldi tölvupósta sanni það. 12. janúar 2012 19:30
Slitastjórn krefur níu manns um milljarða Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð. 12. janúar 2012 08:00
Krafa löngu fyrnd en slitastjórn gefur sér að háttsemi sé refsiverð Skaðabótakrafa slitastjórnar Glitnis upp á 6,5 milljarða króna á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans er fyrnd en slitastjórnin lítur svo á að svo sé ekki þar sem fyrrverandi stjórn Glitnis hafi gerst sek um refsiverða háttsemi. Enginn hefur hins vegar verið ákærður eða dæmdur. 13. janúar 2012 18:54
Jón hafnar ábyrgð á milljarðaláni Baugs Jón Ásgeir Jóhannesson segist engin afskipti eða áhrif hafa haft á stjórnarmenn Glitnis sem fjölluðu um fimmtán milljarða lánveitingu til Baugs í árslok 2007. Hann gagnrýnir slitastjórn bankans sem ætlar í skaðabótamál vegna lánsins. 13. janúar 2012 06:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent