Viðskipti innlent

Glitnir eignast 93% hlut í Lyfju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrotabú Glitnis mun eignast 92,5% hlut í Lyfju samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við Árkaup hf. eiganda Lyfju um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Árkaup mun eftir sem áður eiga 7,5% í félaginu.

Samkvæmt samkomulaginu mun Glitnir sem helsti lánveitandi félagsins niðurfæra hluta af lánum Lyfju, meðal annars í samræmi við nýfallna dóma um ólögmæti gengislána. Núverandi hlutafé Lyfju verður afskrifað að fullu en hluta af lánum Glitnis verður breytt í eigið fé. Við það eignast Glitnir 92,5% hlut í Lyfju. Árkaup sem einnig átti útistandandi lán hjá Lyfju breytir þeim öllum í eigið fé og fær við það 7,5% eignarhlut.

Lyfja var skuldsett með erlendum lánum þegar gengi krónunnar féll árið 2008. Við gengisfallið varð skuldastaða félagsins til lengri tíma illviðráðanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×